Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 26

Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 26
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR26 Orðspor stuðningsmanna Millwall FC er samtvinn-að sögu þessa rótgróna enska knattspyrnufélags sem fyrrum leikmaður félagsins, blaðamaðurinn Eamon Dunphy, hefur dregið saman í eina setn- ingu: „Millwall hefur alltaf verið í úrvalsdeildinni í ofbeldi en neðri deildum í fótbolta.“ Dunphy vitn- ar hér til þess að það tók félagið 103 ár að vinna réttinn til að spila í efstu deild enskrar knattspyrnu en þá höfðu áhangendur félagsins verið á forsíðum dagblaða um allan heim í rúman áratug fyrir að vera hörðustu fótboltabullur Eng- lands. Það orðspor stuðnings- mannanna hefur í engu breyst; Millwall féll niður í 2. deild í fyrra. Góðan daginn! Þegar inn á völlinn er komið eru sárafáir þar fyrir. KR-ingarnir, sem sennilega tengjast allir leik- mönnum félagsins blóðböndum, sitja hljóðir í öðrum enda stúkunn- ar þrátt fyrir að staðan sé 2-0 þeirra mönnum í hag en í fljótu bragði bólar ekkert á þeim sem ætlunin var að hitta. Þegar gengið er á hljóðið fer þó ekkert á milli mála hverjir það eru sem fylgja liðinu að málum. Svo virðist sem allar erkitýpur enskrar verka- mannastéttar séu samankomnar í litlum hópi sem situr innan um rauðhvíta fána. Augnagotur þeirra bresku senda ákveðin skilaboð en þrátt fyrir það mannar blaðamaður sig upp og kynnir sig fyrir þéttvöxn- um, rauðbirknum náunga sem skemmtir sér greinilega hið besta. Svar hans lofar allt annað en góðu: „Ég heiti Simon. Þú veist að við hötum blaðamenn?“ Kvikmyndin Green Street Hooligans rifjast upp þar sem fram kemur að ensk- ir blaðamenn hafa skrifað margt niðrandi um stuðningsmenn Mill- wall og bætt gráu ofan á svart með því að aðstoða lögregluna þar í landi við að finna forsprakka slagsmálagengja; ekki síst þeirra sem tengjast Millwall. Til að segja eitthvað útskýri ég að öllum fót- boltaáhugamönnum á Íslandi sé í nöp við KR-inga ef þeir á annað borð halda ekki með þeim. Kannski var það ósjálfráð tilraun til að finna eitthvað sem ég og Simon áttum sameiginlegt. Það skilar þeim árangri að Simon spyr með hvaða liði ég haldi á Englandi. Í gegnum hugann flýgur hvort það sé einfaldlega skynsamlegt að segja frá því, en áður en ég veit af er ég tekinn að segja söguna af því að KR-ingar spili einmitt í búning- um þess liðs sem ég held með. Árið 1907 hafi Newcastle United verið Englandsmeistari og því hafi stjórn félagsins ákveðið að skarta búningum þess félags. Ég enda ræðuna á því að segjast vera stuðningsmaður liðs sem heitir Fram og þeir séu erkióvinir KR. Hverjir eru helstu andstæðingar Millwall, bæti ég við. „West Ham,“ segir Simon með áherslu. „Og Crystal Palace.“ Simon útskýrir að áhangendur Millwall séu marg- ir hverjir hafnarverkamenn og allir af verkamannastétt. Því sé eins farið með West Ham áhang- endur, nema þeir búa hinum megin við Thames-fljótið. Það er næg ástæða til að vera illa við þá and- skota, segir Simon. Crystal Palace áhangendur hins vegar eru milli- stéttarfólk. „Þeir líta niður á okkur vegna þess að við eigum minna af peningum en þeir. Við hötum þá fyrir að hata okkur fyrir peninga- leysið.“ Ekki langt frá standa feðg- arnir David og John Kelly. Þeir leggja orð í belg en það eina sem er skiljanlegt verður ekki haft eftir hér, en það tengdist West Ham og Crystal Palace. Fæddist í ljónagryfju Sagan segir að árið 1966, aðeins nokkrum mánuðum áður en enska landsliðið lyfti heimsbikarnum á Wembley, sé fæðingar- ár fótboltabullunnar eins og við þekkjum hana. Millwall var í heimsókn á Loftus Road, heimavelli Queens Park Rangers, og var að tapa leiknum 6-1. Þá var peningi kastað úr stúkunni og lenti hann í höfði Len Juliens, fram- herja heimsliðsins, og úr blæddi. Þá var til- kynnt í hátalarakerfi að ef áhorfendur höguðu sér ekki eins og menn yrði leikurinn flautaður af. Áhang- endur Millwall vissu að samkvæmt reglum þess tíma yrði leikurinn ógilt- ur og leikinn að nýju. Í stððunni 6-1 var það alls ekki svo vitlaus hug- mynd að fá annað tæki- færi og því fjölmenntu stuðningsmenn Millwall inn á völlinn og settust niður í miðjuhringnum. Þetta atvik fékk gríð- arlega umfjöllun í enskum fjölmiðlum þrátt fyrir að upp- reisnarseggirnir hafi ekki haft erindi sem erfiði. Hinum ungu og uppreisnargjörnu Millwall-stuðn- ingsmönnum líkaði athyglin vel og á næstu vikum endurtóku þeir leikinn, bæði á heima- og útileikj- um liðsins. Þessi uppátæki fengu umfjöllun fjölmiðla og svo kom að þegar Millwall hélt til Oxford til að spila deildarleik beið hópur lög- reglumanna á lestarstöðinni. Þeir handtóku ekki nokkurn mann heldur ruddu leið í gegnum stærstu verslunargötuna í bænum svo Millwall-stuðningsmennirnir kæmust sem fyrst á völlinn án þess að angra almenning með hrópum sínum og stráksskap. Á aðeins fáum árum spruttu upp svipaðir flokkar ungra upp- reisnargjarnra pilta í fjölmörgum borgum Englands. Það sem hafði þá bæst við var þörfin til að sanna sig. Það var gert með slagsmálum. Allir litu til stuðningsmanna Mill- wall, þeir voru upphafsmennirnir og því viðmið allra þeirra sem töldu sig hafa eitthvað að sanna. Ekki bætti úr skák að Millwall- hverfið í suðausturhluta Lundúna- borgar er þekkt af öllu öðru en að ala af sér dúkkudrengi. Hafnar- verkamennirnir voru tilbúnir til að svara ef einhver kom kallandi. Fjölskyldan í fríi Ég kemst að því að Simon er í fríi ásamt fjölskyldu sinni sem hann kynnir fyrir mér. Faðir hans, Roy, segir mér að hann hafi farið með strákana sína á völlinn í fyrsta skipti þegar þeir voru tveggja ára gamlir. Ég spyr um orðsporið sem fer af stuðningsmönnum liðsins en hann minnir á að ekki megi setja alla undir einn hatt. Þeir séu miklu fleiri sem aldrei hafa komið nálægt slagsmálum en þeir sem slást og láta eins og skepnur, eins og hann orðar það. „Ef það er eitt- hvað sem þig vantar að vita um þann hóp ættirðu að tala við hann þennan,“ segir Roy og bendir í átt- ina að skuggalegum náunga sem situr með félögum sínum nokkr- um sætaröðum frá. Ísland eins og Kanada Mark, eins og hann reynist heita, Í úrvalsdeildinni í ofbeldi Vesturbær Reykjavíkur í júlí. Bólgin rigningarský hanga ógnandi yfir lágreistri stúkunni á KR-vellinum. Til eyrna berast hávær köll og söngur knattspyrnuáhugamanna. Hefðbundnar íslenskar háðsglósur um dómarann heyrast ekki heldur framandi skilaboð upp á enska tungu. „No one likes us, no one likes us, no one likes us, we don‘t care.“ Æf- ingaleikur heimaliðsins og enska Lundúnaliðsins Millwall FC er nýhafinn. „Þeir hljóta að vera mörg hundruð saman,“ hugsar Svavar Hávarðsson sem, í orðsins fyllstu merkingu, á stefnumót við óvissuna. ÚR SÖNGBÓKINNI „Hillsborough! Hillsborough, you should have all died at Hills- borough.“ Beint að Liverpool-áhangendum á leik liðanna árið 1996. Hér er verið að vitna til eins sorglegasta atburðar í sögu knattspyrnunnar þegar 96 áhangendur Liverpool krömdust til bana á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989. NO ONE LIKES US No one likes us, no one likes us No one likes us, we don‘t care We are Millwall Super Millwall We are Millwall from The Den WE ARE THE MILLWALL Fuck ‘em, fuck ‘em all United, West Ham, Liverpool Cause we are the Millwall and we are the best We are the Millwall So fuck all the rest WEST HAM HATERS We hate West Ham and we hate West Ham We hate West Ham and we hate West Ham We hate West Ham and we hate West Ham We are the West Ham haters A WELSH VISIT Sheep, sheep, sheep shaggers Sheep, sheep, sheep shaggers Sheep, sheep, sheep shaggers SNEAKING OUT We can see you, we can see you We can see you sneaking out We can see you sneaking out AAAAAARRRRRRGGGGHHHH Beint til þeirra sem yfirgefa „Ljóna- gryfjuna“ áður en leik lýkur. MARK Hefur fylgt liðinu í gegnum súrt og sætt í gegnum árin. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SIMON OG FJÖLSKYLDA Frá vinstri eru Paul, þá Jenny eiginkona hans, þá Roy og Simon. Þau áttu nokkra daga í frí og ákváðu að fylgja liðinu til Íslands. Ekkert annað kom til greina enda langt síðan þau sáu liðið spila síðast. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI ER LÍFIÐ John gamli Kelly hefur farið á alla leiki liðsins frá því að hann man eftir sér. „Jafnvel líka löngu fyrir þann tíma,“ segir hann og glottir við eina tönn. „Alls staðar eruð þið blaðasnáparnir,“ bætir hann við. „Við erum heimsfrægir.“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.