Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 32

Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 32
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR4 Vespan er er gífurlega vin- sæll fararmáti í stórborgum enda létt og meðfærileg. Saga vespunar, allt frá því Piaggio- hergagnaframleiðandinn setti hana fyrst á markað, spannar sextíu ár. „Þetta lítur út eins og vespa,“ sagði Enrico Piaggio, forseti Piaggio-herflugvélaframleiðand- ans, og átti hann þar við fluguteg- undina. Þessi fleyga setning sem hrökk út úr forsetanum í undrun var fyrstu viðbrögð hans við litlu vélhjóli sem þá var nýjasta viðbót fyrirtækisins, nafnið festist á vél- hjólið undir eins og þar með var vespan fædd. Árið 1946 var heldur hrörlegt um að lítast á Ítalíu og Piaggio- fyrirtækið, sem hafði nær ein- göngu einbeitt sér að hergagna- framleiðslu í stríðinu, var algjörlega lamað. Seinna þetta ár kom vespan í fyrsta skipti á mark- að og seldist nægilega vel til þess að fyrirtækið lifði af. Tvöþúsund og fimmhundruð eintök seldust fyrsta árið en fjórum árum síðar var salan komin upp í sextíu þús- und eintök og vespurnar farnar að vekja töluverða athygli. Snjóboltinn fór fyrst að rúlla fyrir alvöru þegar Hollywood fór að sýna vespunni áhuga. Audrey Hepburn og Gregory Peck sáust þeysa um á vespu í kvikmyndinni Roman Holiday frá árinu 1952, salan rauk upp og það ár seldust hundrað þúsund eintök af vesp- unni. Á næstu áratugum varð vespan tískuvara í Evrópu og Bandaríkjunum og spruttu upp vespuklúbbar úti um allt, í lok áttunda áratugarins höfðu um tíu milljón vespur selst í heiminum. Fjöldi bíla- og vélhjólaframleið- enda fór að framleiða lítil vélhljól sem öll byggja á hönnun uppruna- legu vespunar frá Piaggio. Vespan varð útbreidd um allan heim. Eftir erfitt tímabil í lok tíunda áratugarins sem leiddi næstum því til gjaldþrots fyrirtækisins er Piaggio aftur komið á stall sem leiðandi fyrirtæki í ítalskri gæða- hönnun. Hollywood-stjörnur sem venjulega aka um á rándýrum eðalvögnum hafa margar sést aka um á Piaggio-vespum, meðal þeirra eru Marlon Brando, Jerry Seinfeld og Gwyneth Paltrow. Áhugamenn um vespuna geta heimsótt Piaggio-safnið í Pontedera við Pisa en sýningin á safninu hefur meðal annars verið sýnd á Guggenheim-safninu í New York og Pompidou-miðstöðinni í París. Á sýningunni gefur meðal annars að líta frægustu vespu allra tíma, sem sjálfur Salvador Dali hannaði árið 1962 fyrir Piaggio. valgeir@frettabladid.is Vespan vinsæla Piaggio-vespan á sér langa sögu. NORDICPHOTOS/GETTY Piaggio er mikil tískuvara. NORDICPHOTOS/GETTY Subaru Forester er sigurvegari í flokki fjórhjóla- drifsbíla í fimmta sinn. Hollendingar eru iðnir við útilegur og þá sérstaklega þegar kemur að notkun ýmissa eftirvagna, svo sem tjaldvagna, fellihýsa og hjólhýsa. Gefið er út sérstakt tímarit sem fjallar þessa ástríðu Hollendinga, „Kampeer-en Caravan Kampio- en“. Árlega eru bílum veitt verðlaun sem þykja standa sig afburðavel þegar kemur að drætti eftir- vagna. Subaru Forester 2,0 var sigurvegari í flokki fjórhjóladrifinna bíla og völdu átta dómarar á milli 23 bíla sem kynntir hafa verið frá byrjun seinasta árs. Bílarnir fóru í gegnum strangar prófanir með vagn í eftirdragi og var einnig reynt á bílana við mis- jafnar aðstæður á vegum. Tekið var tillit til stöðug- leika, þæginda og krafts. Fjórhjóladrif bílsins fékk sérstaklega góða dóma, sem og lárétt Boxer-vél sem skilar bílnum lágum þyngdarpunkti og eykur þar með stöðugleika, veg- grip og rásfestu. Þetta er í fimmta sinn sem Subaru vinnur til verðlauna en verðlaun af þessu tagi voru fyrst veitt árið 1991. Einnig má geta þess að árin 2004 og 2005 var Subaru Forester valinn dráttarbíll ársins í Bretlandi í sínum flokki. Dráttarbíll ársins í Hollandi Subaru Forester fékk hæstu einkunn fjórhjóladrifsbíla í prófunum felli- og hjólhýsatímarits í Hollandi. Ertu á leið í fríið? Nýir bílar - Árgerð 2006 Úrval nýrra húsbíla tilbúnir til skráningar á lager á Egilsstöðum. Erum einnig með úrval notaðra bíla. Upplýsingar veitir Bóas í síma 0049 175 2711 783 eða Eðvald í 896-6456 Við bjóðum flug til Egilsstaða fyrir tvo við kaup á hverjum bíl! Erum með umboð fyrir Rockwood Íbúð á hjólum. Árgerð ‘93 V8 Sjálfskiptur. Einn með öllu, ekinn 100.000 km, lengd 8,5 metrar. Kr. 3.300.000,- Blucamp Sky 20, Ford 125 hestöfl TDCI, lengd 6,3m, svefnpláss fyrir 4, loftkæling, rafm. rúður, tveir airbag, geislaspilari m/fjarstýringu. Verð 4,6 skráður � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � ��������������������������������������������� ���������������������������������������������� ����������������������������������������� � ����������������������������� ������������� ���������� ������������ �� � �� � �� � �� � � �� �� � � � �� � ��

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.