Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 48

Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 48
Flestir hlakka mikið til að taka sumarfrí en alls ekki allir koma ánægðir til baka til vinnu að fríi loknu. Ástæður óánægjunnar geta verið ýmsar en fyrir fólk sem ekki er vant að eyða nema nokkrum klukkutímum á sólarhring með fjölskyldu sinni getur það reynst þrautin þyngri að þrauka saman með börnum og betri helmingi í heilan mánuð. Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur orðið áþreifanlega var við aukningu í viðtölum hjá sér að loknum sumar- fríum á haustin. „Margir eru von- sviknir eftir sumarfrí sem farið hefur öðruvísi en ætlað var. Fólk hefur gert sér of miklar vænting- ar og sett sér of há markmið. Mitt besta ráð til allra er mjög einfalt og það er það að byrja ekki að undirbúa samvistir við fjölskyld- una daginn áður en fara á í frí. Til þess að njóta þess að vera saman í fríi þennan eina sumarleyfismán- uð á ári þarf fólk að vera búið að rækta samskiptin sín á milli hina ellefu mánuðina á árinu. Það gildir það sama í þessu og með gamlan vin sem maður heimsækir aldrei og hringir aldrei í. Þegar manni dettur svo loks í hug að fara í heimsókn eftir langan tíma hafa menn ekkert um að tala og heim- sóknin verður bara neyðarleg. Því miður eru allt of margir sem hugsa sér að redda samskiptunum í fjöl- skyldunni í sumarfrínu en slík áform vilja oft fara á annan veg,“ segir Þórhallur. Rækta samskiptin allt árið Ef samskiptin innan fjölskyldunn- ar eru ekki góð ráðleggur Þórhall- ur fólki að gera ekki einhverjar rosalegar áætlanir sem eiga að bjarga öllu í sumarfríinu heldur frekar líta á sumarfríið sem fyrsta skrefið til þess að rækta samskipt- in við fjölskylduna betur. Undir- búningur fyrir fríið sé að sjálf- sögðu nauðsynlegur eigi það að heppnast vel. „Við erum misjöfn og höfum ólíkar þarfir og til þess þurfa fjölskyldur að taka tillit þegar sumarfríið er skipu- lagt. Það er mjög gaman ef fjöl- skyldan getur gert eitthvað saman í sumarfríinu en hver og einn verður líka að fá að sinna sínum hugðarefnum,“ segir Bjarney Kristjánsdóttir, sem rekur Fjöl- skylduráðgjöf í Lágmúla. Undir þetta tekur sálfræðingurinn Jóhann Ingi Gunnarsson, sem segir lykilinn að velheppnuðu sumarfríi vera góðan undirbún- ing. „Það er mjög mikilvægt að fólk ræði saman um hvernig það ætli að haga sumarfríinu og hvernig það ætli að uppfylla þarfir hvors annars svo sumarfríið fari ekki bara í einhverja baráttu. Fjöl- skyldumeðlimirnir eru allir með ólíkar væntingar til frísins, börnin vilja gera þetta, konan vill gera hitt og kallinn annað. Það þarf að ræða þessar ólíku þarfir og vænt- ingar hvers fyrir sig og finna út hvað fjölskyldan getur gert saman og komist að samkomulagi um,“ segir Jóhann Ingi, sem segir að með því að ræða málin fyrirfram megi koma í veg fyrir marga árekstra. Bjarney segir það oft mikinn spennuvald þegar einhver einn í fjölskyldunni er með tímafrekt áhugamál sem hann vill endalaust vera að sinna en hinir í fjölskyld- unni hafi lítinn áhuga á. Þetta getur t.d. verið veiðiskapur eða hestamennska og auðvitað vill við- komandi líka sinna þessu áhuga- máli sínu í sumarfríinu en þá sé gott ef hinn aðilinn geti fundið sér eitthvert jákvætt og uppbyggilegt áhugamál fyrir sig. Þórhallur varar fólk við að setja sér of há markmið og ætla sér of mikið í sumarfríinu því það geti bara verið ávísun á vonbrigði. „Ég man eftir einum manni sem fór á sólarströnd í þrjár vikur með allri fjölskyldunni. Þar var hann með konu og börnum en í raun og veru fannst honum hann hafa verið einn allan tímann. Það fór hver að sinna sínu þegar út var komið og samskiptamynstrið breyttist ekkert og fríið var þar af leiðandi ömurlegt.“ Þórhallur bendir á að skipulagning sumar- frísins eigi að fara eftir því hvern- ig ástandið í fjölskyldunni sé. „Ef fólk hefur verið duglegt við að rækta samskiptin allt árið kemur sumarfrísplanið af sjálfu sér. En ef fjölskyldan hefur ekkert verið saman verður fólk að passa sig á því að setja sér raunhæf markmið og ekki ætla að bjarga öllu á einni viku.“ Mismunandi frí fyrir mismunandi fólk En hverskonar sumarfrí er best að taka? Hvernig nær maður best að slaka á og njóta frísins? Er það á sólarströnd með tærnar upp í loft, er það í líkamlega erfiðum göngu- túrum eða á maður kannski bara að vera heima og lesa góða bók? „Það getur vissulega verið mjög notalegt að fara í sólarlanda- ferð en fyrir mjög virkan einstakl- ing er ekki víst að það passi honum svo vel. Honum hentar kannski betur að fara í gönguferð um Alpana eða í golfferð þar sem hann er meira á hreyfingu. Ég held sjálfur að best sé að blanda saman hreyfingu og afslöppun. Það er nauðsynlegt að fólk gefi sér líka leyfi til þess að gera ekki neitt og setjist niður í klukkutíma og sé ekki á tauginni yfir því að það sé að missa af einhverju eða gleyma einhverju,“ segir Jóhann Ingi, sem hefur pælt mikið í streitufræð- um. Að hans sögn er líka mjög mikilvægt að taka sér sumarfrí í minnst tvær vikur samfellt. „Ég starfaði sem fararstjóri erlendis í gamla daga þegar ég var í sálfræðinám- inu og þá tók ég fljótt eftir því að það tók fólk alltaf eina viku að vinda ofan af sér. Þeir sem voru bara í fríi í eina viku náðu sér aldrei á strik á meðan þeir sem voru lengur í fríi náðu að slaka á á annarri vikunni. Allt of margir búta fríið sitt of mikið niður og ná þannig aldrei að vinda ofan af sér og því mæli ég með þvi að fólk taki a.m.k. tvær vikur í samfellt frí svo það nái að endurnýja starfs- orkuna og hlaða batteríin almenni- lega.“ Jóhann Ingi ráðleggur fólki líka að reyna að klippa á allar vinnuskyldur í fríinu eigi eitthvað gagn að vera að því. „Margir gera sig ómissandi á vinnustaðnum og það liggur við að þeir þurfi að fara burt af svæðinu sem þeir búa á, hvort sem það er innanlands eða erlendis, til þess bara að geta bitið sig frá vinnunni. Vinnusemi og samviskusemi er svo rík í okkur og menn eru farnir að bjarga alls- konar hlutum ef þeir eru á svæð- inu þó þeir séu í fríi.“ Þunglyndi eftir sumarfrí Þegar komið er aftur til vinnu eftir sumarfrí finna margir til tómleika, tilgangsleysis og jafnvel þunglyndis. Jóhann Ingi segir þessar tilfinningar ekki vera óeðli- legar. „Þegar fjölskyldan er búin að vera svona mikið saman í langan tíma finnur fólk oft hvað nándin er mikilvæg og því getur það gerst þegar fólk kemur í vinnu eftir jól eða frí að það finni til söknuðar yfir því að vera saman með fjölskyldunni. Lífsbaráttan hefst aftur og fjölskyldan er á fullu frá morgni til kvölds. Ég held samt að flestir þeir sem fara í frí og leyfi sér að njóta frísins hlakki bara til þess að byrja aftur í vinnunni og komi tilbaka fullir af starfsorku og vilja til að láta gott af sér leiða. Þetta er eins og þegar maður var að byrja í skól- anum á haustin, það var smá kvíði í byrjun en þegar maður var síðan byrjaður þá var þrælgaman að hitta alla skólafélagana aftur enda var maður orðinn hálf leiður í lok sumars.“ Jóhann Ingi bendir einnig á að sumarfríið geti verið ágætis tími til að endurmeta lífið og hvað sé fólki mikilvægt og spyrja sig öðru hvoru að því hvort það sé að lifa til að vinna eða vinna til að lifa. Þórhallur prestur minnir fólk líka á mikilvægi hversdagsleikans og á það að Lína Langsokkur vildi byrja í skóla til þess að hún gæti fengið jólafrí. „Það er ekkert gaman að eiga frí ef maður á ekki hverdaginn. Þessi daglega rútína er öllum góð, ekki síst börnunum og unglingunum, og því finnst mörgum gott að koma heim úr frí- inu en auðvitað er þettta mismun- andi. Menn ættu að tileinka sér Línu Langsokks hugsunarháttinn og nota hverdaginn meira til að undirbúa fríið, því ef þú átt alltaf frí þá er ekkert gaman að fá frí og það var jú þess vegna sem Lína vildi byrja í skóla.“ ■ FIMM GÓÐ RÁÐ FYRIR SUMARFRÍIÐ 1. Ekki halda að eitt sumarfrí geti bjargað lélegu fjölskyldulífi. Það þarf að sinna fjölskyldunni allt árið, ekki bara í sumarfríinu. Byggðu því upp grunn að góðu sumarfríi með góðum samskiptum við fjölskylduna allt árið. 2. Skipuleggið sumarfríið og takið tillit til þarfa og væntinga allra í fjölskyldunni. Gerið plan yfir hvað þið ætlið að gera saman og hvað þið ætlið að gera í sitthvoru lagi. 3. Takið a.m.k. tvær vikur af sumarfríinu samfellt í stað þess að slíta allt fríið upp. Það tekur alltaf viku að vinda ofan af sér. 4. Ef þú ert ómissandi í vinnunni, reyndu að slíta tengslin við vinnustaðinn í fríinu og farðu þangað sem ekki næst í þig. 5. Veldu þér sumarfrí við hæfi. Að liggja á sólarströnd með tærnar upp í loft er til dæmis ekki besta sumarfríið fyrir mjög virka persónu. 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR32 Sól í sinni í sumarfríinu ÁLAGSTÍMI Það getur reynt á þolrifin að vera heilan mánuð í sumarfríi með fjölskyldunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES „Til þess að njóta þess að vera saman í fríi þennan eina sumarleyfismánuð á ári þarf fólk að vera búið að rækta samskiptin sín á milli hina ellefu mánuðina á árinu. Það gildir það sama í þessu og með gamlan vin sem maður heim- sækir aldrei og hringir aldrei í. Þegar manni dettur svo loks í hug að fara í heimsókn eftir langan tíma hafa menn ekkert um að tala og heimsóknin verður bara neyðarleg.“ Sumarfrí með fjölskyldunni er í hugum flestra gleðilegur tími en getur þó breyst í andhverfu sína haldi menn ekki rétt á spilunum. Snæfríður Ingadóttir fékk nokkra sérfræðinga til að gefa sér uppskrift að ánægjulegu sumarfríi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.