Fréttablaðið - 15.07.2006, Page 44

Fréttablaðið - 15.07.2006, Page 44
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR16 GLÓÐinn Viltu hafa hann mjóann, stuttan, sveran eða stóran? Skiptir ekki máli allur Kjörís í brauðvormi á 150kr. VISSIR ÞÚ... ...Að læknirinn Humprey Arthure fjarlægði stærsta gallstein úr manneskju, þegar hann tók 6,29 kg gallstein úr áttræðri konu á Charing Cross sjúkrahúsinu í Lond- on, 29. desember 1952? ...Að mesti mannfjöldi sem hefur í sömu andrá sett upp gleraugu, skegg og nef að hætti Groucho Marx er 937? Þettu gerðu nem- endur og kennarar við East Lansing menntaskólann í Michigan, 23. maí 2003. ...Að Indverjinn Om Prakash hefur verið lengst manna í kyrrstöðu? Hann stóð grafkyrr í 20 klst., 10 mín. og 6 sek. í Allahabad dagana 13.-14. ágúst 1997. ...Að stærsta hauskúpa sem læknisfræðilegar heimildir geta um var af fötluðum manni, en rúmmál hennar að innanverðu var 1.980 cm³? Hjá flestu fólki er hún á bilinu 950-1.800 cm³. ...Að Perúbúinn Fulvia Celica Siguas Sandoval, sem fæddist karl- maður, hefur undirgengist flestar skurðaðgerðir til að líkjast konu? Fulvia hefur farið í 64 aðgerðir en af þeim tengjast 25 þeirra andliti og hálsi hennar. ...Að Mingó, sem er af Maine coon-kattarkyni og býr í Turku á Finnlandi, mældist með lengstu veiðihár katta? Þau voru 17,4 cm þegar þau voru mæld 30. júlí 2004. ...Að Bretinn Brian Duffield sló met í hraðasta laukáti þegar hann hám- aði í sig 212 g skrældan hráan lauk á einni mínútu og 32 sekúndum? Þetta gerði hann í sjónvarpsþætti Pauls O´Grady í London Television Centre, þann 17. nóvember 2004. Lágmarksþyngd lauks er 210 g til að laukátsmet sé talið gilt. ...Að „vampyroteuthis infernatis“, sem þýðir bókstaflega vampíru- kolkrabbi frá helvíti, er hlutfallslega séð með stærstu augu í heimi? Skepnan, sem hefst að á 600 metra dýpi á hafsvæðum hitabelt- isins, verður sjaldnast lengri en 28 cm en augun verða hins vegar 2,5 cm í þvermál, sem er 1/11 af heild- arlengd dýrsins. Þetta jafngildir því að mannskepnan hefði augu á stærð við borðtennisspaða! ...Að stærsta bjórhátíð í heimi var 18. september til 15. október 1999, þegar sjö milljónir manna sóttu oktoberfest, árlega bjórhátið í München í Þýskalandi? Gestir slógu líka met í bjórdrykkju, þegar 5,8 milljónir lítra af bjór höfðu horfið ofan í þá, á tjaldsvæði sem jafnaðist að stærð á við 50 fótboltavelli. ...Að vinsælasta framleidda kvik- mynd í flokki vísindaskáldskapar, er Star Wars I: The Phantom Menace? Myndin halaði inn 60.003.893.560 kr. ...Að Barrett Christy frá Banda- ríkjunum hefur unnið flest snjóbrettaverðlaun allra kvenna á X-leikunum? Hún hefur unnið alls tíu verðlaun. München er höfuðborg Bæjaralands og stendur hún í rúmlega fimm hundruð metra hæð yfir sjávarmáli skammt frá rótum Alpanna. Í borginni búa um 1,3 milljónir manna en í heildina búa um 2,7 milljónir manna búa á svæðinu í kring- um borgina. Eftir seinna stríð var borgin, líkt og aðrar þýskar borgir, ein rjúkandi rúst. Mikil uppbygging hófst um þetta leyti í borginni og til marks um það hélt borgin sumar Ólympíuleikana árið 1972. Í tilefni af þeim var Ólympíuleikvangurinn reistur en þar til í fyrra var hann heimavöllur knattspyrnu- liðsins Bayern München. Nýr glæsilegur leikvangur sem ber nafnið Allianz hefur nú tekið við hlutverki hans. Í dag er borgin evrópsk menningarborg, miðpunktur borgarinnar er án efa hið fal- lega torg Marienplatz sem löng göngugata sem iðar af mannlífi liggur í gegnum. Ráðhús borg- arinnar gnæfir mikilfenglega yfir Marienplatz. Oktoberfest er haldið á hverju hausti í Bæjaralandi og stendur hátíðin yfir í tvær vikur. Hringekjur og bjórdrykkja eru aðalatriðin á þessari frægu hátíð. München er mjög þægileg og skemmti- leg borg á frábærum stað í Suður-Þýskalandi. BORGIN: MÜNCHEN ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is F í t o n / S Í A ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.