Fréttablaðið - 15.07.2006, Page 10
10 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR
YAHYA BIN YAHYA AL-GHADER Hann yfir-
gefur hér þinghúsið í Sanaa í Jemen. Hann
reyndi að bjóða sig fram til forseta í kom-
andi kosningum og uppfyllti öll skilyrði,
nema hvað að hann er dvergvaxinn og var
því meinað framboðið.NORDICPHOTOS/AFP
SÝKNUDÓMUR Héraðsdómur kvað
upp sýknudóm í máli Kristjáns
Björns Snorrasonar, fyrrverandi
útibússtjóra KB banka í Borgar-
nesi, en hann var ákærður fyrir að
hafa svikið út tíu milljónir króna í
nafni annars manns á meðan hann
gegndi fyrrnefndu starfi.
Kristjáni var gefið að sök að
hafa, þann 10. mars árið 2003,
stofnað tékkareikning með yfir-
dráttarheimild upp á tvær millj-
ónir króna í nafni manns, sem þá
var félagi Kristjáns, í leyfisleysi.
Þá var honum gert að hafa, síðar
þetta sama ár, hækkað yfirdrátt-
arheimild umrædds reiknings upp
í tíu milljónir og nýtt upphæðina í
eigin þágu.
Kristján hélt ávallt fram sak-
leysi sínu og sagðist hafa stofnað
umræddan tékkareikning sam-
kvæmt beiðni félaga síns. Þeir
hugðust kaupa tvo bíla frá Banda-
ríkjunum og var stofnun reikn-
ingsins liður í því, að sögn Kristj-
áns. Félagi Kristjáns hefur ekki
viljað kannast við þetta.
Í Héraðsdómi var lagt fram
bréf frá lögmanni Búnaðarbanka,
þar sem fram kom að félaga
Kristjáns hafi verið sendar til-
kynningar um stofnun reiknings-
ins og reikningsyfirlit með reglu-
legu millibili, auk þess sem hann
hafi ítrekað haft samband við
starfsmenn bankans vegna stöðu
umrædds reiknings. Það var þó
ekki fyrr en rúmu einu og hálfu
ári frá stofnun reikningsins sem
hann kom á framfæri athuga-
semdum við bankann um að reikn-
ingurinn hefði verið stofnaður án
hans vitundar.
Kristjáni var sagt upp störfum
sem útibússtjóri í Borgarnesi
vegna samskiptaþreytu, áður en
málið var kært til lögreglu og
tengist uppsögn hans þessu máli
ekki á nokkurn hátt. Kristján
starfar nú sem sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Skagafjarðar, en stjórn
Sparisjóðsins lýsti yfir trausti á
störf hans meðan á málaferlunum
stóð.
aegir@frettabladid.is
Sýknaður af
fjársvikum
Kristján B. Snorrason, fyrrverandi útibússtjóri KB
banka í Borgarnesi, var í fyrradag sýknaður af fjár-
og umboðssvikum í Héraðsdómi Reykjaness.
KB BANKI Fyrrverandi útibússtjóri KB banka í Borgarnesi var sýknaður af ákæru um fjár-
drátt.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNSÝSLA Fulltrúar minnihlut-
ans í borgarstjórn greiddu atkvæði
gegn því að starf jafnréttisráðgjafa
yrði lagt niður
hjá Reykjavíkur-
borg í borgarráði
í fyrradag. Í stað
embættisins
verður stofnað
embætti mann-
réttindafulltrúa
sem mun starfa
með nýrri mann-
réttindanefnd
borgarinnar, en
stofnun hennar var ákveðin í vor.
„Það komu fram áhyggjur frá
kvennahreyfingum, að þessi breyt-
ing myndi draga þrótt úr jafnréttis-
starfi,“ segir Dagur B. Eggertsson,
oddviti Samfylkingar. „Það var
sameiginlegur skilningur að jafn-
réttisfulltrúi fengi sér við hlið
mannréttindafulltrúa þó að verk-
efni sem snúa að innflytjendum,
fötluðum og samkynhneigðum bæt-
ist við.“ Meirihlutinn vildi ekki
gefa afdráttarlausar tryggingar
fyrir að það gengi eftir á fundi
borgarráðs, að sögn Dags.
Gísli Marteinn Baldursson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, segir þetta útúrsnúning hjá
minnihlutanum. „Með sömu rökum
væri hægt að segja að R-listinn
hefði verið að vega að kynjajafn-
rétti með því að leggja niður jafn-
réttisnefnd og stofna mannrétt-
indanefnd. Við þær breytingar
treysti R-listinn sér ekki til að
fjölga stöðugildum en við ætlum í
samráði við nýjan mannréttinda-
fulltrúa að skoða vel hans starfs-
svið og hvort nauðsynlegt verði að
fjölga þeim sem vinna með þessi
mál.“ - sdg
Mannréttindafulltrúi í stað jafnréttisráðgjafa:
Átök í borgarstjórn
GÍSLI MARTEINN
BALDURSSON
FJÁRSVIKAMÁL Mál þeirra þriggja
manna sem lögreglan í Reykjavík
handtók í janúar vegna gruns um
fjársvik hefur
nú verið fellt
niður. Mennirn-
ir, einn Íslend-
ingur og tveir
útlendingar,
voru handteknir
í Íslandsbanka,
grunaðir um að
hafa ætlað að
svíkja hundruð
milljóna íslenskra króna úr bank-
anum.
Að sögn Harðar Jóhannssonar,
yfirlögregluþjóns lögreglunnar í
Reykjavík, þótti einfaldlega ekki
ástæða til að halda áfram með
rannsókn málsins og því var henni
formlega hætt.
Holberg Másson, Íslendingur-
inn sem var handtekinn, segist
afar ánægður með að málinu sé
lokið. „Augljóslega hef ég vitað
það frá upphafi að málið var byggt
á röngum upplýsingum en engu að
síður er afskaplega leiðinlegt að
lenda í þessu. Þetta mál hefur
verið erfitt fyrir mig og fjölskyldu
mína og við erum mjög fegin að
þessu sé lokið.“
Hann segir að verið sé að kanna
grundvöll fyrir skaðabótamáli.
„Lögmaður minn er nú að skrifa
bréf þar sem farið verður fram á
bætur vegna ólögmætrar hand-
töku. Svo verður í framhaldi af því
skoðað hvort farið verður í skaða-
bótamál.“ - sþs
Rannsókn hætt á máli þriggja manna sem grunaðir voru um fjársvik:
Feginn að málinu sé lokið
HÖRÐUR JÓHANNESSON Það þótti einfald-
lega ekki ástæða til að halda málinu áfram.
HOLBERG MÁSSON
SVÍÞJÓÐ Barnaníðingur, sem geng-
ið hefur undir nafninu Alexöndru-
maðurinn í sænskum fjölmiðlum,
var í Malmö í gær dæmdur í ell-
efu ára fangelsi fyrir að hafa mis-
notað 58 unglingsstúlkur. Þetta
kemur fram á fréttavef sænska
blaðsins Dagens Nyheter.
Maðurinn, sem er 31 árs og af
erlendu bergi brotinn, verður
gerður brottrækur frá Svíþjóð
þegar hann hefur afplánað dóm-
inn.
Hann vingaðist við 150 stúlkur
á aldrinum tólf til átján ára með
aðstoð netsins og þóttist vera 25
ára gömul kona sem rak módel-
skrifstofu og fylgdarþjónustu.
Hann fékk stúlkurnar til að
afklæða sig fyrir framan vef-
myndavél, greiddi öðrum fyrir
kynmök og nauðgaði sumum
þeirra, að sögn sænskra saksókn-
ara. - smk
Alexöndru-maðurinn:
Dæmdur í ell-
efu ára fangelsi
ÞÝSKALAND, AP Milliríkjadeilan um
björninn Brúnó, sem ráfaði yfir
Alpana til Þýskalands og var skot-
inn af veiðimönnum, hefur náð
nýjum hæðum, en þýsk yfirvöld
neita nú að skila hræinu til heima-
lands bjarnarins, Ítalíu. Brúnó var
skotinn að ósk yfirvalda sem ótt-
uðust að hann myndi ráðast á
menn, en hann hafði drepið kindur
og kanínur á ferðum sínum um
Bæjaraland.
Ítalir hafa harðlega mótmælt
bjarnarvíginu og segja að frekar
hefði átt að skjóta Brúnó með
deyfilyfjum og flytja hann til síns
heima. Þýsk yfirvöld hafa neitað
bón Ítala um að hræinu verði skil-
að og hyggjast nota það til vísinda-
rannsókna. - sgj
Deila Þjóðverja og Ítala um björninn Brúnó:
Skila ekki hræinu
BANGSINN BRÚNÓ Yfirvöldum í Bæjara-
landi bárust fjölmargar hótanir í kjölfar
launmorðsins á birninum vinsæla.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJARAMÁL Gengið hefur verið frá
samkomulagi á milli AFL - Starfs-
greinafélags Austurlands og
Heilbrigðisstofnunar Austur-
lands um fjögurra launaflokka
hækkun til þeirra starfsmanna
sem tilheyra AFLi. Hækkunin er
afturvirk frá 1. maí síðstliðnum.
Unnið hefur verið að nýjum
stofnanasamningi síðustu tvo
mánuði en ekki hefur enn náðst
samkomulag um launahækkanir
1. september.
Afl og forystumenn HSA eru
sammála um að stefna að því að
lægst launuðu starfsmenn HSA
hækki einum launaflokki meira
en aðrir 1. september. - hs
AFL gengur frá samkomulagi:
Samið við
starfsfólk HSA