Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 56

Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 56
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR40 menning@frettabladid.is ! > Ekki missa af... sýningum Bjarkar Guðnadótt- ur, Daníels Magnússonar og Hildar Bjarnadóttur sem verða opnaðar í Nýlistasafninu á Laugavegi í dag kl. 17. stofutónleikum Sigrúnar Eðvaldsdóttur fiðluleikara á Gljúfrasteini á morgun. Tónlist Bachs mun óma í fallegu og sögulegu umhverfi í Mosfells- bænum kl. 16. döffleiksýningunni This Side Up frá Singapúr sem verður sýnd í Tjarnarbíói kl. 20.30 annað kvöld. Sýningin er hluti af alþjóðlegri döff-leiklistarhátíð sem haldin var á Akureyri. Kl. 19.30 Fjöllistamennirnir í Gelitin-lista- hópnum verða með gjörning við opnun sýningar sinnar í Kling & Bang á Laugavegi. Þátttakend- urnir leggja upp frá Hlemmi á hestum og ríða niður Laugaveg- inn. Gjörningurinn varir síðan um ótilgreindan tíma svo það er um að gera að kíkja við í galleríinu síðar um kvöldið. Annað ´90-partí sumarsins verður haldið á Bar 11 í kvöld en forkólfar þess eru plötusnúðarnir DJ Curver og DJ Kiki-Ow. Yfirskrift kvöldsins er „No Limits“ sem vísar til ódauðlegrar lagasmíðar hljómsveitarinnar 2Unlimited sem gerði garðinn frægan á árunum sem sumir vildu gleyma en nú er kominn tími til að minnast. Gífurleg stemning myndaðist á skemmtistaðnum Bar 11 þegar fyrra ´90-kvöldið var haldið nú í sumar og komust þá færri að en vildu. Tónlist og tíska frá tíunda áratugnum á nú upp á pallborðið á ný og segir í fréttatilkynningu skipuleggjendanna að nú vaði þessi músík uppi á meginlandinu, einkum í Þýskalandi, og er rætt um endurkomu menningarfyrirbrigðisins „reif“ sem á sínum tíma vakti óhug foreldra en umtalsverða kát- ínu ungmenna. Hvetja skipuleggjendurnir til þess að fólk klæði sig eftir tilefninu og dragi fram „stüssy“- klæðnaðinn, samfestingana og hvítu gallabuxurnar auk nauðsynlegra fylgihluta á borð við glósprota, flautur og hanska sem máski geta hjálpað fólki að komast í rétta gírinn. Nostalgían hefst formlega á miðnætti og varir eitthvað út í íslensku sumarnóttina. Aðgangur er ókeypis. DJ KIKI-OW OG DJ CURVER Spila Dr. Albarn og Delight, Haddaway og 2Unlimited á annarri ´90-samkomu sumarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hvar er Haddaway? Tríóið Þremenningasambandið heldur lokatónleika sína í Nor- ræna húsinu í dag kl. 16 undir yfir- skriftinni „Fyrirgefið samtíning- inn“ en á tónleikunum verður boðið upp á samtíning sumarsins í tónum og heimabökuðu góðgæti. Þremenningasambandið er klassískur tónlistarhópur sem starfaði á vegum Hins hússins í sumar sem hluti af verkefninu Skapandi sumarstörf. Tríóið er skipað þremur stúlkum á nítjánda ári, Arngunni Árnadóttur sem leikur á klarinettu, Ástu Maríu Kjartansdóttur sellóleikara og Höllu Oddnýju Magnúsdóttur píanóleikara. Á efnisskrá kvöldsins eru Kyrrðardansar eftir Þorkel Sigur- björnsson, fyrsti kafli úr Píanó- sónötu KV 330 í C-Dúr eftir Wolf- gang Amadeus Mozart, Hyldýpi fuglanna úr Kvartett fyrir enda- lok tímans eftir Olivier Messiaen, Allemande og Courante úr Selló- svítu nr. 2 eftir Johann Sebastian Bach og Tríó Op. 11 „Gassenhau- er“ eftir Ludwig van Beethoven. Aðgangur er ókeypis. Sumarlegar kveðjur ÞREMENNINGASAMBANDIÐ LEIKUR KLASS- ÍSKAN SAMTÍNING Síðasta tækifærið til að heyra stöllurnar leika saman í bili. Rúmenska tónskáldið Doina Rotaru er stödd hér á landi en tónlist hennar er á dag- skrá í þriðja hluta Sumar- tónleika Skálholtskirkju. Verkin, sem flutt verða af Caput-hópnum, nefnast Klukkur, Prana-aparnir, og Japanskur garður. Þetta er fyrsta í sinn sem Doina Rotaru heimsækir Ísland en hún hefur dvalið hér í viku og segist heilluð bæði af landi og þjóð. „Þótt þetta sé í fyrsta sinn sem ég sæki Ísland heim þá hefur tónlist- in mín áður verið leikin í Skál- holti. Fyrir þá tónleika samdi ég ákveðið tónverk en ég reyni ávallt að tengja tónlist mína við altæk tákn, sammannlegar stemmingar eða heimspeki sem hefur almenna tilvísun. Táknið verður hugmynd af verki og þessi hugmynd getur af sér bygginguna, hryn, hending- ar, form og tjáningu verksins. Þessi einkenni sjást best á nafn- gift sumra verka minna eins og Spiralis Circle, Magic Circles Shadows, Wings of Light og Tempo di fumo.“ Doina undirstrikar að hún sæki einnig áhrif sín í tónsmíðum til fornrar rúmenskrar alþýðu- tónlistar. „Reyndar merkir nafn mitt gömul rúmensk þjóðlög, svo það liggur nánast beint við að ég sæki áhrif mín í tónsmíðum þang- að. Þessi forna þjóðlagatónlist lýsir fortíðarþrá og vekur með manni angurværð og þjáningar- fulla depurð.“ Nýir og gamlir straumar Tónsmíðar sínar segir Doina ekki markast af einni tegund áhrifa heldur fléttist þar saman bæði gamlir straumar og nýir. „Þú finnur ýmsa strauma í tónlist minni en sú tegund heimspeki sem einna helst hefur haft áhrif á tónsmíðar mínar er kínversk, indversk og japönsk heimspeki. Verk mitt, Prana-aparnir, sem verður flutt í Skálholti vísar til að mynda í orku öndunarinnar í indverskri heimspeki og Japanski garðurinn er verk sem er innblás- ið af hugmyndafræði zen- búddisma. Hið gamla og nýja á hvort tveggja vísan stað í verkum mínum.“ Kolbeinn Bjarnason flautuleik- ari er meðlimur í Caput-hópnum en hann kynntist verkum Doina Rotaru fyrir sex árum þegar hann var á tónleikaferðalagi í Japan. „Mig langaði til að spila einhverja tónlist eftir aðra en japönsk tón- skáld og fór þess á leit við jap- anska félaga mína að mæla með einhverjum öðrum. Þeir voru tregir til þess í byrjun, en á end- anum mæltu þeir með tónverkum Doinu, sem þeir tjáðu mér að væru hreint stórkostleg.“ Síðar var upp- taka af tónleikum sem Kolbeinn hélt í Tókýó, þar sem hann spilaði verk eftir Doina, send til hennar en í framhaldinu óskaði hún eftir samstarfi. „Hún setti sig strax í samband við mig og stóð fyrir því að ég hélt tónleika í Rúmeníu. Caput-hópurinn sótti Rúmeníu einnig heim í boði Tónskáldafé- lags Rúmeníu, en Sigurður Hall- dórsson, listrænn stjórnandi Sum- artónleikanna í Skálholti, var þá með í för og að hans frumkvæði var ákveðið að bjóða Doina Rot- aru hingað.“ Engin sígaunatónlist Þegar Kolbeinn er beðinn um að lýsa tónlist Doinu tekur hann fram að ekki sé beinlínis unnt að lýsa henni sem þjóðlagatónlist. „Það er ekki eins og um einhvers konar sígaunatónlist sé að ræða og í raun ekki hægt að kalla tónlist hennar þjóðlega. Doina sækir fremur klisjur og andrúmsloft úr mjög gamalli rúmenskri þjóðlagahefð og umbreytir því í tónsmíðum sínum.“ Kolbeinn segir Doinu kafa svo djúpt í rúmensku þjóðar- sálina að í raun séu verk hennar aftur orðin alþjóðleg. „Þetta er eins og sagt er með Bjart í Sumar- húsum, að hann sé svo íslenskur að allir skilji hann í öllum löndum. Fólk getur fundið sameiginlega tengingu í hinu þjóðlega, landa á milli. Japanar urðu til dæmis heillaðir af tónlist Doinu vegna þess að þeir fundu í henni jap- anskan hljóm. Ef maður kafar nógu djúpt þá má finna tengingar á milli alþýðutónlistar hvaðanæva að,“ segir Kolbeinn. „Tónlist Doinu verður hins vegar best lýst sem göldróttri, en það sem hún leitast við að gera er að skapa dálítið forneskjulegar stemmingar í tónverkum sínum.“ Kolbeinn segir það einstaklega auðvelt að spila tónlist Doinu Rot- aru því hún sé bæði rétt samin og svo áhrifarík að þeir sem hana flytji berist einfaldlega með henni áreynslulaust. Þriðji hluti Sumartónleikanna í Skálholti fer fram dagana 13.-16. júlí. Nánari upplýsingar um tón- leikana er að finna á vefsíðunni www.sumartonleikar.is. bryndisbjarna@frettabladid.is KOLBEINN BJARNASON FLAUTULEIKARI Hefur átt farsælt samstarf með tónskáldinu Doinu Rotaru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÓNSKÁLDIÐ DOINA ROTARU Tengir tónlist sína við altæk tákn og sammannlegar stemmingar. Göldróttir sumartónleikar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.