Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 50

Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 50
50 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR KAFFIBARINN Kaffibarinn er í allt að því organísku húsnæði sem virðist stundum svitna af sjálfsdáðum. En þessi skemmtilegi þröngi bar hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og meira að segja Íslandsvinurinn Damon Albarn heillaðist svo af staðnum að hann keypti 1 prósent í staðnum. Hann er af svipuðum toga og Sirkus því þar spila öllu jafna sömu plötusnúðar. Hverjir? Fastagestir á Kaffibarnum eru tónlistarfólk, leikarar og nemar í Listaháskólanum en aldursbil gesta er milli 20-30 ára. Baltasar Kormákur er oftar en ekki með einhverja fræga upp á arminn og ef Hollywood-stjörnur koma til landsins verður Kaffibarinn fyrir valinu. TónlistinÁrni Einar, Gísli Galdur og Balli eru helstu plötusnúðar staðarins ásamt Dj Lazer og Magga Legó.DrykkurinnBjórinn er án efa vinsælasti drykkurinn á barnum en drykkurinn Amazing, sem í er vodka cranberry, sprite og lime, hefur vakið mikla lukku hjá kvenþjóðinni. OLIVER Fyrir utan Oliver eru alltaf raðir og það er einkennandi fyrir staðinn að væn og feit VIP röð inniheldur oft fólk sem enginn veit haus né sporð á. Þetta er líka eini staðurinn sem hefur byggt gler yfir röðina til að hlífa gestum sínum. Þegar inn er komið er þröng á þingi og þá sérstaklega á dansgólfinu, þar sem mikil stemning ríkir. Þeir sem vilja taka nokkur spor eru á réttum stað á Oliver. Nái maður borði er skemmtilegt að sitja allt kvöldið og fylgjast með selebbunum sem oft flykkjast á svæðið en staðurinn er ekki sá best hannaði í heimi því efri hæðin er eins og gufubað og rýmið lítið. Hverjir? Þarna kemur saman fólk sem stundaði Rex og Hverfisbarinn þegar þeir staðir voru upp á sitt besta, í bland við pöpulinn. Sem sagt frægir og „wannabe“ frægir, öll Landsbankadeildin eins og hún leggur sig, sjónvarpsfólk og stöku fyrirmenni úr stjórnmálum og atvinnulífinu. Þarna má til dæmis sjá Eið Smára þegar hann er á landinu, Nylon-stelpurnar, Ragnheiði Guðfinnu, Dóru Takefusa, Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, strákana úr Strákunum sálugu, Höllu Vilhjálmsdóttur og Þorvald Davíð. Tónlistin Dj Jói, Dj Daði, og dj parið Suzy og Elvis sjá oft um stemninguna á Oliver en tónlistin er skemmtileg blanda af klassíkerum undanfarinna áratuga og nýjustu popptónlistinni í bland við smá elektróník. Drykkurinn Mojito er vinsælasti drykkurinn bæði meðal karla og kvenna, á kostnað Breezer drykkju sem fer minnkandi. Kokteilar á borð við Cosmopolitan eru að sækja í sig veðrið meðal Oliver-gesta. VEGAMÓT Á Vegamótum er að finna fólk á aldursbilinu 22-30 og er það einkennandi fyrir hópinn að konurnar eru flottar en karlmennirnir eiga það til að vera heldur sveittir og sjúskaðir, að undanskildum selebbunum. Dansgólfið rúmar um það bil tíu manns en það skapar þeim mun þéttari stemningu. Hverjir? Nokkuð oft hefur sést til Eiðs Smára Guðnasonar á Vegamótum þegar hann er á landinu. Einnig má sjá Krumma í Mínus og systur hans Svölu Björgvinsdóttur. Ragnhildur Gísla og Dóra Takefusa líta stundum við og Kolbrún Pálína fyrirsæta. Afgreiðsludömur úr tískuverslunum bæjarins fjölmenna ásamt ungum fyrirsætum sem hafa gert garðinn frægan í Ford, þar á meðal Matthildur Ford stelpa. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir kíkja af og til á Vegamót. Tónlistin Á Vegamótum er helst spilað hip hop og R&B í bland við aðrar tónlistar- stefnur. Fílíngurinn á dansgólfinu er því töluvert öðruvísi en á Oliver eða Hverfisbarnum og fólkið sömuleiðis. Dj. Sóley, Dj. Dóri og Adda og Edda spila á Vegamótum. Drykkirnir Vinsælustu drykkirnir á staðnum eru gin í tónik og bjór, að sögn eiganda staðarins. BARINN Barinn er ein nýjasta viðbótin í skemmtanaflórunni. Staðurinn er stór og rúmar frekar marga en það er kannski hans helsta vandamál enn sem komið er. Fyrsta hæðin stílar augljóslega á „hipstera“ lið bæjarins og tekst það býsna vel. Á annarri hæðinni er eins og komið sé inn á allt annan skemmtistað, andrúmsloftið er mun poppaðra og fólkið yngra. Partílögin mynda hopp stemmingu á dansgólfinu og svitinn lekur af fólki. Það verður að segjast að þessir hópar blandast frekar illa í stiganum við dyrnar og úr verður grautur af fólki sem erfitt er að átta sig á. Barinn mun þó vafalaust mótast mikið á næstu mánuðum. Hverjir? Staðurinn virðist höfða til alls konar fólks enn sem komið er. Björk Guðmundsdóttir er ein fárra stjarna sem hafa kíkt á Barinn. Tónlistin Tónlistin er töff og hafa plötusnúðar á borð við Gísla Galdur og Magga Legó spilað á neðri hæðinni undan- farnar helgar. Vinsælast á barnum Eins og fjölbreytileiki gestanna á Barnum gefur til kynna eru allir drykkir kúl á staðnum. ÖLSTOFAN Vinalegur en reykmettaður andi svífur yfir vötnum á Ölstofu Kormáks og Skjaldar við Vegamótastíg, sem hefur verið athvarf lista- manna, rithöfunda, fjölmiðlunga og ungpólitíkusa undanfarið hálft fjórða ár. Aldursdreifingin er mikil þótt óalgengt sé að nokkur undir 25 ára aldri læðist þar inn. Loftræstingin er Akkilesarhæll Ölstofunn- ar og er reykjarsvælan þar inni stundum svo mikil að hún er allt að því saðsöm. Straumur gesta á staðinn bendir þó til að stemningin bæti það upp. Fimmtudagskvöld eru að margra mati bestu kvöld vikunnar á Ölstofunni. Þá er yfirleitt hægt að fá sæti og ef það myndast biðröð fyrir utan gengur yfirleitt hratt á hana. Hverjir? Fréttastofa RÚV, NFS og blaðamenn borgarinnar fjölmenna á Ölstofuna. Einnig mæta á staðinn Hilmir Snær leikari, Ari Alexander kvikmyndagerðarmaður, Eyrún Magnúsdóttir úr Kastljósinu, Borgar Þór Einarsson formaður SUS, Einar Kárason, Silja Hauksdóttir, Guð- jón Bjarnason arkitekt, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir alþingismaður. Vinsælast á barnum Aðall staðarins er viðkunnalegir barþjónar sem taka gestum alltaf vel og muna hvaða tegund fastakúnnarnir drekka, sem er reyndar í flestum tilfellum bjór og léttvín. Bjórinn kostar ekki nema 500 krónur, sem er til eftirbreytni. Tónlistin Tónlist var lengi vel talin óþörf á Ölstofunni, þar sem gestirnir eru fyrst og fremst fólk orðsins og mætt til að fá sér drykk og spjalla saman. Í seinni tíð hefur þó verið tekið upp á því að leika þar tónlist við misjafnar undirtektir. PRIKIÐ Prikið er rótgróið kaffihús og vinsæll skemmtistaður um helgar. Staðurinn hefur verið nokkuð fastmótaður síðastliðin ár. Stemningin á Prikinu er sveitt og loftið á efri hæðinni er reykmettað. Við barinn á neðri hæðinni má sjá sömu andlitin aftur og aftur. Hverjir? Meðalaldurinn á Prikinu hefur greinilega lækkað upp á síðkastið og er hann núna hvor sínu megin við tvítugt. Þeir einstakl- ingar sem hafa haft sig mest frammi í íslensku hip hop senunni síðustu ár eru algengir gestir á Prikinu, má þar nefna Dóra DNA og Danna Deluxe. Tónlistin Hip hop hefur lengi verið ráðandi á staðnum og sjá plötusnúðar á borð við DJ B-Ruff og Gísla Galdur oft um tónlistina. Drykkurinn? Priksmenn drekka bjór og vodka í Burn, sem er orkudrykkur. Vinsælir skemmtistaðir falla fljótt í gleymsku og nýir staðir spretta upp eins og gorkúlur. Litlar breytingar hafa orðið á djammstaða- markaðnum undanfarið en nokkrir nýir staðir verða opnaðir með haustinu. Þangað til er nóg af gömlum og góðum börum til að eyða sumarnóttunum á og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hverful frægð skemmtistaðanna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.