Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 70
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR30 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Guðmundur Ingi Guðmundsson. 2 Hezbollah. 3 Arnar Grétarsson. LÁRÉTT 2 fíkniefni 6 ógrynni 8 herma 9 drulla 11 rykkorn 12 stó 14 trappa 16 í röð 17 tæki 18 erlendis 20 tveir eins 21 titra. LÓÐRÉTT 1 draugur 3 samtök 4 ámáttlegt ýlfur 5 planta 7 formaður 10 bók 13 lúsaegg 15 slæma 16 blundur 19 hreyfing. LAUSN LÁRÉTT: 2 hass, 6 of, 8 apa, 9 for, 11 ar, 12 arinn, 14 stigi, 16 de, 17 tól, 18 úti, 20 ll, 21 riða. LÓÐRÉTT: 1 vofa, 3 aa, 4 spangól, 5 sar, 7 forseti, 10 rit, 13 nit, 15 illa, 16 dúr, 19 ið. Árni Johnsen, fyrrverandi þing- maður og athafnaskáld, keyrir um þessar mundir með gítarinn í hendi til stærstu viðskiptavina Ölgerðarinnar Egils Skallagríms- sonar og býður þeim á þjóðhátíð í Eyjum sem verður að venju haldin fyrstu helgina í ágúst. Árni hefur löngum verið þekktur fyrir að ná upp réttu stemningunni með gít- arnum og hafa tónleikar hans á vinnustöðunum mælst vel fyrir. Þegar Fréttablaðið náði í skott- ið á Eyjapeyjanum var í nógu að snúast og Árni á fullu að rúnta á milli staða ásamt Marín Magnús- dóttur framkvæmdastjóra Practi- cal sem skipuleggur viðburðinn. Að sögn Marínar kom varla neinn annar til greina en Árni. „Hann er eiginlega hálfgert tákn fyrir þjóðhátíðina í Eyjum og því þótti okkur tilvalið að fá hann til liðs við okkur,“ segir Marín og Árni sló að sjálfsögðu til þegar kallið kom enda annt um sína Heimaey. - fgg Keyrir um og býður fólki til Eyja SPILAR SÍN BESTU LÖG Árni Johnsen er hér ásamt starfsfólki KFC og bauð á Þjóðhátíð með gítarspili og léttum söng. HRÓSIÐ ... fær Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir sem hefur hannað lampa í Lífstykkjabúðina úr sokka- böndum og korselettum. Danski ryksuguframleiðandinn Nilfisk Advance og rokkhljóm- sveitin NilFisk frá Stokkseyri eru nú komin í hár saman vegna deilna um nafnið. Hljómsveitin NilFisk hefur hingað til verið í góðu sam- starfi við umboðsaðila Nilfisk Advance hér á landi og segja báðir aðilar að nöfnin valdi engum misskilningi eða skaða. Hljómsveitin hélt tónleika í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu og í góðri trú ákváðu meðlimir hljóm- sveitarinnar að senda samnefndu fyrirtæki eintak af plötu sinni. Í kjölfarið barst hljómsveitarmeðlim- um bréf frá lögfræð- ingi fyrirtækisins sem var alls ekki hrifinn af því að hljóm- sveitin skyldi nota þetta nafn. Lögfræðingurinn fór fram á að geisladiskar og aðrir munir merktir hljóm- sveitinni yrðu gerðir upp- tækir, auk þess sem hann fór fram á greinargóðar upplýsing- ar um sölutölur, tónleikahald og meðlimi hljómsveitarinnar. Strákarnir í NilFisk fengu Ólaf Helga Kjartansson, sýslu- mann á Selfossi, til liðs við sig og svöruðu fyrirtækinu bréflega og bíða nú eftir við- brögðum. Sveinn, trommuleikari NilFisk, segir viðbrögð fyrirtækisins hafa komið hljómsveitinni í opna skjöldu. „Það getur allt gerst í þessu máli og við vitum ekk- ert ennþá. Við munum þó gera okkar besta til þess að halda nafn- inu,“ segir hann. Hljómsveitar- menn eru þó ekki farnir að huga að því hvað þeir muni gera ef þeir neyðast til þess að skipta um nafn. „Við erum ekkert farnir að spá í annað nafn,“ segir Sveinn. Ryksuguframleiðandi þjarmar að NilFisk ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Sýslumaðurinn á Selfossi mun heyja baráttuna fyrir hönd hljóm- sveitarinnar. NILFISK UNDRANDI Meðlimir hljómsveitar- innar segja málið hafa komið þeim í opna skjöldu. NILFISK RYKSUGUR Fyrirtækið Nilfisk Advance í Dan- mörku vill ekki leyfa hljómsveitinni að nota nafnið áfram. FRÉTTIR AF FÓLKI Það var mikið stuð á barnum Barnum miðvikudagskvöldið síðasta. Þá var sjálfur Daníel Ágúst Haraldsson í hlutverki plötusnúðar og er óhætt að segja að gestir hafi vel kunnað að meta takta kappans á plötuspilurunum. Einn gestanna vakti sérstaka eft- irtekt, en það var stórstjarnan Björk Guðmundsdóttir. Björk þótti fara hamförum á dansgólfinu þetta kvöld og hreinlega átti staðinn, eins og gjarnan vill verða. Tónlistarkonan Heiða Eiríksdóttir hefur alltaf nóg á prjónunum. Auk þess að fást við tónlist sína og sinna fjölskyld- unni hefur hún skrifað í blöð og sitthvað fleira. Heiða hefur líka verið á faraldsfæti því hún bjó um hríð í Belgíu. Nú hefur Heiða enn söðlað um því hún er flutt til Keflavíkur með fjölskylduna. Hún fagnaði því með vinum sínum í gærkvöldi ásamt því að halda síð- búna 35 ára afmælis- veislu. Gyða Valtýsdóttir, fyrrverandi meðlimur í hljómsveitinni múm, gekk í það heil- aga fyrir skemmstu. Hinn heppni er tónlist- armaður rétt eins og Gyða, einn meðlima hljómsveitarinnar Animal Collective nánar tiltekið, þó nafn hans fylgi ekki sögunni. Gyða spilar nú með hljómsveitinni Nix Noltes sem einmitt var á tónleikaferðalagi með Animal Collective á dögunum.-hdm Engir stórtónleikar verða á mið- bakka Reykjavíkurhafnar á menn- ingarnótt, líkt og þrjú undanfarin ár, þar sem framkvæmdir vegna nýs tónlistarhúss eru hafnar. Rás 2 hefur haft veg og vanda af tónleikunum og hafa þeir verið einn af hápunktum menningarnætur ásamt flugeldasýningunni. „Tónleikarnir hafa alltaf verið gríðarlega stór viðburð- ur og þar hefur safnast saman mikill fjöldi fólks á litlu svæði. Þar sem upp- gröftur er hafinn á svæð- inu var talið óráðlegt að stefna fólki á þennan stað þar sem það getur meitt sig,“ segir Sif Gunnarsdótt- ir, verkefnastjóri hjá Reykja- víkurborg. Sif segir það vissulega leiðin- legt að tónleikarnir verði ekki haldnir í ár. Hún bendir þó á að menningarnótt hafi verið haldin í sjö ár áður en tónleikarnir urðu hluti af dagskrá hennar. „Það er ekki efasemd í brjósti mínu að fólk finni sér ekki eitthvað annað við hæfi. Það verður fullt af alls konar óvenjulegum og skemmti- legum atriðum á hátíðinni.“ Sif segir það alls óvíst hvort tónleikarnir verði haldnir á næsta ári enda verður miðbakkinn lagð- ur undir framkvæmdir næstu ár. „Það er enginn staður sem blas- ir við en það er engri loku fyrir það skotið að tónleikarnir verði haldnir annars staðar,“ segir Sif sem er þó bjartsýn á framhaldið. „Kannski kemur eitthvað allt annað og öðruvísi í staðinn fyrir tónleikana sem þó uppfyllir þetta tómarúm sem verður. Það er hægt að gera svo marga skemmtilega hluti.“ Á tónleikunum á menningar- nótt hafa allar helstu hljómsveitir landsins komið fram, þar á meðal Stuðmenn, Sálin hans Jóns míns, Bubbi, Lögreglukórinn og Quara- shi heitin svo einhverjar séu nefndar. kristjan@frettbladid.is MENNINGARNÓTT: BREYTING Á DAGSKRÁ Nýtt tónlistarhús spillir fyrir stórtónleikum MENNINGARNÓTT Tónleikarnir á miðbakkanum hafa verið einn af hápunktum menningarnætur. SIF GUNNARSDÓTTIR Verkefnastjórinn hjá Reykjavíkurborg er örugg á því að fólk finni sér eitthvað annað við hæfi á menningar- nótt. opið alla laugardaga 11-14 Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA, VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA Á grillið! Nýr humar, lúða, sólþurrkaður saltfi skur, skötuselur og keila. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.