Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 29

Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 29
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Björn Ástmarsson er algjör bíladellukarl að eigin sögn og leggur ýmislegt á sig fyrir áhugamálið. Hann er aðeins nítján ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann átt átta bíla. „Ég á BMW Z4 árgerð 2003. Þetta er blæjubíll og mjög flott- ur. Ég er búinn að eiga hann síðan í apríl og hann hefur reynst mér mjög vel. Ég er eiginlega ekkert búinn að gera við hann, bara bóna hann,“ segir Björn, sem þurfti ekkert að gera við bílinn þegar hann fékk hann. „Hann var í góðu ástandi enda bara keyrður 30.000 kílómetra.“ „Ef það er sól þá er ég með blæjuna niðri. Það er eitthvað tekið eftir manni þá,“ segir Björn en hann er duglegur að skipta um bíla. „Ég er frekar mikill bílakarl. Ég er búinn að eiga einhver átta stykki eða svo,“ segir Björn, sem er aðeins nítján ára. „Þegar maður er með dellu þá er þetta bara þannig. Ég skipti reglulega um bíl og mér finnst gaman að breyta til, þó það standi ekkert til að selja þennan.“ „Ég er eiginlega bæði með bíladellu og BMW-dellu. Ég er búinn að eiga þrjá BMW en það er algjörlega óákveðið hvort ég haldi mig við BMW eða fái mér aðra tegund næst,“ segir Björn, sem á samt engan sérstakan draumabíl. „Ég er duglegur að fylgjast vel með nýjungum og panta bæði frá útlöndum og kaupi hér, það er misjafnt eftir því hvað það er. Ég legg ýmislegt á mig fyrir þetta áhugamál og það tekur mestan hluta af peningunum sem maður vinnur sér inn. Ég er í fullri smíðavinnu á sumrin og vinn með skóla þannig að ég get leyft mér þetta. Þetta sleppur alveg, ég bara spara annars staðar.“ „Þetta er góður bíll og flottur og það er líka gott að keyra hann. Ég hugsa vel um hann og þríf hann reglulega,“ segir Björn en hann á ekki langt að sækja þetta skemmtilega áhugamál. „Pabbi er líka bíladellugaur þannig að hann smit- aði mig.“ lilja@frettabladid.is Búinn að eiga átta bíla Björn er duglegur að skipta um bíla og leggur meira upp úr því að gott sé að keyra þá en að þeir séu flottir. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN UNDANÞÁGA TIL VERÐSAMRÁÐS Margir eru uggandi yfir því að afnám á sameiginlegum hámarkstaxta leigubifreiðastöðva kunni að koma illa niður á farþegum. BÍLAR 2 GÓÐAN DAG! Í dag er laugardagurinn 15. júlí, 196. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.40 13.34 23.25 Akureyri 2.54 13.18 23.39 XC90 BÆTIST Í BÍLAFLOTA PÁFANS, SEM HEFUR ALDREI VERIÐ MEÐ BÍLPRÓF. Yfirmenn Volvo afhentu Benedikt XVI páfa nýlega Volvo XC90 sem er sérsmíðaður fyrir hans þarfir. Bíllinn er dökkblár með ljósar innréttingar, fjórhjóladrifinn og að sjálfsögðu mjög öruggur eins og við er að búast af Volvo. Páfinn átti fyrir meðal annars BMW X-5 sem hann fékk gefins frá BMW í München. Páfinn, sem hefur aldrei haft bílpróf, átti Golf meðan hann var enn kardínáli og treysti þá ýmist á bróður sinn eða einkaritara til að ferja sig á bílnum. Páfinn fær Volvo Volvo XC90 mun framvegis sjá um að koma páfa á milli staða. Gönguhátíð verður haldin á Vestfjörðum 27. til 30. júlí. Hvern dag verður boðað til einnar aðal- göngu og einnar léttari göngu ásamt barnadag- skrá. Ýmis menning og afþreying verður í boði öll kvöld hátíðarinnar. Sem dæmi má nefna að gengið verður úr Krossadal í Tálknafirði yfir í Selárdal við Arnarfjörð, siglt yfir í Geirþjófsfjörð og gengið upp á Lónfell. Nánari upplýsingar má finna á www.vesturbyggd.is eða www.utivera.is. Hin 72 ára gamla þokkagyðja Sophia Loren mun sitja fyrir á dagatali sem ítalska dekkjafyrir- tækið Pirelli gefur út. Hún verður líklega klædd demöntum einum saman. Hún verður þó ekki eina þokka- gyðjan á dagatalinu 2007. Hinar verða Penelope Cruz, Hilary Swank og Naomi Watts. Aldurs- ins vegna gæti Sophia Loren verið langamma þeirra. Heimsferðir hafa sett upp vetraráætlun sína og hægt er að nálgast bæklinginn á www. heimsferdir.is. ALLT HITT [FERÐIR BÍLAR] KYNNING Á LEIÐSÖGU- MÖNNUM Nýr vefur hefur verið stofnaður í þeim tilgangi að kynna íslenska leiðsögumenn. FERÐIR 6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.