Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 28
Kevin Spacey sló í gegn í myndinni Usual Suspects
í leikstjórn Singers fyrir 11 árum. Stuttu síðar festi
hann sig endanlega í sessi sem einn af bestu leikur-
um samtímans með afbragðs leik í American
Beauty. Síðustu misseri hefur Kevin eytt nær öllum
tíma sínum í að reyna að endurvekja dýrðarljóma
Old Vic leikhússins í London, bæði með því að sjá
um rekstur þess og leika í verkum sem þar eru sett
upp. Hann hefur því ekki verið mjög iðinn við að
leika í bíómyndum upp á síðkastið og fannst sumum
skrítið að sjá hann í sumarsmelli á við Superman
Returns og hafa hörðustu gagnrýnendur hans spurt
hvers vegna „alvarlegur leikari“ skuli leika í svona
mynd?
„Ef svona myndir eru nægilega fínar fyrir Mar-
lon Brando, þá eru þær nægilega fínar fyrir mig,“
svarar Kevin án þess að blikna. „Bryan Singer
lokkaði mig að þessu verkefni. Mér finnst hann
frábær leikstjóri og það var frábært að vinna með
honum fyrir 11 árum síðan. Þegar hann hringdi og
sagði mér frá því að hann ætlaði að leikstýra Súper-
man fannst mér það vera hárrétt ákvörðun. Ég
vissi líka að þetta yrði alveg svakalega skemmti-
legt. Eins lengi og ég finn hlutverk sem mér finnst
áhugaverð og tímasetningin stangast ekki á við
vinnuna í Old Vic, þá er ég meira en reiðubúinn til
þess að halda áfram að leika í bíómyndum.“
Spacey fer á kostum í hlutverki Lex Luthor, og
virðist skemmta sér vel þegar hann leikur illmenni.
„Það lítur kannski út fyrir það. Kannski er það
vegna þess að möguleikarnir með persónu eins og
Lex Luthor eru svo miklir. Maður kemst upp með
að vera stór og hádramatískur í talanda og gjörð-
um. Maður verður að finna jafnvægi á milli þess að
vera skondinn og raunverulegur. Þetta var virki-
lega frábær upplifun.“
Í fyrri myndunum fór Gene Hackman með hlut-
verk Luthors og segist Spacey vissulega hafa hald-
ið í ákveðna takta. „Ég dáist mikið að gömlu Súper-
man-myndunum og fannst Gene Hacman frábær í
þeim. Bryan sagði mér að hann langaði til að halda
í nokkra þætti persónuleika hans, sérstaklega
þeirra sem voru fyndnir og kjánalegir. Hann vildi
líka að samband hans við kærustuna yrði nokkuð
stormasamt. Hann vildi líka sýna hlið af Luthor
sem hefur ekki sést áður, að hann getur verið mjög
ógnvekjandi og hættulegur. Alvöru andstæðingur
Súpermans. Þannig að þegar Súperman er veikast-
ur gæti fólk trúað því að Lex myndi virkilega hafa
betur. Ég kem úr þeim ranni leikhússins þar sem
menn hugsa ekki þannig að leikarar eigi hlutverk,
heldur fái þau lánuð í vissan tíma, til dæmis höfum
við séð óteljandi útgáfur af Hamlet eða Óþelló. Að
leika hlutverk er eins og að klæða sig í stakk sem
maður sníður sér síðan eftir vexti.“
15. júlí 2006 LAUGARDAGUR28
Eftir hverja mislukkaða tilraun af
fætur annarri til að koma Súper-
man aftur á flug tókst Bryan Singer
loksins að klára verkið með Brandon
Routh í hlutverki stálmannsins og
Kevin Spacey í hlutverki Lex Luthor.
Birgir Örn Steinarsson hitti þre-
menningana að máli og ræddi við þá
um myndina.
Það eru ekki aðeins ofurkraftar Súpermans sem
gera hann frábrugðinn flestum öðrum ofurhetjum,
það sem greinir hann frá þeim Batman og Spider-
man er að þeir eru menn með ofurkrafta og dulbúa
sig þegar þeir nota þá. Í tilfelli Súpermans er þessu
einmitt öfugt farið. Hann er geimvera sem dulbýr
sig á meðan hann er ekki að bjarga heiminum. Hans
rétta ímynd er Súperman en blaðamaðurinn Clark
Kent er dulargervið.
Uppruni Súpermans er ástæða þess að í upphafi
Superman Returns hefur hann verið horfinn af jörð-
inni í fimm ár. Kal-El, eins og foreldrar hans á
Krypton nefndu hann, hafði greinilega lent í tilvistar-
kreppu því hann ákvað að kanna uppruna sinn með
því að halda í heljarinnar leiðangur í gegnum himin-
geimanna í von um að finna aðra sem lifðu af þegar
heimkynni hans eyðilögðust. Svo er ekki og myndin
hefst á því að Brandon Routh, sem tekur við hlut-
verki Christophers Reeve sem Súperman, fellur til
jarðar eftir að hafa eytt fimm árum af ævi sinni til
einskis.
Heimurinn þarf bjargvætti
Yfirvegaður suðurríkjastrákur
Það er ekki furða að Brandon Routh hafi verið valinn í hlutverk stál-
mannsins; hann er dökkhærður, hávaxinn og lítur út eins og klón úr
sameiginlegum genum Christopher Reeve og og Tom Welling, sem
leikur Ofurmennið á yngri árum í sjónvarpsþáttunum Smallville
sjónvarpsþáttunum. Ekki spillir fyrir að Routh er borinn og barn-
fæddur sveitastrákur úr suðurríkjum Bandaríkjanna, rétt eins og
Clark Kent, sem réði miklu um að hann hreppti hnossið.
„Sá sem elst upp í smábæ í Bandaríkjunum verður að venjast kyrð-
inni,“ segir Brandon um uppeldisárin. „Sumir njóta hennar sem
krakki, en aðrir verða fúlir vegna þess að það er ekkert að gera. Ég
var einn þeirra sem naut kyrðarinnar. Fannst frábært að hafa opið
rými, og geta hjólað út um allt. Ég á því minningar af því að hlaupa
um á ökrunum og njóta þess að slappa af í sveitinni. Þannig finnst
mér Súperman vera. Hann er alinn upp á friðsömum stað, sem útskýr-
ir kannski að vissu leyti hvers vegna hann er alltaf svona rólegur og
yfirvegaður. Mér finnst ég sjálfur yfirleitt vera þannig.“
Routh kveðst hafa verið mikill aðdáandi fyrstu tveggja myndanna
um Súperman sem Richard Donner leikstýrði. „Ég fletti blöðunum
líka annars lagið sem krakki. Ég man að það var aðal umtalsefnið í
skólanum þegar Súpermnn dó í einni sögunni. Þannig að ég vissi
stundum hvað var að gerast en ég las sögurnar aldrei gaumgæfi-
lega.“
Hann kveðst þó ekki hafa verið smeykur við að taka að sér rulluna.
„Ég var vissulega meðvitaður og varkár vegna túlkunar Christpher
Reeves, það var jú hann sem gerði mig að aðdáanda Súpermans. Ég
gerði mitt besta til þess að muna að sýna hlutverkinu virðingu, en ég
var nú ekkert að eyða of miklum tíma í það að velta því stöðugt fyrir
mér. Ég átti að vera leika kröftugustu lífveru jarðar, og í þannig hlut-
verki er ekkert pláss fyrir ótta. Þannig að ég ýtti honum bara til hlið-
ar.“
Brandon segist hafa undirbúið sig vel andlega fyrir þá miklu athygli
sem hlutverkið hefur veitt honum á skömmum tíma og hann getur vel
hugsað sér að leika Súperman aftur í fleiri myndum svo lengi sem
teymið í kringum framleiðsluna er gott.
Vissi að þetta yrði skemmtilegt
Að hreyfa við ofurhetju
Eftir tíu ára vandræðagang, nokkra leikstjóra og enn fleiri aðalleik-
ara var það Bryan Singer sem tók að sér að leikstýra Superman Ret-
urns og þykir hafa farist það vel úr hendi. Hvernig fór hann að
þessu?
„Þeir sem tóku að sér verkið á undan mér ætluðu að byrja upp á
nýtt og sýna upphaf Súpermans. Mér fannst það alltaf hugsunar-
villa,“ útskýrir leikstjórinn. „Sá sem er eldri en 25 ára ætti að muna
eftir fyrstu myndinni og þekkir þess vegna uppruna hans. Þeir sem
eru yngri þekkja ábyggilega til hans í gegnum myndasögurnar eða
Smallville-þættina. Eftir að hafa leikstýrt tveimur myndum um X-
mennina tel ég mig líka hafa náð valdi á ofurhetjumyndum og þess
vegna treystu framleiðendurnir mér að koma með nýja hugmynd.
Við ákváðum að tengja þessa mynd við þær eldri með því að láta
Súperman snúa aftur til jarðarinnar eftir fimm ára fjarveru.
Myndin er hlaðin Biblíutilvísunum enda er Ofurmennið einn
þekktasti kristgervingur kvikmyndasögunnar. „Ég vildi alls ekki
beygja frá þeirri Messíasarímynd sem hefur alltaf loðað við Súper-
man, allt frá því hann var sendur til jarðar eins og Móses var sendur
niður ána í sefkörfunni til að mæta örlögum sínum. Í þessari mynd
tók ég svolítið á þörf fólks fyrir bjargvætti og að láta bjarga sér.
Stundum er ástæða fyrir þeirri þörf en stundum þurfum við menn að
takast á við eigin vandamál. Mörg stefin í Súperman eru jafngömul
mannkynssögunni.
Áður en lengra er haldið er rétt að vara þá við sem ekki hafa séð
myndina og vilja láta koma sér á óvart.
Í Superman Returns er kynntur til sögunnar sonur Súpermans en
hann hefur aldrei komið fram í myndasögunum. Singer kveðst hvergi
hafa verið smeykur við þessa djörfu ákvörðun. „Þetta var ekkert mál
mín vegna. Ég hef lært það af því að gera X-manna-myndirnar að það
verða alltaf einhverjir aðdáendur sem eiga eftir að kvarta. En allar
þessar ofurhetjur hafa farið í gegnum svo margar breytingar í gegn-
um tíðina. En svona ákvarðanir tekur maður bara ef það hentar sög-
unni. Ég var mjög spenntur fyrir því að kynna til sögunnar þessa
breytingu, því burt séð frá kryptóníti þá er erfitt að hugsa sér nokk-
urn skapaðan hlut sem getur hreyft við þessari ofurhetju. Að Lois
Lane eigi unnusta sem sé ekki slæmur gæi, og að það sé barn í spilinu
sem sé ekki hægt að stroka bara út, eða endurskrifa, finnst mér vera
alvöru mál að takast á við.“