Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 34
[ ]
Nýr vefur hefur verið stofnað-
ur í þeim tilgangi að kynna
íslenska leiðsögumenn og
breikka starfsvettvang þeirra.
Á vefnum er hægt að fletta upp
faglærðum leiðsögumönnum þar
sem þeir eru kynntir og þjónusta
þeirra. Lára Hanna Einarsdóttir
hefur umsjón með vefnum en hana
hefur lengi langað til að opna sér-
stakan vef fyrir leiðsögumenn.
„Tilgangurinn með síðunni er að
leiðsögumenn geti komið sér á
framfæri. Þeir koma úr öllum
áttum og það er erfitt fyrir ein-
staklingana sjálfa að kynna sig.
Einnig er tilgangurinn að búa til
fleiri starfstækifæri fyrir leið-
sögumenn. Til dæmis geta bíla-
leigur boðið upp á starfskrafta
þeirra fyrir viðskiptavini sína. Við
erum sannfærð um að miklu fleiri
myndu nýta sér bílaleigurnar ef
þeir fengju einhvern með sér til
að segja sér til og jafnvel keyra
með þeim,“ segir Lára Hanna, sem
starfar sjálf sem leiðsögumaður.
Vefurinn er hentugur fyrir fyr-
irtæki sem koma að ferðaþjón-
ustu, bæði erlend og íslensk, en
einnig fyrir einstaklinga. „Það er
til alls kyns leiðsögn, til dæmis
afþreyingar-, öku- og gönguleið-
sögn. Íslendingar ættu að gera
meira af því að ferðast um landið
og nýta sér þá sérfræðikunnáttu
sem leiðsögumenn búa yfir. Það er
gaman að fá að heyra þjóðsögurn-
ar sem tengjast landinu og prófa
að vera túristi í eigin landi. Einnig
geta fyrirtæki sem eru með
erlenda gesti á sínum vegum fund-
ið leiðsögumann í gegnum vefinn
til að fara í ferðir með gestina.
Leiðsögumenn eru miklir áhrifa-
valdar í íslenskri ferðaþjónustu
því þeir benda á alls kyns þjón-
ustu og afþreyingu fyrir ferða-
menn. Það eru margir möguleikar
fyrir hendi og um að gera að nýta
sér þá,“ segir Lára Hanna að
lokum.
Vefslóðin er: www.iceland-
guide.is. erlabjorg@frettabladid.is
Kynning á leið-
sögumönnum
Leiðsögumenn starfa bæði innan borgarmarka og utan.
BJÖRGUNARSVEITIR
Á HÁLENDINU
HÆTTULEG VÖÐ OG HVASST GRJÓT
Björgunarsveitin Garðar frá Húsavík
var þessa vikuna stödd norðan við
Vatnajökul. „Við erum með býsna
stórt svæði. Á þessu svæði er til
dæmis Askja, Kverkfjöll, Snæfell,
Herðubreiðarlindir, Geldingafell og
fleira. Það er mikið búið að aka,“
segir Guðbergur Ægisson björgun-
arsveitarmaður, sem fer um svæðið
ásamt Friðriki Þór Brynjarssyni á
stórum Ford Econoline á 44 tommu
dekkjum.
„Það er býsna mikið af ferðafólki
hér, á bílum, rútum, reiðhjólum
og svo gangandi.“ Þeir félagar hafa
haft í nógu að snúast enda mikið
af ferðafólki á svæðinu um þessar
mundir. „Við erum að þjónusta
ferðafólkið, vísa til vegar, aðstoða ef
bílar bila eða dekk springa. Það er
svipaður straumur hérna alla daga,
mest útlendingar, og mesti fjöldinn
er við Dreka og við Kverkfjöll,“ segir
Guðbergur en þeir félagar voru ein-
mitt á leið í útkall þegar Fréttablað-
ið hafði samband við þá.
Garðarsmenn ættu ekki að fara
framhjá neinum á stóra bílnum
sínum og Guðbergur segir ferða-
menn ekki feimna að gefa sig á
tal við þá af fyrra bragði til að fá
upplýsingar. „Það sem ferðafólk
þarf helst að passa sig á á þessu
svæði eru vöðin og svo auðvitað
vegslóðarnir, það stendur hvasst
grjót upp úr þeim hér og þar,“ segir
Guðbergur að lokum. - elí
Meðal vinsælla ferðamannastaða
norðan Vatnajökuls eru Herðubreið og
Herðubreiðalindir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Norðan
Vatnajökuls
Ekki gleyma að gera ráðstafanir vegna gæludýranna
þegar haldið er í sumarleyfi. Fáið einhvern til að gæta þeirra
eða koma reglulega heim til að líta eftir þeim.
Þessi pistill kemur úr hnjúka-
þeynum á norðausturhorninu þar
sem könnun á högum sjóbleikj-
unnar stendur yfir. Hún er tekin
að ganga í ánum allt frá Öxarfirði
að Héraðsflóa. Merkilegt hve
göngumynstrið er ólíkt: Í Brunná
í Öxarfirði sést hún ekki fyrr en í
júlí, í Lónsá í Þistilfirði kemur
hún fyrst í maí, í Hofsá sést hún
fyrst um þetta leyti, og í Fögru-
hlíðará í Héraðsflóa er hún löngu
tekin að veiðast. Í Breiðdalnum
sitja menn fyrir henni fyrst í maí.
En nú má sjá hana á öllu þessu
svæði.
Einn mesti sjóbleikjuveiði-
maður sem ég þekki er Pálmi
Gunnarsson og nutum við sam-
vista í vikunni ásamt stórri göngu
af bleikju sem var að ganga í
flottan hyl. Við fengum drauma-
veðrið. Dumbung, logn eða smá
vindgáru. Ég stóð ofarlega en
Pálmi var að góna á fugla þegar
hann sá stóran fugl gera gáru, en
sá fugl kom aldrei úr kafi aftur.
Ályktunargáfan brást ekki: Fisk-
ur! Við vorum búnir að finn‘ana.
Þarna komu hringir upp örstutt
frá landi, við máttum ekkert
vaða. Ég hugsaði með mér að nú
yrði gaman. Og það reyndist rétt.
En við veiddum ekkert! Næstu
þrjá tímana reyndum við allar
gerðir af flugum, þurrflugum,
lirfum, kúluhausum, minnstu teg-
undir sem við áttum í boxinu,
fórum niður í grennstu tauma
sem mögulegt var að þræða.
Bleikjan kom upp og tók með
smellum svo undir tók í brekkun-
um! Þær gerðu pena hringi eins
og þegar þær taka lirfu undir
yfirborði. Og þær skelltu sér á
flugu í gárunni með látum. Og
svo komu þær eins og hnísur,
með höfuðið fyrst, svo hrygginn
og loks sporðinn, og við sáum
þær snúa sér á eftir ætinu þegar
sólin hellti sólstöfum á hylinn.
Ég hef áður skrifað um dynti
bleikjunnar og á vefnum flugur.
is er heilmikill fræðilestur eftir
okkur Pálma, en það er ljóst að
stundum verður maður einfald-
lega gjörsamlega kjaftstopp. Við
játuðum okkur sigraða og um
kvöldið þegar við komum aftur
sást hvorki tangur né tetur af
fiski. Þegar þessi pistill er skrif-
aður á föstudagsmorgni er ég
nýkominn utan úr á. Frá klukkan
7-9 lægði tvisvar í eina mínútu í
hvort skipti. Annars var hífandi
hnjúkaþeyr. Um leið og lægði sá
ég bleikjur koma upp, og kastaði
þurrflugu úr rassendafjöður
andar beint á hausinn á fiskinum.
Ég tók tvær!
Bið að heilsa öllum vonglöðum
sjóbleikjuveiðimönnum og bendi
ykkur á heilræðagreinar á flug-
ur.is, það veitir sko ekki af þegar
hún er svona!
Sjóbleikjan sér um sig
Veiðisumarið
með Stefáni Jóni Hafstein
Silungsveiðin stendur nú sem hæst.
Fleiri veiðifréttir og heilræði við veiðar á www.flugur.is.
Listaborgin Berlín
EXPRESS FERÐIR BJÓÐA UPPÁ
HELGARFERÐ TIL BERLÍNAR 27. JÚLÍ
TIL 1. ÁGÚST.
Nú gefst þeim sem ekki komust á
heimsmeistaramótið í fótbolta tæki-
færi til að heimsækja Berlín helgina
27. júlí til 1. ágúst. Gist er á 4* hóteli
á hinu fræga Alexanderplatz. Boðið
upp á skoðunarferð um borg-
ina, siglingu á ánni Spree sem er
ógleymanleg upplifun að sögn þeirra
sem reynt hafa og ferð til Pots-
dam torgsins, leikvangs endaloka
seinni heimsstyrjaldarinnar. Berlín
er mikil menningar- og listaborg
með áhugaverð söfn, óperuhús og
fjölbreytt úrval tónleika. Einnig jazz
og kabarettsýningar, sem borgin er
heimsfræg fyrir allt frá tímum Mar-
lene Dietrich á millistríðs- árunum.
Potsdamer-Platz í Berlín.
Í ferðalagið
Mikið úrval af LCD flatskjám og
loftnetum tilvalið í ferðalagið.
20” LCD 12V/220)
17” LCD flatskjár með innb. DVD 12V/220V
15” LCD flatskjár með innb.
DVD 12V/220V
Aðeins örfá sæti
Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu
sætunum til Bologna og Trieste á Ítalíu
19. júlí í 2 vikur. Þú kaupir 2 flugsæti en
greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og
skelltu þér til Ítalíu eða yfir til Króatíu á
einstökum kjörum.
Verð kr. 19.990
Flugsæti báðar leiðir með sköttum,
m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð á mann.
2 fyrir 1 til
Ítalíu / Króatíu
19. júlí
frá kr. 19.990
Skemmtilegur ferðafélagi
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI