Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 6

Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 6
6 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR Okkar þekking nýtist þér ... Ókeypis ráðgjöf ! Sími: 440 - 1800 Komfort loftkæling Er heitt og þungt loft á þínum vinnustað? www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... * Rétt hitastig og hreint loft * Eyðir svifögnum, lykt ofl. * Bætir heilsuna og eykur vellíðan og afköst starfsmanna KJÖRKASSINN Brást ríkisstjórnin rétt við gagn- vart Íslendingunum í Beirút? Já 83% Nei 17% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að lækkun matarskatts skili sér til neytenda? Segðu skoðun þína á visir.is LÍBANON, AP Bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafa komið sér saman um að ísraelski herinn geti haldið áfram árásum sínum á Líbanon, athugasemdalaust af hálfu Banda- ríkjanna, í um það bil eina viku í viðbót með það markmið að valda sem mestu tjóni á vígbúnaði Hiz- bollah-samtakanna, að því er bæði bandaríska dagblaðið New York Times og breska dagblaðið Guardian héldu fram í gær. Að því búnu muni Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, halda af stað til Ísraels og Líbanons til þess að þrýsta á um vopnahlé. Tony Snow, tals- maður Hvíta hússins í Washing- ton, staðfesti það á blaðamanna- fundi í gær að bandarísk stjórnvöld teldu rétt að Ísrael héldi árásunum áfram þangað til Hizbollah-samtökin yrðu orðin óvíg. „Vopnahlé sem myndi skilja vígbúnað hryðjuverkamanna eftir óskemmdan er óviðunandi,“ sagði hann. Ísraelar héldu því fram í gær að með loftárásunum hefði þeim tekist að eyðileggja um það bil helminginn af vígbúnaði Hiz- bollah-samtakanna, að því er fram kemur í fréttaskeyti frá AP-frétta- stofunni. „Það tekur okkur ein- hvern tíma að eyðileggja það sem eftir er,“ sagði Alon Friedman, herforingi í ísraelska landhernum, í viðtali við útvarpsstöð Ísraels- hers í gær. Evrópusambandið er ósam- mála þessu. Javier Solana, utan- ríkismálafulltrúi Evrópusam- bandsins, sagði í gær nauðsynlegt að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Áður hafði Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, gert kröfu um að samið yrði um vopnahlé sem allra fyrst. Ísraelsk stjórnvöld höfðu á þriðjudaginn sagst undir það búin að átökin stæðu vikum saman. Átökin, sem nú þegar hafa staðið í rúma viku, hafa orðið um þrjú hundruð manns að bana og um það bil hálf milljón manna hefur hrakist að heiman vegna þeirra. Fuad Saniora, forsætisráð- herra Líbanons, sagðist í gær ætla að krefja Ísrael um skaðabætur vegna þess tjóns sem árásirnar hafa valdið. „Er þetta það sem alþjóðasam- félagið kallar rétt til sjálfs- varnar?“ spurði hann á fundi með erlendum sendiherrum í Líbanon. Meðal þeirra sem hlýddu á mál hans var sendiherra Bandaríkj- anna. gudsteinn@frettabladid.is Á LEIÐ YFIR LANDAMÆRIN Ísraelskir hermenn héldu yfir landamærin til Líbanons í gær og lentu þar í hörðum átökum við liðsmenn Hiz- bollah, sem kostuðu tvo ísraelska hermenn og einn Hizbollah-mann lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ísraelar hafa viku til að gera árásir Ísraelski herinn ætlar sér að eyðileggja allan vígbúnað Hizbollah áður en árás- um á Líbanon verður hætt. Evrópuríki eru ósátt við afstöðu Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Líbanons ætlar að krefja Ísrael um skaðabætur. OLÍA Úrskurðarnefnd upplýsinga- mála hefur gert Ríkiskaupum að afhenda forráðamönnum Atlants- olíu niðurstöðu útboðs frá því árið 2003 vegna eldsneytiskaupa ríkis- stofnana. Ríkiskaup hafði neitað að láta gögnin af hendi og kærði Atlantsolía neitunina. Gögnin verða afhent á hádegi í dag. Gögnin sýna verðið sem ríkið greiðir Skeljungi og Olís fyrir eldsneyti, olíur og rekstrarvörur á ökutæki og vélar. Samið var til þriggja ára og hefur samningur- inn verið tvíframlengdur og gildir hann til 30. apríl á næsta ári. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að verð og afslættir sem ríkið greiddi félli undir mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækj- anna. Albert Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri Atlantsolíu, segir að upplýsingar eigi að fullvissa forsvarmenn fyrirtækisins um að í þeim leynist ekki eimur frá fornri tíð. Þar á hann við verðsam- ráð olíufélaganna: „Þegar upphaf- legt útboð var sett í gang 2003 voru markaðsaðstæður með öðrum hætti en nú,“ segir Albert. Hann segir samkeppnina hafa aukist og að verðið bjóðist nú lægra: „Við viljum sannreyna hvort unnt sé að bjóða betur en gert var fyrir þremur árum.“ - gag Úrskurðarnefnd upplýsingamála úrskurðar Atlantsolíu í vil: Afsláttur til ríkisins upplýstur VIÐ FYRSTU BENSÍNSTÖÐ ATLANTSOLÍU Framkvæmdastjórinn Albert Þór Magnússon segir ákvörðun úrskurðar- nefndar upplýsingamála, Atlantsolíu í vil, sigur fyrir fyrirtækið sem og almenning. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN MENGUN Rússneski togarinn Tsefey kom inn til Hafnarfjarðar- hafnar á mánudag vegna vélarbil- unar. Síðan hefur togarinn spúð svörtum reyk án afláts yfir hafnar- svæðið svo að svartan reykjar- mökk hefur lagt yfir stórt svæði í og við höfnina. Mökkurinn var sýnilegur úr margra kílómetra fjarlægð í gær. Reykurinn kom úr ljósavél skipsins, sem sér því fyrir raf- magni. Hafnarfjarðarhöfn getur ekki séð togaranum fyrir raf- magni því rafkerfi skipsins er frumstætt, eins og tilfellið er í mörgum skipum af þessum slóð- um. Rússarnir þurfa því yfirleitt að sjá sér sjálfir fyrir rafmagni, þó það heyri til undantekninga að jafn mikil mengun hljótist af. Íbúar í nágrenni hafnarinnar kvörtuðu til hafnaryfirvalda yfir megnri fýlu og sjónmengun af völdum reyksins. „Þetta er auðvit- að mjög bagalegt og við vonum að gert verði við togarann með hraði svo við losnum við hann héðan sem fyrst,“ segir Már Sveinbjörns- son hafnarstjóri. „Við vonuðumst til að losna við hann í dag, en umboðsmaður skipsins segir að búið verði að gera við hann á morgun og þá fari hann, sem við vonum að standist.“ Magnús Þórarinsson, umboðs- maður togarans, staðfesti við blaðamann að skipið myndi fara í dag ef allt gengur að óskum. Skip- inu verður fyrst siglt út á ytri höfn í prufusiglingar og ef engin vand- ræði koma upp heldur það á miðin í framhaldi, íbúum Hafnarfjarðar án efa til mikillar ánægju. - æþe Rússneskur togari í Hafnarfjarðarhöfn spúir svörtum reyk yfir bæinn: Svart reykjarský yfir firðinum RÚSSNESKI TOGARINN TSEFEY Reykjar- mökkurinn frá skipinu var sýnilegur úr nokkurra kílómetra fjarlægð. SLYS Ríflega þrítugur svifhlífar- stökksmaður fótbrotnaði þegar hann brotlenti í norðurhlíð fjalls- ins Þorbjarnar við Grindavík um hádegisbil í gær. Maðurinn var á ferð með föður sínum en eftir að hafa stokkið fram af fjallinu skellti sterk vind- hviða honum aftur í bjargið með þeim afleiðingum að hann fót- brotnaði en slapp að öðru leyti ómeiddur. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur, þar sem hann gekkst undir skoðun. Lögreglan í Keflavík kannast ekki við að fallhlífar-, svifhlífar- eða svifdrekastökk séu stunduð af Þorbirni. - sh Svifhlífarstökksmaður: Skall í fjallshlíð eftir vindhviðu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.