Fréttablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 64
48 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Handboltaforysta
heimsins var samankomin í Berlín
í Þýskalandi í gær þar sem dregið
var í riðla fyrir heimsmeistara-
keppnina í handbolta sem fer fram
í Þýskalandi snemma á næsta ári.
Ísland var í öðrum styrkleika-
flokki en dregið var í sex fjögurra
liða riðla. Frakkland, Úkraína og
Ástralía eru í B-riðli ásamt Íslandi
en fyrstnefnda þjóðin varð Evr-
ópumeistari í Sviss nú fyrr á
árinu.
„Ég er mjög sáttur við þetta.
Frakkar eru með frábært lið og
Úkraínumenn eru einnig sterkir,“
sagði Alfreð Gíslason landsliðs-
þjálfari eftir dráttinn í gær en
hann ásamt Einari Þorvarðarsyni,
framkvæmdastjóra HSÍ, var í
Berlín. „Fyrirfram átti ég mér
engan sérstakan óskamótherja en
riðillinn er vissulega sterkur. Við
ætlum okkur þó að fara áfram og
við eigum möguleika gegn öllum
þessum stórþjóðum, líka Frökk-
um.“
Eins og venja er fengu gest-
gjafarnir að velja sér riðil áður en
hin liðin í 1. styrkleikaflokki voru
dregin úr hattinum en Þjóðverjar
völdu að fara í C-riðil þar sem
fyrir voru Pólland, Brasilía og
Argentína. Ef Ísland verður eitt
tveggja liða sem kemst áfram úr
sínum riðli mun liðið mæta efstu
liðunum úr A- og C-riðli. A-riðill-
inn er fyrirfram einn sá veikasti á
mótinu en þar leika lið Túnis, Sló-
veníu, Kúvæts og Grænlands.
Ekki hefur enn verið ákveðið í
hvaða borgum riðlarnir munu
verða en Einar reiknar fastlega
með því að Magdeburg verði fyrir
valinu fyrir íslenska riðilinn. „Það
kæmi alls ekki á óvart. Það væri
bæði gott fyrir þýska sambandið
og framkvæmdaraðila mótsins
enda þekkja handboltamenn vel til
margra franskra og íslenskra
handboltaleikmanna sem leikið
hafa með Magdeburg undanfarin
ár.“
Mótið hefst þann 19. janúar
næstkomandi og lýkur þann 4.
febrúar. Ef Ísland kemst áfram
upp úr sínum riðli og verður eitt
fjögurra efstu liða í sex liða milli-
riðlinum mun það leika tíu leiki á
mótinu. Efstu sjö liðin á mótinu
munu svo eiga möguleika til að
vinna sér sæti á ólympíuleikunum
2008. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
EVRÓPUMEISTARAR Frakkar fögnuðu sigri á EM í Sviss fyrr á árinu. NORDIC PHOTOS/AFP
Ísland í riðli með Evrópu-
meisturum Frakklands
Í gær var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem fer fram í
Þýskalandi á næsta ári. Ísland verður í B-riðli ásamt Frakklandi, Úkraínu og
Ástralíu. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari er ánægður með dráttinn.
RIÐLARNIR Á HM
A-RIÐILL
TÚNIS, SLÓVENÍA, KÚVÆT, GRÆNLAND.
B-RIÐILL
FRAKKLAND, ÍSLAND, ÚKRAÍNA, ÁSTRALÍA.
C-RIÐILL
ÞÝSKALAND, PÓLLAND, BRASILÍA, ARGENT-
ÍNA.
D-RIÐILL
SPÁNN, TÉKKLAND, EGYPTALAND, KATAR.
E-RIÐILL
DANMÖRK, NOREGUR, UNGVERJALAND,
ANGÓLA.
F-RIÐILL
KRÓATÍA, RÚSSLAND, MAROKKÓ, SUÐUR-
KÓREA.
FÓTBOLTI Horacio Elizondo, arg-
entínski dómarinn sem gaf Zine-
dine Zidane rautt spjald í úrslita-
leik HM, er ánægður með eigin
frammistöðu í leiknum og segir
að hann geti ekki leyft sér að
hugsa um ákveðnar persónur
sem spila leiki sem hann er að
dæma.
„Dómari á að vinna með 22
leikmönnum, ellefu í hvoru liði
sem eru allir með sitt númer
hver. Hann getur ekki leyft sér
að velta því fyrir sér hvað þeir
heita,“ sagði Elizondo en eins og
alheimur vissi var leikurinn
svanasöngur Zidane sem hefur
átt stórbrotinn knattspyrnuferil.
„Þegar ég sá Materazzi í gras-
inu stöðvaði ég leikinn samstund-
is,“ sagði dómarinn um atvikið.
„Fyrsti aðstoðardómarinn sagði
mér hvað fjórði dómari leiksins
hafði sagt honum. Maður getur
ekki leyft sér að hugsa um að
maður sé að reka Zidane út af í
hans síðasta leik.“
Elizondo er 42 ára gamall og
hefur hug á að hætta dómgæslu.
„Mér finnst ég hafa náð mínum
markmiðum í dómgæslu og það
er kominn tími til að kenna öðrum
það sem ég hef lært á mínum
ferli. Ég vil ganga héðan út um
aðaldyrnar,“ sagði sá argentínski
sem rak einnig Englendinginn
Wayne Rooney af velli í leik liðs-
ins gegn Portúgal í fjórðungsúr-
slitum keppninnar.
Síðan atvikið átti sér stað
hefur Zidane sagt að Materazzi
hafi farið niðrandi orðum um
systur sína og móður. FIFA
hefur hafið rannsókn vegna
ummælanna.
- esá
HORACIO ELIZONDO Ætlar að leggja
flautuna á hilluna. NORDIC PHOTOS/AFP
Argentínski dómarinn Horacio Elizondo ætlar að hætta dómgæslu:
Sér ekki eftir brottvikningu Zidane
FÓTBOLTI Ítalski varnarmaðurinn
Marco Materazzi hefur gefið
skýrslu til aganefndar FIFA sem
ákvað að rannsaka þátt Ítalans í
atvikinu sem leiddi til þess að
Zinedine Zidane fékk rauða spjald-
ið í úrslitaleik HM á sunnudag.
Zidane sagði í sjónvarpsviðtali á
miðvikudag að hann hefði móðgað
systur sína og móðir.
Upphaflega áttu báðir aðilar að
gefa sína skýrslu þann 20. júlí en
þar sem Materazzi verður í fríi þá
mætti hann í viðtal hjá FIFA í
gær. - esá
Rannsókn FIFA:
Materazzi
gefur skýrslu
ZIDANE OG MATERAZZI Tveir umtöluðustu
knattspyrnumenn heims.NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Ungverski landsliðsfyrir-
liðinn Zoltan Gera verður um kyrrt
í herbúðum West Bromwich Albion
en hann fór fram á að vera seldur
frá félaginu fyrir skömmu. Félag-
ið neitaði þeirri beiðni og gaf í
kjölfarið út yfirlýsingu um að það
væri ekki í samræmi við stefnu
félagsins að selja lykilmenn sína.
Gera var orðaður við Wigan
ásamt liðsfélögum sínum Nathan
Ellington og Curtis Davies. Gera
átti frábæra leiktíð þarsíðasta
tímabil en var meiddur lengi vel í
vetur og lék aðeins fimmtán leiki
með félaginu sem féll úr úrvals-
deildinni í vor. - esá
Zoltan Gera:
Ekki seldur
frá West Brom
FÓTBOLTI „Þetta er dæmigert fyrir
þessa viku,“ sagði Uwe Rösler,
þjálfari Lilleström, eftir að hann
missti af flugi liðsins til Newcastle
en liðin mætast í Intertoto-keppn-
inni um helgina. Hann hafði
gleymt vegabréfinu sínu heima og
uppgötvaði það of seint. „Aldrei
hefur þetta gerst í 25 ár,“ sagði
Rösler. Vikan hófst með því að lið
hans gerði 2-2 jafntefli við Kefla-
vík hér heima en í vikunni mætti
liðið Odd Grenland í norsku
úrvalsdeildinni þar sem sömu
úrslit litu dagsins ljós. Odd Gren-
land jafnaði leikinn í uppbótar-
tíma og var Rösler svo svekktur
að hann hélt rakleiðis út í bifreið
sína eftir leik án þess að ræða við
leikmenn eða fjölmiðla. Þetta var
fjórði leikur liðsins í röð í deild-
inni án sigurs.
- esá
Uwe Rösler þjálfari Lilleström:
Missti af flug-
inu til Englands
FÓTBOLTI Inter Milan hefur viður-
kennt að ætla sér að kaupa Luca
Toni, Zlatan Ibrahimovic eða David
Trezeguet í sumar. Massimo Mor-
atti, eigandi Inter, hefur sjálfur
staðfest fréttirnar en Toni var í
viðræðum við liðið fyrir HM.
„Hugmyndin er að kaupa Trez-
eguet, Ibrahimovic eða Toni. Við
þurfum að vita hversu mikið þá
langar til að koma til Inter áður en
við stígum næsta skref. Toni er
efstur á listanum en hinir koma
vel til greina,“ sagði Moratti, sem
gæti fengið samkeppni frá Real
Madrid um kappana. - hþh
Innkaupalisti Inter Milan:
Luca Toni
efstur á blaði
HEIMSMEISTARI Fabio Grosso er þegar far-
inn til Inter og Luca Toni gæti verið næstur.
NORDICPHOTOS/AFP
KRAFTASPORT Á laugardag fer fram
hin árlega aflraunakeppni, Suður-
landströllið. Keppnin hefst á Sel-
fossi klukkan 13.30 þar sem meðal
annars verður keppt í trukka-
drætti og drumbalyftu. Klukkan
15.30 verður keppt í axlalyftu við
Hótel Örk og keppninni lýkur við
Eden í Hveragerði þar sem kepp-
endur burðast með Húsafellshell-
una. Á meðal keppenda verður
Kristinn Óskar Haraldsson, einnig
þekktur sem Boris, sem nýlega
tryggði sér þátttökurétt í keppn-
inni um sterkasta mann heims.
Suðurlandströllið:
Keppt á Selfossi
TENNIS Spænski tennisspilarinn
Rafael Nadal slapp í fyrradag
ómeiddur úr bílslysi er hann var á
leið til heimilis síns á Mallorca á
Spáni. Bíll sem hann var farþegi í
rásaði út af veginum og hafnaði á
rafmagnsstaur sem féll á hliðina í
kjölfarið. Kona sem býr rétt hjá
heyrði lætin og kom að slysinu þar
sem Nadal var og sagði hún hann
hafa verið eilítið ringlaðan, en
óskaddaðann.
Nadal komst nýverið í úrslit
Wimbledon-mótsins þar sem hann
tapaði fyrir Roger Federer. Fyrr á
árinu fagnaði hann sigri á opna
franska meistaramótinu. - esá
Rafael Nadal:
Lenti í bílslysi
RAFAEL NADAL Lenti í bílslysi á Spáni en er
ómeiddur. NORDIC PHOTOS/AFP
Eins og Fréttablaðið greindi frá
fyrir nokkru hefur danska félagið
Silkeborg augastað á nokkrum
leikmönnum Keflavíkur. Þeirra
á meðal eru Jónas Guðni Sæv-
arsson og Hólmar Örn Rúnars-
son en Keflvíkingum hefur
nú borist formleg beiðni frá
Silkeborg um að fá Hólmar Örn
til reynslu hjá sér. Rúnar Arnar-
son, faðir Hólmars og formaður
knattspyrnudeildar Keflavíkur
sagði við Fréttablaðið í gær
að verið væri að reyna að finna
hentugan tíma fyrir Hólmar til
að fara út þar sem hann mun
dveljast í nokkra daga.
Með Silkeborg leika tveir
Íslendingar, Bjarni Ólafur
Eiríksson og Keflvíkingurinn fyrrver-
andi Hörður Sveinsson. „Það skemmir
ekki fyrir að hafa strákana þarna
og sérstaklega erum við Höddi
ágætis félagar eftir að hafa
spilað saman. Ég hef heyrt í
Hödda um þetta og hann
ber liðinu söguna ágætlega.
Það liggur þó ekkert fyrir í
þessu og ég er auðvitað
ekki búinn að ákveða neitt ennþá.
Það verður að koma í ljós hvort þetta
gangi upp eða ekki,“ sagði Hólmar en
hann var nálægt því að ganga til liðs
við sænska liðið Trelleborg en það
mál féll upp fyrir á síðustu stundu.
Aðstoðarþjálfari Silkeborg dvaldist hér
á landi um tíma og tók sérstaklega
eftir Hólmari. „Það er jákvætt að það
sé verið að fylgjast með mér, ég veit
nú ekki hvort ég hef skapað mér neitt
nafn en vissulega er gaman að fá þessa
viðurkenningu. Það sýnir að maður er
að gera
eitthvað
rétt,“ sagði
Hólmar
Örn sem
gæti þar
með orðið
næsti
íslend-
ingurinn í
nýlend-
unni sem er
að skapast í
Silkeborg.
KEFLVÍKINGURINN HÓLMAR ÖRN RÚNARSSON: FER TIL REYNSLU HJÁ SILKEBORG
Íslendinganýlenda í fæðingu
Ólöf María úr leik
Kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir er úr
leik á móti í Ungverjalandi sem er liður í
Evrópumótaröð kvenna. Hún lék á fimm
höggum yfir pari í gær og var samtals á
átta yfir pari. Var hún talsvert frá því að
komast í gegnum niðurskurðinn og lauk
keppni í 112. sæti.
> Tap fyrir Hollandi
Íslenska landsliðið í körfubolta skipað
leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola
stórt tap fyrir Hollendingum
í fyrsta leik sínum í B-
keppni EM sem fer fram
í Lissabon í Portúgal.
Holland vann leikinn
99-58. Jóhann
Árni Ólafsson átti
stórleik með 18
stig, 12 fráköst og
4 stoðsending-
ar en næstur
kom Kristján
Sigurðsson með
16 stig. Báðir
leika með liði
Njarðvíkur.