Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 70

Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 70
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR30 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Guðmundur Ingi Guðmundsson. 2 Hezbollah. 3 Arnar Grétarsson. LÁRÉTT 2 fíkniefni 6 ógrynni 8 herma 9 drulla 11 rykkorn 12 stó 14 trappa 16 í röð 17 tæki 18 erlendis 20 tveir eins 21 titra. LÓÐRÉTT 1 draugur 3 samtök 4 ámáttlegt ýlfur 5 planta 7 formaður 10 bók 13 lúsaegg 15 slæma 16 blundur 19 hreyfing. LAUSN LÁRÉTT: 2 hass, 6 of, 8 apa, 9 for, 11 ar, 12 arinn, 14 stigi, 16 de, 17 tól, 18 úti, 20 ll, 21 riða. LÓÐRÉTT: 1 vofa, 3 aa, 4 spangól, 5 sar, 7 forseti, 10 rit, 13 nit, 15 illa, 16 dúr, 19 ið. Árni Johnsen, fyrrverandi þing- maður og athafnaskáld, keyrir um þessar mundir með gítarinn í hendi til stærstu viðskiptavina Ölgerðarinnar Egils Skallagríms- sonar og býður þeim á þjóðhátíð í Eyjum sem verður að venju haldin fyrstu helgina í ágúst. Árni hefur löngum verið þekktur fyrir að ná upp réttu stemningunni með gít- arnum og hafa tónleikar hans á vinnustöðunum mælst vel fyrir. Þegar Fréttablaðið náði í skott- ið á Eyjapeyjanum var í nógu að snúast og Árni á fullu að rúnta á milli staða ásamt Marín Magnús- dóttur framkvæmdastjóra Practi- cal sem skipuleggur viðburðinn. Að sögn Marínar kom varla neinn annar til greina en Árni. „Hann er eiginlega hálfgert tákn fyrir þjóðhátíðina í Eyjum og því þótti okkur tilvalið að fá hann til liðs við okkur,“ segir Marín og Árni sló að sjálfsögðu til þegar kallið kom enda annt um sína Heimaey. - fgg Keyrir um og býður fólki til Eyja SPILAR SÍN BESTU LÖG Árni Johnsen er hér ásamt starfsfólki KFC og bauð á Þjóðhátíð með gítarspili og léttum söng. HRÓSIÐ ... fær Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir sem hefur hannað lampa í Lífstykkjabúðina úr sokka- böndum og korselettum. Danski ryksuguframleiðandinn Nilfisk Advance og rokkhljóm- sveitin NilFisk frá Stokkseyri eru nú komin í hár saman vegna deilna um nafnið. Hljómsveitin NilFisk hefur hingað til verið í góðu sam- starfi við umboðsaðila Nilfisk Advance hér á landi og segja báðir aðilar að nöfnin valdi engum misskilningi eða skaða. Hljómsveitin hélt tónleika í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu og í góðri trú ákváðu meðlimir hljóm- sveitarinnar að senda samnefndu fyrirtæki eintak af plötu sinni. Í kjölfarið barst hljómsveitarmeðlim- um bréf frá lögfræð- ingi fyrirtækisins sem var alls ekki hrifinn af því að hljóm- sveitin skyldi nota þetta nafn. Lögfræðingurinn fór fram á að geisladiskar og aðrir munir merktir hljóm- sveitinni yrðu gerðir upp- tækir, auk þess sem hann fór fram á greinargóðar upplýsing- ar um sölutölur, tónleikahald og meðlimi hljómsveitarinnar. Strákarnir í NilFisk fengu Ólaf Helga Kjartansson, sýslu- mann á Selfossi, til liðs við sig og svöruðu fyrirtækinu bréflega og bíða nú eftir við- brögðum. Sveinn, trommuleikari NilFisk, segir viðbrögð fyrirtækisins hafa komið hljómsveitinni í opna skjöldu. „Það getur allt gerst í þessu máli og við vitum ekk- ert ennþá. Við munum þó gera okkar besta til þess að halda nafn- inu,“ segir hann. Hljómsveitar- menn eru þó ekki farnir að huga að því hvað þeir muni gera ef þeir neyðast til þess að skipta um nafn. „Við erum ekkert farnir að spá í annað nafn,“ segir Sveinn. Ryksuguframleiðandi þjarmar að NilFisk ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Sýslumaðurinn á Selfossi mun heyja baráttuna fyrir hönd hljóm- sveitarinnar. NILFISK UNDRANDI Meðlimir hljómsveitar- innar segja málið hafa komið þeim í opna skjöldu. NILFISK RYKSUGUR Fyrirtækið Nilfisk Advance í Dan- mörku vill ekki leyfa hljómsveitinni að nota nafnið áfram. FRÉTTIR AF FÓLKI Það var mikið stuð á barnum Barnum miðvikudagskvöldið síðasta. Þá var sjálfur Daníel Ágúst Haraldsson í hlutverki plötusnúðar og er óhætt að segja að gestir hafi vel kunnað að meta takta kappans á plötuspilurunum. Einn gestanna vakti sérstaka eft- irtekt, en það var stórstjarnan Björk Guðmundsdóttir. Björk þótti fara hamförum á dansgólfinu þetta kvöld og hreinlega átti staðinn, eins og gjarnan vill verða. Tónlistarkonan Heiða Eiríksdóttir hefur alltaf nóg á prjónunum. Auk þess að fást við tónlist sína og sinna fjölskyld- unni hefur hún skrifað í blöð og sitthvað fleira. Heiða hefur líka verið á faraldsfæti því hún bjó um hríð í Belgíu. Nú hefur Heiða enn söðlað um því hún er flutt til Keflavíkur með fjölskylduna. Hún fagnaði því með vinum sínum í gærkvöldi ásamt því að halda síð- búna 35 ára afmælis- veislu. Gyða Valtýsdóttir, fyrrverandi meðlimur í hljómsveitinni múm, gekk í það heil- aga fyrir skemmstu. Hinn heppni er tónlist- armaður rétt eins og Gyða, einn meðlima hljómsveitarinnar Animal Collective nánar tiltekið, þó nafn hans fylgi ekki sögunni. Gyða spilar nú með hljómsveitinni Nix Noltes sem einmitt var á tónleikaferðalagi með Animal Collective á dögunum.-hdm Engir stórtónleikar verða á mið- bakka Reykjavíkurhafnar á menn- ingarnótt, líkt og þrjú undanfarin ár, þar sem framkvæmdir vegna nýs tónlistarhúss eru hafnar. Rás 2 hefur haft veg og vanda af tónleikunum og hafa þeir verið einn af hápunktum menningarnætur ásamt flugeldasýningunni. „Tónleikarnir hafa alltaf verið gríðarlega stór viðburð- ur og þar hefur safnast saman mikill fjöldi fólks á litlu svæði. Þar sem upp- gröftur er hafinn á svæð- inu var talið óráðlegt að stefna fólki á þennan stað þar sem það getur meitt sig,“ segir Sif Gunnarsdótt- ir, verkefnastjóri hjá Reykja- víkurborg. Sif segir það vissulega leiðin- legt að tónleikarnir verði ekki haldnir í ár. Hún bendir þó á að menningarnótt hafi verið haldin í sjö ár áður en tónleikarnir urðu hluti af dagskrá hennar. „Það er ekki efasemd í brjósti mínu að fólk finni sér ekki eitthvað annað við hæfi. Það verður fullt af alls konar óvenjulegum og skemmti- legum atriðum á hátíðinni.“ Sif segir það alls óvíst hvort tónleikarnir verði haldnir á næsta ári enda verður miðbakkinn lagð- ur undir framkvæmdir næstu ár. „Það er enginn staður sem blas- ir við en það er engri loku fyrir það skotið að tónleikarnir verði haldnir annars staðar,“ segir Sif sem er þó bjartsýn á framhaldið. „Kannski kemur eitthvað allt annað og öðruvísi í staðinn fyrir tónleikana sem þó uppfyllir þetta tómarúm sem verður. Það er hægt að gera svo marga skemmtilega hluti.“ Á tónleikunum á menningar- nótt hafa allar helstu hljómsveitir landsins komið fram, þar á meðal Stuðmenn, Sálin hans Jóns míns, Bubbi, Lögreglukórinn og Quara- shi heitin svo einhverjar séu nefndar. kristjan@frettbladid.is MENNINGARNÓTT: BREYTING Á DAGSKRÁ Nýtt tónlistarhús spillir fyrir stórtónleikum MENNINGARNÓTT Tónleikarnir á miðbakkanum hafa verið einn af hápunktum menningarnætur. SIF GUNNARSDÓTTIR Verkefnastjórinn hjá Reykjavíkurborg er örugg á því að fólk finni sér eitthvað annað við hæfi á menningar- nótt. opið alla laugardaga 11-14 Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA, VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA Á grillið! Nýr humar, lúða, sólþurrkaður saltfi skur, skötuselur og keila. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.