Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 63
V I N N I N G A R V E R ÐA A F H E N D I R H J Á BT S M Á R A L I N D. KÓ PAVO G I . M E Ð Þ V Í A Ð TA K A Þ ÁT T E R T U KO M I N N Í S M S K LÚ B B. 9 9 K R / S K E YT I Ð. S E N D U S M S S K E YT I Ð J A S M F Á N Ú M E R I Ð 1 9 0 0 O G Þ Ú G Æ T I R U N N I Ð M I ÐA F YR I R T VO. V I N N I N G A R E R U B Í Ó M IÐA R F YR I R T VO * DV D M YN D I R TÖ LV U L E I K I R VA R N I N G U R T E N G D U R M YN D I N N I O G M A R G T F L E I R A 9. HVE R VIN NUR ! Tónleikadagskrá Sigur Rósar á Íslandi er nú óðum að taka á sig mynd. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júnímánaðar leikur sveitin á stórtónleikum á Miklatúni 30. júlí næstkomandi. Þeir tónleikar verða opnir öllum og ókeypis er inn. Aðrir stórir útitónleikar verða svo haldnir í Ásbyrgi 6. ágúst, um verslunar- mannahelgina, og verður ókeypis inn á þá. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu hyggjast liðsmenn Sigur Rósar leika á átta eða níu tónleikum alls hérlendis í ágúst. Ekki hafa enn verið gefnar upp staðsetningar eða tímasetningar á hinum tónleikunum. Á fréttasíðu Sigur Rósar kemur þó fram að vísbendingar um það verði að finna á stórtónleikunum á Mikla- túni. Allir tónleikarnir verða tekn- ir upp fyrir útgáfu á DVD-diski með Sigur Rós. Liðsmenn Sigur Rósar ljúka yfirferð sinni um tónlistarhátíðir í Evrópu með tónleikum í Portú- gal annað kvöld. Þeir snúa því aftur til Íslands í byrjun vikunnar og þá ættu frekari tíðindi af tón- leikunum að berast. Sigur Rós leikur í Ásbyrgi SIGUR RÓS Jónsi og félagar leika á fjölda tónleika hérlendis í lok júli og ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Hljómsveitin Baggalútur hefur sent frá sér nýtt lag, Allt fyrir mig, sem Björg- vin Halldórsson syngur, en það verður á nýju plötunni þeirra, Aparnir í Eden. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Guðmund Pálsson um lag sem er hálfgerður ómagi. Baggalútur sló í gegn á síðasta ári með plötunni Pabbi þarf að vinna en þar léku þeir köntrítónlist eins og sannir Nashville-búar. Eftir þessar vinsældir lögðust félagarn- ir í dvala og íhuguðu hvernig þeir gætu mögulega bryddað upp á ein- hverjum nýjungum enda kom það ekki til greina að hjakka í sama farinu. Hawaii-hljóðfærið ukulele hafði heillað þá um nokkurt skeið og því var ákveðið að blanda því saman við köntríið sem þeir höfðu náð góðum árangri með. Nýja lagið, Allt fyrir mig, stingur reyndar í stúf við það sem koma skal á nýju plötunni en þegar Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Pálssyni, liðsmanni Baggalúts, var hann nýkominn frá Króatíu þar sem hann hafði verið að sleikja sól- ina ásamt fjölskyldu í viku. „Lagið hefði í raun átt að vera á síðustu plötu, það er hálfgert uppgjör við hana,“ útskýrir hann. „Þegar ljóst var að Björgvin hefði ákveðið að taka sönginn að sér kom hins vegar aldrei neitt annað til greina en að hafa lagið svona,“ bætir hann við. Hljómsveitin nýtur liðsinnis tveggja blástursleikara frá Nas- hville en Allt fyrir mig var tekið upp á fjórum stöðum. „Lagið sjálft var tekið upp í Geimsteini, Björg- vin söng í Sýrlandi, blásturshljóð- færin voru hljóðrituð í Omni Sound Studios í Nashville en önnur umhverfishljóð voru síðan tekin upp í Félagsheimilinu á Flúðum,“ segir Guðmundur sem lýsir laginu sem hálendisköntríslagara. „Það er einhvern veginn hægt að heyra í vindinum án þess að hann sé þar, lagið er með eyðimerkurbrag og hálendið er jú okkar eyðimörk.“ útskýrir Guðmundur sem sparaði ekki stóru orðin um hæfileika Björgvins Halldórssonar. „Björg- vin hafði ákaflega lítið fyrir þessu,“ segir Guðmundur en stórsöngvar- inn minnir óneitanlega á Johnny Cash í laginu. „Björgvin er enda á svipuðum stalli hjá okkur og Cash í Bandaríkjunum.“ - fgg Uppgjör við síðustu plötu JOHNNY CASH ÍSLANDS? Björgvin Hall- dórsson syngur nýja lag Baggalúts og þykir minna á sjálfan Johnny Cash. NÝTT LAG KOMIÐ Baggalútur hefur sent frá sér nýtt lag sem verður að finna á nýrri plötu en hún er væntanleg á næstu dögum. Í kvöld munu taktfastir elektró tónar hljóma í portinu á bak við Loftkastalann. Þeir Róbert Aron Magnússon, betur þekktur sem Robbi Chronic, og Halldór Gunn- laugsson standa fyrir þessum við- burði og hafa fengið til liðs við sig Smirnoff sem mun sjá gestum fyrir drykkjum allt kvöldið. Í kvöld mun franski plötusnúð- urinn Dj Jerry koma fram en hann er frá Kitsunjé-útgáfunni sem er ein sú stærsta og vinsælasta í dans- tónlistargeiranum um þessar mund- ir. Einnig munu Dj AlfonsX, Dj CasaNova og Steed Lord koma fram. „Planið er að halda svona partí með reglulegu millibili og vera alltaf með það nýjasta og ferskasta úr tónlistarheiminum þá stundina,“ segir Róbert og bætir því við að þeir félagarnir séu með margt annað skemmtilegt í burðar- liðnum fyrir haustið. Partíið hefst kl. 21 og stendur til kl. 1 eftir mið- nætti. Boðsmiða þarf til að komast inn en hægt er að nálgast miða á www.myspace.com/smirnoff101 og senda þeim skilaboð. Franskt elektró ROBBI CRONIC Heldur partí í kvöld þar sem franski plötusnúðurinn Dj Jerry spilar taktfasta elektró tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI *SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU. MYND OG HLJÓÐ SAMBÍÓIN SÍMI: 575-8900 www.sambioin.is SUPERMAN RETURNS SUPERMAN RETURNS VIP THE BREAK UP THE FAST AND THE FURIOUS 3 BÍLAR ísl. tal CARS enskt tal SHE´S THE MAN KL. 12:40-1:40-3:50-4:50-7-8 10:10-11:10 KL. 1:40-4:50-8-11:10 KL. 3:50-6-8-8:15-10:20-10:30 KL. 8-10:20 KL. 12:30-1-3-5:30 KL. 1-3:30 KL. 6 B.I. 10 B.I. 12 SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP BÍLAR ísl. tal KL. 2-5-8-11 KL. 8-10:10 KL. 2-5 B.I. 10 * SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP BÍLAR ísl. tal KL. 1-2-4-6-8-10-11:10 KL. 8:20-10:30 KL. 1-3:30-6 B.I. 10 SUPERMAN RETURNS THE BREAK UP THE LAKE HOUSE CARS enskt tal BÍLAR ísl. tal KEEPING MUM POSEIDON KL. 2:50-5:50-9-10:40 KL. 3:45-6-8:15-10:40 KL. 3:45-6-8:15-10:30 KL. 8:15 KL. 3:30-5:50 KL. 3:45-6-8:15 KL. 10:30 B.I. 10 B.I. 12 B.I. 14 SUPERMAN RETURNS FAST & THE FURIOUS 3 THE LAKE HOUSE BÍLAR KL. 2-5-8-11 KL. 5 KL. 8-10:10 KL. 2 B.I. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.