Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 12
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.515 +1,13% Fjöldi viðskipta: 304 Velta: 3.840 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 63,60 +0,00% ... Alfesca 4,26 +0,47% ... Atlantic Pet- roleum 582,00 +0,69% ... Atorka 6,26 -0,32% ... Avion 33,80 +0,90% ... Bakkavör 49,90 +2,68%% ... Dagsbrún 5,65 +0,36% ... FL Group 17,00 -0,59% ... Glitnir 17,00 +1,19% ... KB banki 738,00 +0,68% ... Landsbankinn 21,60 +1,89% ... Marel 73,00 +2,10% ... Mosaic Fashions 17,40 +6,10% ... Straumur-Burðarás 16,90 +1,81% ... Össur 112,50 +1,35% MESTA HÆKKUN Mosaic +6,10% Bakkavör +2,68% Marel +2,10% MESTA LÆKKUN Icelandic Group -0,63% FL Group -0,59% Atorka -0,32% MARKAÐSPUNKTAR... Alfesca og Icelandic Group hafa skrifað undir formlegan kaupsamning um kaup IG á frystisviði Delpierre. Formleg yfir- taka IG á verksmiðjunni mun fara fram á næstu vikum en salan er háð samþykki þar til bærra yfirvalda. Hannes Smárason hefur sagt sig úr stjórn Glitnis banka vegna fyrirsjáan- legrar stjórnarþátttöku sinnar í Straumi-Burðarási. Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri hjá FL Group, tekur sæti Hannesar í stjórninni. Stjórn Dagsbrúnar ákvað hinn 13. júlí að nýta að hluta heimild til hækkunar hlutafjár að fjárhæð 85 milljónir króna vegna kaupa á EJS. Heildarhlutafé eftir hækkun verður 6.014.871.824 krónur að nafnverði. Olíuverð stendur nú í 78 Bandaríkjadölum fatið og hefur aldrei verið hærra. Verðið hefur hækkað dag frá degi síð- an Ísraelar hófu árásir á Líbanon og slegið hvert metið á fætur öðru. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent það sem af er ári og hef- ur fjórfaldast frá því snemma árs 2002. Olíuverð hér heima er á bilinu 127,90 til 134,4 krónur fyrir lítra af bensíni eftir því hvar keypt er. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir í raun ómögu- legt að spá fyrir um þróun olíu- verðs. Hann segir bæði mikla eftir- spurn eftir olíu auk ástandsins í Austurlöndum nær halda olíu- verði svo háu sem raun ber vitni. „Það er viðvarandi eftirspurn eftir olíu. Þetta virðist ekki ennþá farið að hafa áhrif á hegðun fólks.“ Már segir einnig fróðlegt að bera saman olíuverð á Íslandi og í nágrannalöndunum. „Maður þarf nú ekki að leita lengra en til Dan- merkur til að finna hærra verð á bensíni en hér á landi.“ Bensínlítr- inn hjá Shell í Danmörku kostar rúmar 138 íslenskar krónur. Hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af hækkandi olíu- verði; FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um tæp þrjú pró- sent undanfarna viku. Bandaríska Dow Jones-vísitalan féll um 1,5 prósent á fimmtudag og eins fór með hina japönsku NIKKEI. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúmt prósent í liðinni viku. Hlutabréf í fær- eyska olíuleitarfyrirtækinu Atl- antic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina, hækkuðu um þrjú prósent. Þrátt fyrir að hvorki Ísraelar né Líbanir framleiði olíu óttast sérfræðingar að átökin breiðist út og hafi þá áhrif á olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, lét ein- mitt í veðri vaka að Íranar væru tilbúnir að koma nágrannaþjóðum sínum til hjálpar „Ef Ísraelar láta sprengjur falla í Sýrlandi mun það hafa alvarlegar afleiðingar“, sagði forsetinn. jsk@frettabladid.is Olíuverð aldrei hærra Fat af olíu kostar tæpa áttatíu Bandaríkjadali. Sérfræðingar treysta sér ekki til að spá fyrir um þróun olíuverðs. Bensín er dýrara í Danmörku en á Íslandi. Hrein eign lífeyrissjóðanna rýrn- aði um rúma ellefu milljarða króna í maí samkvæmt tölum frá Seðla- bankanum. Er þetta í fyrsta skipti í rúmt hálft ár sem eignir sjóð- anna lækka milli mánaða. Ástæðan er rakin til 15,5 millj- arða rýrnunar á eign sjóðanna í erlendum hlutabréfasjóðum auk 4,5 milljarða lækkunar á erlend- um hlutabréfum. Eign lífeyris- sjóðanna í innlendum hlutabréf- um jókst um tæpa 8,6 milljarða króna í maí. Eignir lífeyrissjóðanna hafa vaxið um tæpa 126 milljarða, eða rúm tíu prósent frá áramótum. -jsk Lífeyrissjóðirnir rýrna Breski fjárfestingarbankinn HBOS verður meðal lykilfjárfesta í kaupum Baugs á bresku vöru- húsakeðjunni House of Fraser. Frá þessu sagði í The Daily Tele- graph og öðrum breskum fjölmiðl- um í gær. Aðrir sem vænst er að komi að yfirtökunni eru FL Group, breski fjárfestirinn Kevin Stan- ford auk smærri fjárfesta. Baugur, sem þegar á 9,5 pró- senta hlut í HoF, lagði fram tilboð í félagið í júní. Hljóðaði það upp á 148 pens á hlut, sem nemur um 48 milljörðum króna, með þeim fyr- irvara að áreiðanleikakönnun myndi standast. Baugur er nú í óða önn við framkvæmd hennar og er þess vænst að endanlegt yfirtökutilboð berist um miðjan ágúst. - hhs HBOS með Baugi Meðallaun á almennum vinnu- markaði voru 315 þúsund krónur á mánuði í fyrra samkvæmt launa- könnun Hagstofunnar sem birt var í gær. 12,6 prósenta hækkun varð frá árinu áður þegar meðal- laun voru 280 þúsund krónur. Í Morgunkornum Glitnis segir að þessar niðurstöður endurspegli mikinn hagvöxt á tímabilinu og spennu á vinnumarkaði. Fjöldi greiddra vinnustunda var 46,5 að meðaltali á viku og hafði þeim fjölgað um 1,2 klukku- stundir frá árinu áður. Skráð atvinnuleysi mældist 2,1 prósent á árinu. Stjórnendur reyndust hafa hæstu meðallaunin, 507 þúsund krónur á mánuði. Þá komu sér- fræðingar með 430 þúsund krón- ur. Iðnaðarmenn voru með 368 þúsund krónur. Lægstu launin höfðu verkamenn með 253 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Fólk milli fertugs og fimmtugs hefur hæstu launin en ungmenni undir tvítugu þau lægstu. Yfir- vinnugreiðslur voru mestar hjá iðnaðarmönnum og verkafólki eða tæpur fjórðungur heildarlauna; samanborið við þrjú prósent hjá stjórnendum og fjögur prósent hjá sérfræðingum. - jsk Þrettán prósenta launahækkun Meðallaun á Íslandi eru 315 þúsund krónur á mánuði. Stjórnendur fá bestu launin, verkafólk þau lægstu. VERKAMAÐUR VIÐ VINNU Launahækkanir síðasta árs á almennum vinnumarkaði eru sagð- ar endurspegla mikinn hagvöxt og spennu á vinnumarkaði. HÖFUÐSTÖÐVAR LÍFEYRISSJÓÐSINS FRAM- SÝNAR Hrein eign lífeyrissjóðanna rýrnaði í maí í fyrsta skipti í rúmt ár. DÆLT SEM ALDREI FYRR Þrátt fyrir að olíverð hafi aldrei verið hærra virðist eftirspurnin síður en svo minnka. Már Erlingsson hjá Skeljungi segir hækkanir ekki hafa áhrif á hegðun fólks enn sem komið er. Króatíska samheitalyfjafyrir- tækið Pliva sendi í gær frá sér til- kynningu um að fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík, ELL 33 ehf., hafi keypt sem jafngildir 1.894.650 hlutum eða um 10,19 prósent af almennu hlutafé félagsins. Að sögn Halldórs Kristmanns- sonar, almanna- og fjölmiðla- tengslafulltrúa Actavis, keypti ELL 33 ehf. þessa hluti fyrir tveimur vikum og Actavis gerði um leið kaupréttarsamning um þá. Hann segir félagið sjálfstætt og ekki í eigu Actavis. Fleira fæst ekki upp gefið um fyrirtækið sem er ekki í Fyrirtækjaskrá sem bendir til þess að það sé nýtt. Í lok júní upplýsti Actavis að það réði með beinum eða óbeinum hætti yfir 20,8 prósentum hlutafjár í Pliva. Hlutirnir sem hér um ræðir voru þar með taldir. Eftir rúman mánuð hefst form- legt þrjátíu daga söluferli á Pliva þar sem hluthöfum gefst færi á að meta hvorum þeir vilja selja bréf sín. Stjórn Pliva hefur lýst stuðningi við tilboð Barr. Halldór telur ekki að það muni hafa áhrif á ákvörðun hluthafa um sölu á sínum hlutum. Um sjötíu prósent þeirra séu alþjóðlegir fjárfestar utan Króatíu sem er fyrst og fremst umhugað um að fá gott verð fyrir sinn hlut. - hhs Keyptu fyrir Actavis RÓBERT WESSMAN, FORSTJÓRI ACTAVIS 10,19 prósenta hlutur fyrirtækisins ELL 33 ehf. í Pliva telst til þeirra 20,4 prósenta hluta sem Actavis ræður yfir. Seðlabanki Japans hækkaði stýri- vexti um 25 punkta í gær en þetta er fyrsta stýrivaxtahækkun bank- ans í sex ár en vextirnir hafa verið núll prósent síðan í ágúst árið 2000. Þeir eru nú 0,25 prósent. Toshihiko Fukui, seðlabanka- stjóri Japans, segir bankann fylgj- ast mjög vel með þróun efnahags- lífsins og ákveða hvort þörf sé á frekari hækkunum í framtíðinni. Fjármálasérfræðingar segja um sögulega stund að ræða og sé ljóst að stjórn seðlabankans hafi tekið ákvörðunina eftir að seðlabankar í Evrópu og Bandaríkjunum hækk- uðu stýrivexti sína fyrir skemmstu. Þrátt fyrir þetta er ekki búist við frekari hækkunum í bráð. - jab Stýrivextir hækka í Japan TOSHIHIKO FUKUI Seðlabankastjóri Japans greindi frá fyrstu hækkun stýrivaxta í land- inu í sex ár í gær. MYND/AFP Á gulu ljósi Danska Samkeppnisstofnunin hefur veitt sam- starfi 365 Media Scandinavia og Post Danmark bráðabirgðasamþykki. Post Danmark er ætlað að sjá um dreifingu á fyrirhuguðu fríblaði 365 Media, Nyhedsavisen. Slíkt samþykki er vanalega undanfari endanlegs úrskurðar sama efnis og gerir fyrirtækjum kleift að hefja undirbúning þeirra verkefna sem eru í burðarliðnum. Endanlegs úrskurðar er að vænta nú síðsumars. Í tilkynningu frá Samkeppnisstofnuninni segir að „engin sjánleg hætta“ sé af samstarfi fyrirtækjanna, enda mikillar sam- keppni að vænta á fríblaðamarkaði í Danmörku. Fyrsta eintak Nyheds- avisen kemur út nú á haustdögum. Líklegt þykir að 24 Timer, fríblað keppinautarins JP/Politiken, fylgi strax í kjölfarið. Í fótspor frændþjóðar Og enn af Dönum og Danmörku, því greinilegt er að fasteignir falla víðar í verði en í Reykjavík. Nýver- ið var greint frá því að fasteignir í Danmörku hefðu fallið í verði um rúm tvö prósent á fyrsta fjórðungi árs. Hvergi var lækkunin meiri en í höfuðborginni, Kaupmannahöfn, þar sem hún nam rúmum níu prósentum. Danir hafa eins og við Íslendingar búið við hátt fasteignaverð og hefur verð meira en þrefaldast á átta árum. Á sama tíma hefur verð hér heima hækkað um 207 prósent. Svo virðist því sem við fylgjum frændum okkar eftir í þessu, sem svo mörgu öðru, en greiningardeildir íslensku bankanna hafa spáð allt að tíu prósenta raunlækk- un fasteigna næstu tólf mánuði. Peningaskápurinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.