Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 66
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR50 FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen valdi að vera í búningi númer 7 hjá Barcelona. Það gerði hann til að heiðra minningu föður vinar síns, sem lést fyrir skömmu, en félagið hafði tekið frá númerið 22, ef ske kynni að Eiður vildi halda sig við númerið sem hann bar hjá Chelsea. Treyja númer 7 hjá Barcelona hefur ávallt borið nafn mikilla heiðursmanna á bakinu. Sá síðasti til að klæðast treyjunni var svíinn Henrik Larsson en þar áður var Argentínumaðurinn Javier Savi- ola í treyjunni. Á heimasíðu Barcelona kemur fram sú merkilega staðreynd að leikmenn sem bera númerið 7 á bakinu hjá Barcelona hafa ávallt búið yfir mikilli tækni, auga fyrir markinu og staðið sig frábærlega hjá félaginu fornfræga. Í mörgum tilfellum hafa leikmenn komist í tölu goðsagna á meðal blóðheitra stuðningsmanna Barcelona. Carles Rexach skal fyrstan telja af þessum leikmönnum, en hann spilaði sinn fyrsta leik í sjö- unni frægu í september árið 1967, tvítugur að aldri. Hann spilaði á hægri kantinum og var spyrnu- maður mikill. Rexach spilaði í sex- tán ár með Barcelona, lék 665 leiki fyrir félagið og er annar leikja- hæsti leikmaðurinn í sögu félags- ins, aðeins á eftir Miguelo sem lék 670 leiki. Rexach var markahæsti leikmaður spænska boltans á tíma- bilinu 1970-1971 þegar hann skor- aði sautján mörk í 29 leikjum. Tríó frá Norðurlöndunum hefur klæðst treyjunni frægu, Allan Simonsen frá Danmörku, svíinn Larsson og Eiður Smári. Bæði Simonsen og Larsson voru í mikl- um metum á meðal stuðnings- manna liðsins, en sá fyrrnefndi kom til Barcelona árið 1979. Hann átti að fylla skarð Johan Neeskens og fólst það hlutverk ágætlega úr hendi. Neeskens er á meðal bestu leikmanna sem spilað hafa með Barcelona en er nú orðinn aðstoð- arþjálfari Frank Rijkaard hjá félaginu. Simonsen öðlaðist virð- ingu með hraða sínum og fjölda stoðsendinga, en hann yfirgaf félagið árið 1982, sama ár og Mara- dona kom til félagsins. Larsson kom eftir frábæran feril hjá Celtic í Skotlandi og var hluti af liðinu sem varð meistari undanfarin tvö ár, auk Evrópu- meistaratitilsins. Þrátt fyrir að hafa verið varamaður lengi vel, auk þess að meiðast illa, var Lars- son gríðarlega vel metinn enda kvartaði hann aldrei og skilaði sínu hlutverki með miklum sóma. Portúgalinn Luis Figo gerði svo garðinn frægan þegar hann kom til félagsins árið 1995, síðasta árið undir stjórn Johan Cruyff. Það var einnig fyrsta tímabilið sem nöfn leikmanna voru aftan á treyjunum auk númeranna. Figo kom frá Sporting í Lissabon 22 ára gamall og varð fljótlega einn allra besti leikmaður spænsku deildarinnar. Hann var einnig fyrirliði Barce- lona en gerðist svo skúrkur þegar hann fór yfir til erkifjendanna í Real Madrid og er mjög illa liðinn fyrir vikið. Hvað Eiður Smári Guðjohnsen afrekar svo í búningi Barcelona verður að koma í ljós á næstu árum, en ljóst er að hans bíður ærið verkefni með því að spila í treyju númer 7 hjá Barcelona. hjalti@frettabladid.is Goðsagnir númer 7 hjá Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen kaus að vera númer sjö hjá Barcelona en þar með fylgir íslenski landsliðsfyrirlið- inn í fótspor margra merkra manna hjá spænska stórliðinu, þeirra á meðal eru Figo og Henrik Larsson. GÓÐUR Í SJÖUNNI Eiður Smári er hér á blaðamannafundi sem hann hélt á Íslandi ásamt syni sínum Sveini Aroni.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TVEIR GÓÐIR Carlos Rexach og Henrik Larsson eru tveir þeirra sem voru í treyju númer sjö hjá Barcelona. Báðir voru í mikl- um metum hjá stuðningsmönnum liðsins. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Páll segir að það hafi engan veginn verið um viljaverk að ræða þegar hann rak olnbog- ann í hausinn á Baldri sem vankaðist við höggið. Baldur lá óvígur eftir á vellinum og var fluttur með hraði upp á sjúkra- hús eftir að hugað hafði verið að honum. „Sjúkraþjálfarinn kom og spurði hvort mig svimaði. Í sömu andrá og ég neitaði því byrjaði mig að svima hrikalega og þegar hann fór að þreifa á staðnum þar sem höggið kom heyrði ég brak. Þá var mér hent í hálskraga og beint upp á sjúkrahús þar sem teknar voru af mér myndir en sem betur fer er allt í góðu. Mér líður vel núna og býst fastlega við því að verða klár í slaginn á þriðjudaginn,“ sagði Baldur en Keflvíkingar sækja þá Víkinga heim. „Það er erfitt að segja hvort þetta sé rautt spjald eða ekki. Hann kemur með olnbogann á undan sér en ég trúi ekki að hann hafi gert þetta viljandi. Ég heyrði að dómarinn hefði verið vel stað- settur en annars get ég ekki dæmt um það,“ sagði Baldur, en kollegi hans úr Vestmannaeyj- um, Páll, er mjög ósáttur með dóminn. „Ég fór bara upp í boltann og skallaði hann. Ég skil þennan dóm alls ekki, mér hefði þótt ósanngjarnt að fá gult spjald fyrir þetta. Ég held að hann hafi dæmt þetta meira út frá því hversu mikið hann Baldur meiddi sig. Ég held að það geti enginn maður hoppað svona upp jafn- fætis auk þess sem hann var líka með olnbogann rétt fyrir neðan andlitið á mér. Ofan á allt fór vörin á mér í sundur þegar ég fékk olnbogaskot fyrr í leikn- um,“ sagði Páll við Fréttablaðið í gær. „Svona er þetta bara í íþrótt- um, menn geta meiðst. Ég skil það bara ekki hvernig hann fékk út að rétt væri að gefa mér rautt spjald fyrir þetta. Ég held að það sé ekki hægt að gera neitt við þessu, ætli ég taki ekki á mig bannið bara. Ég hefði viljað sjá hann draga spjaldið til baka enda óskiljanlegur dómur,“ sagði Eyjamaðurinn. „Ég get tekið það á mig að ein- hvern tíma hef ég átt skilið að fá rautt spjald en svo sannarlega ekki í þessu tilviki. Ég held að það sé augljóst að ég sé með ein- hvern stimpil á mér sem grófur leikmaður. Það þyrfti að gefa ansi mörg rauð spjöld í sumar ef þetta er ný stefna sem er tekin í þessu. Þá held ég að maður verði bara að hætta því að fara upp í skallabolta,“ sagði Páll. - hþh Páll Hjarðar er mjög ósáttur við rauða spjaldið: Hefði verið ósáttur við að fá gult spjald BORINN AF VELLI Baldur er hér kominn á börurnar, með kragann um hálsinn og innvafinn í teppi enda var úrhellisrigning á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR Til hamingju Ítalía ! Moschino tekur þátt í gleðinni og gefur þeim viðskiptavinum sem kaupa tvo hluti í Moschino Friends herra línunni þennan flotta HM leður fótbolta FÓTBOLTI Spænska félagið Valencia hefur gefið það út að það vilji kaupa Cristiano Ronaldo af Manchester United. Stuðnings- menn enska liðsins eru margir hverjir farnir að ókyrrast. Í gær óskaði Ruud van Nistelrooy eftir sölu frá félaginu auk þess sem Ronaldo hefur gefið lítið fyrir þær fréttir að hann verði áfram hjá United, eins og félagið sendi frá sér yfirlýsingu um. „Það væri frábært að fá hann. Hann er ungur leikmaður sem gæti gert góða hluti með okkur. Það ættu að vera fleiri leikmenn sem eru jafn góðir og hann á mark- aðnum,“ sagði Quique Sanchez Flores, stjóri Valencia, í gær. Búast má við því að Ronaldo fái skelfilegar viðtökur frá stuðnings- mönnum margra liða á Englandi eftir að hann fór fram á að Wayne Rooney yrði rekinn af velli á HM, sem svo varð. - hþh Valencia: Vill fá Cristia- no Ronaldo RONALDO Er í fríi í heimalandi sínu og hefur gefið út að framtíð hans sé í óvissu. NBA Hið fornfræga NBA-lið, Bost- on Celtics, hefur náð samkomu- lagi við stórstjörnuna Paul Pier- ce um að hann framlengi samning sinn við félagið til þriggja ára. Talið er að samningur þessi sem gildir út árið 2008 tryggi Pierce tæpar 60 milljónir dollara á samningstímanum, en deildin á þó enn eftir að samþykkja þessa ráðstöfun. - hþh Paul Pierce: Framlengir hjá Boston Celtics

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.