Fréttablaðið - 15.07.2006, Page 65
LAUGARDAGUR 15. júlí 2006 49
FÓTBOLTI Fyrr í vikunni lék Gunnar
Heiðar Þorvaldsson sinn fyrsta
leik fyrir þýska úrvalsdeildarliðið
Hannover 96, er það lagði þýskt
neðri deildarlið í æfingaleik, 10-0.
Gunnar Heiðar skoraði eitt mark í
leiknum.
„Það var nú bara með skalla
eftir horn, ekkert merkilegt,“ sagði
Gunnar Heiðar í samtali við Frétta-
blaðið í gær. Hann bætir því þó við
að það hafi vitanlega verið ánægju-
legt að skora í sínum fyrsta leik
með nýju félagi og sé vonandi góðs
viti fyrir framhaldið.
Æfingatímabilið byrjaði af
krafti í síðustu viku og segist Gunn-
ar Heiðar aldrei hafa lent í öðru
eins. „Það hafa verið þrjár æfingar
á dag í níu daga en sem betur fer
lýkur þessu á morgun,“ sagði hann.
„Maður hefur nú unnið sem sjó-
maður og vaknað eldsnemma á
morgnana til að fara á sjó en það er
bara barnaleikur miðað við þetta.
Fyrstu dagana hélt ég að ég ætlaði
að gefa upp öndina þá og þegar,“
sagði hann og hló.
„Við hlupum sex kílómetra
klukkan sjö um morguninn, áður
en við fengum okkur morgunmat.
Svo var æft klukkan tíu og svo
aftur klukkan fjögur og í bæði
skiptin var spilað og tekið mikið á
því. Deginum lauk svo með öðru
langhlaupi. Ég held að ég hafi
aldrei hlaupið jafn mikið á ævinni.
Þessa fyrstu daga þegar maður
var hvað verstur var bara sagt
„welcome to Germany“. Þetta er
víst ekki óalgengt hér.“
Gunnar Heiðar hefur nú jafnað
sig á fótbrotinu sem hann varð
fyrir í nóvember síðastliðnum. „Ég
var hins vegar ekki í nógu góðu
standi þegar ég kom til Þýskalands
því ég fékk ekki tækifæri til að
jafna mig hjá Halmstad og var
sendur beint í liðið. Ég þurfti því
að byrja á núlli hér.“
En hann ber liðinu og liðsfélög-
unum afar góða söguna. „Mér líkar
frábærlega og ég hefði aldrei
getað ímyndað mér hversu auðvelt
það væri að aðlagast. Strákarnir
hafa tekið okkur nýju strákunum
frábærlega,“ sagði hann en einn
þeirra nýju er herbergisfélagi
hans, Svíinn Christoffer Anders-
son sem lék með Lilleström í fyrra.
„Það er ágætt að geta talað sænsku
uppi á herbergi,“ sagði Gunnar
Heiðar en sem stendur er allt liðið
statt í æfingabúðum rétt fyrir utan
Hannover.
Og hann segist vongóður um að
vinna sér sæti strax í byrjunarlið-
inu. „Þegar ég samdi við þetta lið
var það að hluta til vegna þess að
ég vildi ekki fara til einhvers stór-
veldis þar sem ég yrði bara geymd-
ur á bekknum. Það kom mér á
óvart að ég er ekkert á eftir þess-
um gæjum sem eru hér og ég veit
ekki hvort það segir meira um liðið
en deildina. Ég finn að ég á fullt
erindi hingað og ætla mér að festa
mig í sessi í þessu liði.“
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON Er hér á æfingu með sínu nýja félagi, þýska úrvalsdeildar-
liðinu Hannover 96.FRÉTTABLAÐIÐ/NEUE PRESSE
Hélt ég væri að deyja
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur hafið æfingar hjá sínu nýja félagi, Hannover
96 í Þýskalandi. Hann segir að hann hafi aðlagast félaginu mjög vel þrátt fyrir
afar strangar æfingar sem ætluðu að gera út af við Gunnar á fyrstu dögunum.
FÓTBOLTI Ruud van Nistelrooy ósk-
aði í gær eftir því að vera seldur
frá Manchester United. Sam-
kvæmt fjölmiðlafregnum í Hol-
landi eru taldar yfirgnæfandi
líkur á því að hann gangi til liðs
við Real Madrid á næstunni.
Hollenska dagblaðið De Tele-
graaf heldur því fram að Nistel-
rooy hafi komist að samkomulagi
um kaup og kjör við spænsku ris-
ana og að félögin eigi eftir að ræða
kaupverð á kappanum. Umboðs-
maður Nistelrooy, Rodger Linse,
sagði að hann vonaðist til að Nistel-
rooy tilkynni hvaða lið hann muni
spila með á næstu leiktíð, áður en
æfingar hefjast hjá United þann
24. júlí næstkomandi.
Nistelrooy varð mjög pirraður
á síðustu leiktíð þar sem Alex
Ferguson knattspyrnustjóri lét
hann oft verma varamannabekk
liðsins á seinni hluta síðustu leik-
tíðar. Þær sögusagnir hlutu byr
undir báða vængi er Nistelrooy
yfirgaf leikvanginn áður en síð-
asti leikur tímabilsins hófst í vor
en hann var þá sem fyrr ekki í
byrjunarliði United.
Það gæti þó komið til vandræða
þegar félögin reyna að semja um
kaupverð því Real Madrid er
reiðubúið að borga tíu milljónir
punda fyrir hann en United vilja
fá fimmtán milljónir. Real gæti þó
lent í vandræðum með framherja
þar sem Ronaldo verður frá í upp-
hafi leiktíðar vegna uppskurðar
sem hann gekkst undir nýverið.
Nistelrooy var keyptur frá PSV
Eindhoven árið 2001 fyrir nítján
milljónir punda og hefur hann
skorað 149 mörk í 218 leikjum
sínum fyrir félagið.
United er sem stendur í æfinga-
ferð um Suður-Afríku þar sem Sir
Alex staðfesti fréttirnar. - esá
NISTELROOY OG ROONEY Félagarnir saman á góðri stund á æfingasvæði Manchester
United.NORDIC PHOTOS/GETTY
Ruud van Nistelrooy er líklegast á leiðinni til Real Madrid eða Bayern München:
Nistelrooy óskar eftir sölu frá Manchester United
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
staðfesti í gær að félagið væri mjög
nálægt því að semja við pólska
markvörðinn Tomasz Kuszczak, sem
er samningsbundinn West Brom.
Kuszczak, sem er 26 ára gamall,
verður varamarkvörður fyrir Edwin
van der Sar en hinir markverðir liðs-
ins, Ben Foster og Tim Howard
verða lánaðir til Watford og Everton
á næstu leiktíð. - esá
Manchester United:
Að landa
Kuszczak
TOMASZ KUSZCZAK Reynir hér að ná
knettinum af Philippe Senderos, leikmanni
Arsenal.NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Craig Bellamy segir að
hann skuldi Liverpool að standa
sig vel en hann gekk nýverið í
raðir félagsins sem hann studdi í
æsku. Bellamy var kynntur á
blaðamannafundi í gær ásamt
Mark Gonzales en báðir spila þeir
fyrsta leik sinn fyrir félagið í dag
í æfingaleik gegn Wrexham.
„Margir myndu efast um mig
enda hef ég farið fimm sinnum í
hnéaðgerðir. En að félagið hafi
svona mikla trú á mér segir meira
en mörg orð. Ég hef eytt gríðar-
lega miklum tíma í endurhæfingu,
einn míns liðs eftir að aðrir hafa
farið heim. Ég vissi að ég ætti
eftir að afreka eitthvað á ferlinum
og sá dagur er loksins runninn
upp,“ sagði Bellamy á blaða-
mannafundinum í gær.
„Ég veit að ég verð ávallt litinn
hornauga sem leikmaður. Ég get
alveg sagt öllum að ég sé í
alvörunni góður strákur en fólk
segir samt áfram það sem það vill
segja og halda. Það eina sem ég
get gert er að halda áfram að bæta
mig en það eina sem skiptir máli
núna er hvernig liðinu mínu geng-
ur,“ sagði Bellamy. - hþh
Craig Bellamy:
Ég skulda
Liverpool
KYNNTIR TIL LEIKS Gonzales, Rafael Benítez
og Craig Bellamy í gær. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Bolton hefur fest kaup á
varnarmanninum Abdoulaye
Meite sem kemur frá Marseille.
Kaupverðið hefur ekki verið gefið
upp en Meita skrifaði undir fjög-
urra ára samning. Hann á þó eftir
að fara í læknisskoðun og fá
atvinnuleyfi.
„Við höfum fylgst með Abdoul-
aye í nokkurn tíma. Hann hefur
alla burði til að standa sig vel í
ensku úrvalsdeildinni. Hann er
ungur og mun eflaust aðlagast líf-
inu á Englandi fljótt,“ sagði Sam
Allardyce, knattspyrnustjóri Bolt-
on, á opinberri heimasíðu liðsins.
Þá er Bolton nálægt því að
ganga frá samningi við Suður-Afr-
íkumanninn Quinton Fortune. Eftir
að hafa verið leystur undan samn-
ingi við Manchester United fór
Fortune til Celtic en ákvað að
semja ekki við skoska félagið. - hþh
Bolton:
Fá Meite og
nálgast Fortune
MEITE Spilaði vel með Fílabeinsströndinni
á HM. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Marcello Lippi, fyrrum
landsliðsþjálfari Ítala, er sagður
hafa skráð sig í einn af betri mála-
skólum Mílanóborgar þar sem
hann ætlar sér að læra ensku á
sem skjótastan máta. Lippi stýrði
ítalska landsliðinu til heimsmeist-
aratitilsins í Þýskalandi en hætti
með liðið í kjölfarið. Hann hefur
áður verið orðaður við Manchest-
er United og hafa þær sögur nú
gengið í endurnýjun lífdaga. Þegar
hann var spurður um hugsanlegt
starf hjá Manchester United á
sínum tíma sagði hann einfald-
lega: „Hvernig á maður að vinna á
stað þar sem maður skilur ekki
tungumálið.“ - esá
Marcello Lippi:
Sækir ensku-
námskeið
FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH hafa
samið við danska framherjann
André Shei Lindbeak til tveggja
ára. Pétur Stephensen, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
FH, sagði við Fréttablaðið í gær að
Lindbeak væri ætlað að fylla það
skarð sem Atli Viðar Björnsson
skilur eftir sig en Atli verður frá í
langan tíma vegna krossbanda-
slits.
Lindbeak er stór og stæðilegur
leikmaður sem hefur gott auga
fyrir markinu. Hann er 29 ára
gamall og kemur frá Landskrona í
Svíþjóð, en hann er kunningi Auð-
uns Helgasonar sem lék með
sænska liðinu á sínum tíma.
Pétur sagði jafnframt að þetta
þýddi ekki endalok Allans Dyring,
hins danska framherja FH, sem
hefur ekki náð að heilla stuðnings-
menn liðsins. - hþh
André Shei Lindbeak:
Samdi við FH
til tveggja ára
FÓTBOLTI Juventus hefur verið
dæmt niður í Serie-B deildina auk
þess sem félagið mun missa 30
stig. Það þýðir að erfitt verður
fyrir liðið að komast upp um
deild, þrátt fyrir að það haldi
nokkrum af sínum betri mönnum
en búast má við því að flestir leik-
menn liðsins verði seldir eða lán-
aðir á næstu vikum. Juventus var
einnig svipt tveimur síðustu titl-
um sínum á Ítalíu.
Lazio og Fiorentina voru einn-
ig send niður um deild en AC
Milan verður áfram í Serie-A
deildinni, en mun missa 15 stig og
fær ekki að taka þátt í Meistara-
deildinni á næsta tímabili. Líklegt
er að enska félagið Liverpool taki
þeirra stöðu þar en ensku bikar-
meistararnir eru hæst skrifaða
liðið sem þarf að taka þátt í und-
ankeppni deildarinnar. Sjö stig
verða svo tekin af Lazio en tólf af
Fiorentina.
Fyrr á þessu ári komst upp um
forráðamenn Juventus sem höfðu
hagrætt úrslitum leikja. Aðild
Lazio og Fiorentina komst einnig
upp en hún var ekki jafn mikil og
hlutdeild Juventus, þrátt fyrir að
þau væru sek. AC Milan slapp vel
frá dómnum en félagið átti einn-
ig hlut í máli. Þegar hefur
heyrst af mikilli óánægju
með að samræmis hafi
ekki verið gætt í dómn-
um.
Hneykslið átti sér
stað á 2004/2005 tíma-
bilinu en 25 einstakl-
ingar, forráðamenn
liða, háttivirtir ein-
staklingar úr Ítalska
knattspyrnusamband-
inu, dómarar og línu-
verðir eru viðriðnir málið.
Þeir eiga yfir höfði sér
sektir og aðrar refsingar. Samtöl
á milli Luciano Moggi,
þáverandi stjórnarfor-
manns Juventus, og
manns sem raðaði dóm-
urum niður á leiki í
Serie-A deildinni láku í
fjölmiðla í maímánuði.
Rannsóknin hefur
teygt anga sína víða og
hafa fjöldamargir
verið yfirheyrðir
vegna málsins.
Liðin hafa nú þrjá
daga til að áfrýja dómn-
um. - hþh
Sex dögum eftir að Ítalía varð heimsmeistari ríður skandallinn þar í landi liðum og leikmönnum að fullu:
Juventus niður í Serie-B og missir 30 stig
JUVENTUS