Fréttablaðið - 20.07.2006, Síða 4
4 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR
����������������������������������������� ������������
�������������
������������
���������������������
������������������������������������������������������������������
������
�������
����
����
������
�
������
���
��� ��� ��
�������������� ���
��������������
�����
LÖGREGLUMÁL Fjögur umfangs-
mikil fjársvikamál eru nú til rann-
sóknar hjá lögreglunni í Reykja-
vík. Í öllum tilvikum er um að
ræða þjófnaði af bankareikning-
um fólks, þar sem þjófarnir hafa
farið án heimildar inn í heima-
banka viðkomandi og millifært
fjármuni út af reikningum þeirra.
Í þremur af þessum málum eru
fleiri tilvik en eitt og um umtals-
verðar fjárhæðir að ræða, sam-
kvæmt upplýsingum Fréttablaðs-
ins.
Fyrsta málið af þessum fjórum
er þannig vaxið að í október 2005
voru millifærðar fjárhæðir út af
reikningum í bönkum hér. Það var
gert frá erlendum IP-tölum, sem
þýðir að tölvurnar erlendis voru
notaðar. Fjárhæðirnar voru lagðar
inn á reikninga tveggja einstakl-
inga hér á landi. Þeir tóku síðan
peningana út og sendu þá með
peningaflutningafyrirtækinu
Western Union til eins af
Eystrasaltslöndunum. Er talið að
þeir erlendu einstaklingar sem
fóru án heimildar inn í heimabank-
ana hafi haft samband við menn-
ina tvo hér til að geta notað reikn-
inga þeirra, þannig að um eins
konar peningaþvætti hafi verið að
ræða. Öðrum mannanna hafði
verið boðið starf við peningaflutn-
inga gegn þóknun. Hinn maðurinn
gaf þær skýringar að hafa ætlað
að stofna netsölufyrirtæki og
tjáðu erlendu aðilarnir honum að
lagðar yrðu fjárhæðir inn á reikn-
ing hans, um lán fyrir vörukaup-
um væri að ræða.
Um mánaðamótin nóvember-
desember 2005 kom næsta þjófn-
aðarmál upp. Þá var millifært úr
heimabönkum frá íslenskri IP-tölu
yfir á reikninga manna sem komið
höfðu við sögu lögreglu. Slíkar
færslur voru gerðar í sex tilvikum
og þar reyndist einnig vera um
umtalsverðar fjárhæðir að ræða.
Við rannsókn lögreglu kom í ljós
að í öllum tilvikunum áttu milli-
færslurnar sér stað í gegnum opna
þráðlausa beina sem víða eru stað-
settir.
Þriðja málið kom upp í mars á
þessu ári. Þá var færð frá íslenskri
IP-tölu há fjárhæð úr heimabanka,
einnig inn á reikning einstaklings
sem hefur áður komið við sögu
lögreglu. Samkvæmt upplýsing-
um Fréttablaðsins eru tengsl milli
tveggja síðustu málanna og leikur
grunur á að sömu þjófar hafi verið
að verki.
Síðasta málið kom upp nýlega,
en þá voru notuð SMS-skilaboð til
fólks um að það hefði verið skráð
á sérstaka stefnumótasíðu og yrði
að skrá sig út af henni, ella yrði
viðkomandi að borga tiltekna upp-
hæð. Um leið og viðkomandi
afskráði sig af umræddri stefnu-
mótasíðu komst vírus í tölvuna
sem safnaði saman nauðsynlegum
upplýsingum um hvernig þjófarn-
ir kæmust inn á heimabanka við-
komandi og síðan voru fjárhæðir
millifærðar á bankareikninga
erlendis.
Tvö tilvik í þessu máli hafa
verið kærð til lögreglu og mun
henni kunnugt um tvö til víðbótar.
Samkvæmt upplýsingum sem
Fréttablaðið hefur aflað sér nema
upphæðir í öllum þessum fjár-
svikamálum nær tuttugu milljón-
um króna.
Lögreglan hvetur fólk enn sem
fyrr til að láta yfirfara varnarbún-
að í tölvum sínum og fylgjast með
heimabankafærslum.
jss@frettabladid.is
Milljónir yfirfærðar
af bankareikningum
Rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á umfangsmiklum fjársvikamálum leiðir
meðal annars til gruns um peningaþvætti hér á landi. Upphæðum sem nema
nær 20 milljónum króna hefur verið stolið af bankareikningum Íslendinga.
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 19.07.2006
Bandaríkjadalur 74,69 75,05
Sterlingspund 136,49 137,15
Evra 93,31 93,83
Dönsk króna 12,505 12,579
Norsk króna 11,711 121,779
Sænsk króna 10,071 10,131
Japanskt jen 0,6366 0,6404
SDR 109,45 110,11
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
129,6199
Gengisvísitala krónunnar
JERÚSALEM, AP Ísraelsk yfirvöld segja
að eldflaug Hizbollah-samtakanna
hafi skemmt byggingu í Nasaret.
Þrennt er talið látið, þar af tvö börn.
Jesús Kristur er oft kenndur við
Nasaret og bæinn prýða fjölmargar
kirkjur og önnur kennileiti krist-
innar trúar, en ekki er vitað til þess
að skemmdir hafi orðið á þeim. Íbúar
bæjarins eru flestir af arabísku
bergi brotnir.
Alls hafa sextán ísraelskir borg-
arar og tólf hermenn látið lífið í átök-
unum en tala látinna líbanskra borg-
ara nálgast þriðja hundraðið. - kóþ
Stríðið í Mið-Austurlöndum:
Sprengjuregn
í Nasaret
FJÖLMIÐLAR Hádegisfréttir NFS í
gær voru með óvenjulegu sniði, en
þeim var varpað beint út frá Ægis-
garði við Reykjavíkurhöfn. „Við
vitum ekki til þess að sjónvarps-
fréttatími hafi áður verið sendur út
í heild sinni undir beru lofti,“ segir
Þór Jónsson, varafréttastjóri NFS.
„Stundum hafa verið sendar út
útvarpsfréttir utandyra, en aldrei
sjónvarpsfréttir.“
„Það var svo glimrandi gott
veður að okkur fannst sniðugt að
prófa þetta. Tæknimenn fóru strax
í málið og þetta gekk áfallalítið. Svo
var skemmtilegt hversu margir
komu til að kíkja á okkur, eftir að
hafa heyrt í okkur í útvarpinu,“
segir Þór. - sgj
Hádegisfréttir NFS í gær:
Fréttir undir
berum himni
HÁDEGISFRÉTTIR NFS Hafliði Helgason og
Þór Jónsson njóta veðurblíðunnar í beinni
útsendingu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
UMFANGSMIKIL RANNSÓKN Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar fjögur stór fjársvika-
mál þar sem þjófar hafa ráðist inn á bankareikninga fólks og millifært yfir á aðra reikninga.
SVÍÞJÓÐ, AP Raðnauðgarinn Niklas
Lindgren, 33 ára, fékk í gær fjórtán
ára dóm fyrir þrjár nauðganir, eina
tilraun til nauðgunar og eina morð-
tilraun í bænum Umeå í norðurhluta
Svíþjóðar. Einnig greiðir hann tæpar
níu milljónir króna í miskabætur til
þeirra fimm kvenna, frá 15 til 51 árs
að aldri, sem hann réðst á, en árás-
irnar voru á árunum 1998 til 2005.
Ein nauðgunarákæra féll niður.
Lindgren var kallaður „Haga-
maðurinn“ af sænskum fjölmiðlum,
eftir hverfinu þar sem árásirnar
áttu sér stað. Rannsóknin var sú
ítarlegasta sem farið hefur fram í
Umeå. 2.500 manns voru yfirheyrð-
ir og 777 DNA-sýni tekin. -sgj
Raðnauðgari dæmdur:
Hagamaður-
inn fær 14 ár
BANDARÍKIN, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti beitti neitunar-
valdi í fyrsta sinn í gær gegn
lögum um að veita auknu ríkis-
fjármagni til rannsókna á stofn-
frumum úr fósturvísum.
„Þessir drengir og stúlkur eru
ekki varahlutir,“ sagði Bush á
fundi í gær með foreldrum sem
ættleitt hafa fósturvísa annarra
para og notað þá til að eignast
börn.
Bush hefur setið í forsetastóln-
um í fimm og hálft ár. Er
Repúblikanaflokkur hans klofinn í
afstöðu sinni til stofnfrumurann-
sókna sem talið er að geti hjálpað
sjúklingum með sjúkdóma á borð
við Alzheimer og Parkinson.
Til samanburðar má nefna að
forveri Bush, Bill Clinton, beitti
neitunarvaldi 38 sinnum og
George Bush eldri 44 sinnum. - smk
Stofnfrumurannsóknir:
Bush beitir
neitunarvaldi
BUSH MEÐ BARN Barnið sem George W.
Bush heldur hér á var ættleitt þegar það
var frosinn fósturvísir.
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Aðkoma
einkaaðila að öryggisleit á Kefla-
víkurflugvelli er tímabundin ráð-
stöfun sem verður endurskoðuð á
haustmánuðum að sögn Björns
Inga Knútssonar, flugvallarstjóra
á Keflavíkurflugvelli. Álíta margir
þetta fyrsta skrefið í átt að einka-
væðingu öryggisgæslu á vellinum.
Athugasemdir bárust frá eftir-
litsstofnun evrópska efnahags-
svæðisins í febrúar við að öryggis-
leit á komufarþegum frá löndum
utan ESB væri ekki fyrir hendi. Að
sögn Björns þurfti að bregðast
skjótt við þessum athugasemdum.
„Við hefðum þurft að ráða inn 30 til
40 manns til að takast á við þessa
viðbót í starfsemi sem var ekki að
nást þó auglýst hafi verið eftir
fólki og því snerum við okkur til
einkaaðila.“
Lögreglumenn og tollverðir sem
Fréttablaðið hefur rætt við telja að
starfsmenn utanaðkomandi öryggis-
gæslufyrirtækja hafi engan rétt til
líkamsleitar á fólki og segja þeir
dæmi um að karlkyns öryggisverð-
ir leiti á kvenkyns farþegum, sem
er ólöglegt með öllu.
Björn segir að ekki hafi nein
kvörtun borist vegna öryggisleitar,
hvorki skrifleg né munnleg.
„Öryggisleitin er alltaf undir stjórn
starfsmanna flugmálastjórnar.
Starfsmenn öryggisþjónustanna
voru sendir á námskeið um hvernig
standa eigi að öryggisleit og sinna
starfinu af stakri prýði.“
- sdg
VOPNALEITARSALUR Í LEIFSSTÖÐ Starfs-
menn Securitas og Öryggismiðstöðvar
Íslands sinna öryggisleit ásamt starfsmönn-
um Flugmálastjórnar.
Starfsmenn öryggisþjónusta sinna öryggisleit á Keflavíkurflugvelli:
Aðeins tímabundin ráðstöfun
Keyrt á barn Keyrt var á barn við
götuna Sambyggð í Þorlákshöfn í gær.
Barnið var flutt með einkabifreið á
sjúkrahúsið á Selfossi en meiðsli þess
reyndust minniháttar. Sauma þurfti
nokkur spor vegna skurðar á fæti.
Níu stöðvaðir Lögreglan í Hafnar-
firði stöðvaði í gær níu ökumenn fyrir
að nota ekki bílbelti við keyrslu á
vegum í Hafnarfirði. Einn ökumaður var
stöðvaður með útrunnið ökuskírteini.
Fjöldi ökumanna hefur verið stöðvaður í
bílbeltaátaki á vegum lögreglunnar.
LÖGREGLUFRÉTT