Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 44
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR16 GLÓÐinn Viltu hafa hann mjóann, stuttan, sveran eða stóran? Skiptir ekki máli allur Kjörís í brauðvormi á 150kr. VISSIR ÞÚ... ...Að læknirinn Humprey Arthure fjarlægði stærsta gallstein úr manneskju, þegar hann tók 6,29 kg gallstein úr áttræðri konu á Charing Cross sjúkrahúsinu í Lond- on, 29. desember 1952? ...Að mesti mannfjöldi sem hefur í sömu andrá sett upp gleraugu, skegg og nef að hætti Groucho Marx er 937? Þettu gerðu nem- endur og kennarar við East Lansing menntaskólann í Michigan, 23. maí 2003. ...Að Indverjinn Om Prakash hefur verið lengst manna í kyrrstöðu? Hann stóð grafkyrr í 20 klst., 10 mín. og 6 sek. í Allahabad dagana 13.-14. ágúst 1997. ...Að stærsta hauskúpa sem læknisfræðilegar heimildir geta um var af fötluðum manni, en rúmmál hennar að innanverðu var 1.980 cm³? Hjá flestu fólki er hún á bilinu 950-1.800 cm³. ...Að Perúbúinn Fulvia Celica Siguas Sandoval, sem fæddist karl- maður, hefur undirgengist flestar skurðaðgerðir til að líkjast konu? Fulvia hefur farið í 64 aðgerðir en af þeim tengjast 25 þeirra andliti og hálsi hennar. ...Að Mingó, sem er af Maine coon-kattarkyni og býr í Turku á Finnlandi, mældist með lengstu veiðihár katta? Þau voru 17,4 cm þegar þau voru mæld 30. júlí 2004. ...Að Bretinn Brian Duffield sló met í hraðasta laukáti þegar hann hám- aði í sig 212 g skrældan hráan lauk á einni mínútu og 32 sekúndum? Þetta gerði hann í sjónvarpsþætti Pauls O´Grady í London Television Centre, þann 17. nóvember 2004. Lágmarksþyngd lauks er 210 g til að laukátsmet sé talið gilt. ...Að „vampyroteuthis infernatis“, sem þýðir bókstaflega vampíru- kolkrabbi frá helvíti, er hlutfallslega séð með stærstu augu í heimi? Skepnan, sem hefst að á 600 metra dýpi á hafsvæðum hitabelt- isins, verður sjaldnast lengri en 28 cm en augun verða hins vegar 2,5 cm í þvermál, sem er 1/11 af heild- arlengd dýrsins. Þetta jafngildir því að mannskepnan hefði augu á stærð við borðtennisspaða! ...Að stærsta bjórhátíð í heimi var 18. september til 15. október 1999, þegar sjö milljónir manna sóttu oktoberfest, árlega bjórhátið í München í Þýskalandi? Gestir slógu líka met í bjórdrykkju, þegar 5,8 milljónir lítra af bjór höfðu horfið ofan í þá, á tjaldsvæði sem jafnaðist að stærð á við 50 fótboltavelli. ...Að vinsælasta framleidda kvik- mynd í flokki vísindaskáldskapar, er Star Wars I: The Phantom Menace? Myndin halaði inn 60.003.893.560 kr. ...Að Barrett Christy frá Banda- ríkjunum hefur unnið flest snjóbrettaverðlaun allra kvenna á X-leikunum? Hún hefur unnið alls tíu verðlaun. München er höfuðborg Bæjaralands og stendur hún í rúmlega fimm hundruð metra hæð yfir sjávarmáli skammt frá rótum Alpanna. Í borginni búa um 1,3 milljónir manna en í heildina búa um 2,7 milljónir manna búa á svæðinu í kring- um borgina. Eftir seinna stríð var borgin, líkt og aðrar þýskar borgir, ein rjúkandi rúst. Mikil uppbygging hófst um þetta leyti í borginni og til marks um það hélt borgin sumar Ólympíuleikana árið 1972. Í tilefni af þeim var Ólympíuleikvangurinn reistur en þar til í fyrra var hann heimavöllur knattspyrnu- liðsins Bayern München. Nýr glæsilegur leikvangur sem ber nafnið Allianz hefur nú tekið við hlutverki hans. Í dag er borgin evrópsk menningarborg, miðpunktur borgarinnar er án efa hið fal- lega torg Marienplatz sem löng göngugata sem iðar af mannlífi liggur í gegnum. Ráðhús borg- arinnar gnæfir mikilfenglega yfir Marienplatz. Oktoberfest er haldið á hverju hausti í Bæjaralandi og stendur hátíðin yfir í tvær vikur. Hringekjur og bjórdrykkja eru aðalatriðin á þessari frægu hátíð. München er mjög þægileg og skemmti- leg borg á frábærum stað í Suður-Þýskalandi. BORGIN: MÜNCHEN ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is F í t o n / S Í A ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.