Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 27

Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 27
Í úrvalsdeildinni í ofbeldi „Dvöl okkar á Íslandi hefur verið frábær. Okkur hefur verið sýnd mikil gestrisni og aðstæður til æfinga eru mjög góðar. Það sama má segja um hótelið og við höfum notið dvalarinnar hér þrátt fyrir að það sé kalt í veðri.“ Nigel Spack- man, sem tók við stjórn liðsins fyrir stuttu, segir að úrslit leikj- anna í ferðinni segi ekki mikið um liðið. „Við höfum aðeins verið saman við æfingar í rúma viku og þetta eru fyrstu leikir okkar á undir- búningstímabilinu. Það dregur þó ekki úr þeirri staðreynd að íslensku liðin eru mjög góð.“ Næstu verkefni leikmanna eru stífar æfingar og fleiri leikir. „Næstu verkefni eru vináttuleikir gegn Charlton, Reading og Crystal Palace og vonandi verðum við til- búnir í þann slag. Vera okkar hér á Íslandi mun reynast okkur vel sem undirbúningur fyrir komandi átök.“ Vináttuleikur gegn Crystal Palace, er það mögulegt? „Nei, og ekki heldur gegn Charlton. En við munum samt nýta þessa leiki til þess að öðlast meiri leikæfingu og skilning innan liðsins. Það er líka gott fyrir leikmennina að takast á við þessi lið því hvatningin til þess að standa sig er vissulega fyrir hendi.“ Nigel Spackman, framkvæmdastjóri: Frábær ferð til Íslands Barry Hayles, framherji: Áhangendurnir eru mikilvægir „Það var erfitt að byrja æfingar að nýju, ekki síst vegna þess að ég er búinn að vera meiddur lengi. Fyrstu leikirnir eru alltaf erfiðir, sérstaklega þegar leikið er gegn góðum liðum eins og því sem við lékum við í dag.“ Hayles segir að ekki gefist mikill tími til að skoða borg- ina eða landið. Æft er tvisvar á dag og enginn frítími á milli. „Við förum heim strax á morgun og fáum þá frídag.“ Hayles hefur verið í tvö ár með Mill- wall en lék áður með Bristol Rovers, Fulham og Sheffield United. Hann á ættir sínar að rekja til Jamaíka en ólst upp í Lundúnum, aðeins steinsnar frá „Ljónagryfjunni“. „Ég er ekki áhangandi eins og þessir sem eru með liðinu. En ég hef taugar til þeirra á minn hátt. Áhangend- urnir hafa ekkert sérstakt orð á sér. En þeir láta vel í sér heyra og það hjálpar liðinu.“ NIGEL SPACKMAN er ekki viljugur til að spjalla við blaðamenn, ég veit af hverju. „How do you like Iceland?“ Spurn- ingin lá einhvern veginn beint við og svarið er einfalt. „Eftir leikinn, félagi.“ Mark reynist þekkja vel til orð- sporsins sem af hans mönnum fer og ekki er hægt að skilja hann öðruvísi en sú þekking hans sé frá fyrstu hendi. Hann hefur ekki tölu á öllum þeim þjóðlöndum sem hann hefur ferðast til í tengslum við leiki liðsins, en Kanada líkir hann við Ísland. „Klúbburinn bókar æfingaleiki í svona löndum af því að þar eru engin vandamál. Þar bíða okkar ekki einhverjir sem vilja slást. Þetta er reyndar ekkert vandamál lengur því það er svo mikil gæsla. En þegar við mætum West Ham stoppar okkur enginn. Þar á milli ríkir algjört hatur og ekkert stoppar okkur, ekki lögreglan; enginn.“ Mark segir að það hafi aldrei skipt máli þó að önnur lið eigi fleiri stuðn- ingsmenn. „Við erum einfaldlega harðari og höfum alltaf betur.“ Ég hef engar forsendur til að rengja orð hans og kveð. Þeir halda út í sumarnóttina og á milli húsanna í Vesturbænum hljóma síðustu skilaboð kvöldsins: „There is a long way home, 4-0, There is a long way home, 4-0“. 104732 Flügger tréolía Fljótleg og einföld í notkun www.flugger.is 0,4 ltr. 934 kr. Tréolíu sprey Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400 Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Egilsholt 1 LAUGARDAGUR 15. júlí 2006 27

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.