Fréttablaðið - 20.07.2006, Qupperneq 8
8 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR
VEISTU SVARIÐ?
1Eftir hvern er málverkið Sumar-dagur í sveit sem er verðmætasta
listaverk RÚV?
2Hversu mikið var virði gullforða Seðlabankans í júní?
3Hvaða stjórnmálaflokkur fékk nýverið staðfestingu dómstóla í
Hollandi á lögmæti sínu?
SVÖR Á BLS. 50
KAUPMANNAHÖFN, AP Søren Esper-
sen, þingmaður danska Þjóðar-
flokksins, fer fram á að allir Danir
sem koma heim vegna átakanna í
Líbanon verði yfirheyrðir um
hvort þeir hafi verið á atvinnuleysis-
bótum þar eystra.
Þingmaðurinn segir þetta „ein-
stakt tækifæri“ til að sannreyna
hvort einhverjir hinna 1.700
dönsku flóttamanna, sem margir
eru af líbönskum uppruna, hafi
svindlað á danska velferðarkerf-
inu.
Samkvæmt dönskum lögum
þarf bótaþegi að tilkynna ríkinu
um brottför sína úr landi og segir
Espersen að tryggja þurfi að bóta-
þegar séu í virkri atvinnuleit en
ekki sumarfríi.
Hörð viðbrög hafa verið við
ummælum Espersens í Danmörku
og sagði einn andstæðinga hans
þau „smekklaus og tillitslaus“ og
að þau vitnuðu um „skort á almennu
velsæmi,“ í ljósi áfalls hinna heim-
komandi. Þjóðarflokkurinn þykir
neikvæður í garð innflytjenda í
Danmörku, sérstaklega þeirra sem
aðhyllast íslamstrú. - kóþ
Þingmaður danska Þjóðarflokksins vill kanna svindl á velferðarkerfinu:
Flóttamenn verði yfirheyrðir
HEIMKOMAN Þessir dönsku flóttamenn lentu á Kastrup-flugvelli í vikunni og voru að
vonum fegnir heimkomunni. NORDICPHOTO/AFP
1.390.000,- Bílumst!
Nýr, fallegri og miklu
betri Opel.
��� �����������������������������������������������������������������
��� ��������������������������������������������������������
�������������������������� ���������
����������������������������� ��� �����
������ �����������������
����������������� ������������������������ ���������
����������������� ���������� �
����� ����������� ����������������������
LEIÐANGUR Nákvæmt dýptarkort af
6.700 ferkílómetra svæði á og við
Reykjaneshrygg er afrakstur leið-
angurs rannsóknarskipsins Árna
Friðrikssonar. Leiðangurinn stóð
yfir í tvær vikur og var markmið
hans að kortleggja með fjölgeisla-
mælingum þekkt kóralsvæði,
friðuð veiðisvæði og mikilvægar
veiðislóðir ásamt því að afla upp-
lýsinga um jarðfræði hafsbotnsins.
Kortlagningin leggur grunninn
að fyrirhuguðum rannsóknum á
búsvæðum kórala og áhrifum
svæðafriðunar á samfélög botn-
dýra þar sem beitt verður fjar-
stýrðum búnaði. - at
Árni Friðriksson í leiðangri:
Þekkt kóral-
svæði kortlögð
LANDHELGISGÆSLAN Björn Bjarna-
son dómsmálaráðherra hefur
kynnt fyrir ríkisstjórn skýrslu
um tillögur að framtíðarskipu-
lagi þyrlubjörgunarþjónustu á
Íslandi. Lagt er til að í þyrlu-
björgunarsveit Landhelgisgæsl-
unnar verði til frambúðar þrjár
stórar og langdrægar björgunar-
þyrlur auk Dauphin-þyrlunnar
TF-SIF. Þær verði keyptar nýjar
og Super Puma þyrla Landhelgis-
gæslunnar, TF-LÍF, verði seld.
Nýju þyrlurnar verða að geta
flogið 300 mílur á haf út hið
minnsta, geta híft 25 menn um
borð og flogið til baka og þá átt
varaeldsneyti til hálftíma flugs.
Ekki er við því búist að unnt
verði að fá þrjár nýjar þyrlur
keyptar til Landhelgisgæslunn-
ar fyrr en eftir 2010 og jafnvel
svo seint sem árið 2015. Ástæð-
an er sú að val, samningagerð,
hönnun og framleiðsla er taf-
samt ferli þar sem kröfur eru
miklar til véla sem eiga að starfa
við jafn krefjandi aðstæður og
eru hér við land. Sterklega
kemur til greina að samstarf
verði haft við norsk stjórnvöld
sem hyggjast endurnýja þyrlu-
flota sinn á sama tíma og Íslend-
ingar og að því fylgi nokkur
sparnaður.
Þrjár stórar björgunarþyrlur
eru grunnstærð þyrlusveitar
Landhelgisgæslu Íslands en
reynslan sýnir að óvænt atvik eru
algeng í rekstri slíkrar sveitar. Því
er lagt til að minni þyrla gæslunn-
ar, TF-SIF, verði áfram í eigu
Landhelgisgæslunnar þar sem
hún hentar vel til leitar- og björg-
unarstarfa þar sem ekki er þörf á
stærri þyrlu. Hagkvæmt er að
eiga áfram litla og meðfærilega
þyrlu eins og TF-SIF þar sem hún
er um helmingi ódýrari í rekstri
en stærri þyrlan, TF- LÍF, og getur
sinnt margvíslegum eftirlitsstörf-
um með minni tilkostnaði.
Mælt er með að allar þyrlur
Landhelgisgæslunnar verði stað-
settar í Reykjavík. Hagkvæmnis-
og öryggissjónarmið krefjast þess
að sveitin hafi bækistöð á einum
stað og að hún sé í tengslum við
höfuðstöðvar Landhelgisgæslu
Íslands. Hugmyndir um flutning
sveitarinnar til Keflavíkur virðast
því hafa verið blásnar af.
Þar til nýjar þyrlur verða
keyptar verður starfsgeta björg-
unarsveitarinnar tryggð með
leiguþyrlum. Kostnaður við kaup
nýju þyrlnanna þriggja er mikill
enda kostar ný sérútbúin björgun-
arþyrla tæpa tvo milljarða króna.
svavar@frettabladid.is
Þyrlusveitin
fer hvergi
Rekstur þyrlubjörgunarsveitar Landhelgisgæslunnar
verður tryggður með leiguþyrlum næstu árin. Kaup
á þremur nýjum þyrlum geta dregist til ársins 2015.
TF-SIF Dauphin-þyrlan verður áfram í eigu Landhelgisgæslunnar. Ekki hefur verið ákveðið
af hvaða tegund nýju þyrlurnar verða en nokkrar koma til greina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KJARAMÁL Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra segist ekki ætla að
afnema núverandi vaktakerfi flug-
umferðarstjóra í flugstjórnarmið-
stöðinni, en Félag
íslenskra flug-
umferðarstjóra
skoraði á hann á
dögunum að fella
vaktakerfið úr
gildi og taka upp
það kerfi sem
gilti áður. „Ég tel
afar mikilvægt
að stjórnendur
og flugumferðar-
stjórar nái sam-
komulagi um þetta, en niðurstöðu
Félagsdóms verður ekki áfrýjað.
Ég deili ekki við dómarann að því
leyti,“ segir hann.
Loftur Jóhannsson, formaður
félagsins, segist hafa heyrt af
ákvörðun Sturlu en ekkert hafi
verið rætt um hana innan félags-
ins. „Ég er sammála því að sætt-
ir eru besta lausnin á deilum en
við höfum enga aðkomu að mál-
inu í rauninni. Við sættum okkur
ekki við stöðuna eins og hún er.“
Félagsdómur úrskurðaði
nýlega að breytingar stjórnenda
Flugmálastjórnar á vaktakerfi
flugumferðarstjóra skyldu
standa þrátt fyrir mótmæli
starfsmanna. Meðal breytinga
er ný skilgreining á orðinu
„dagur“, en samkvæmt nýja
kerfinu má vikulegt 48 klukku-
stunda frí flugumferðarstjóra
hefjast hvenær sem er sólar-
hringsins. - sþs
Samgönguráðherra um áskorun flugumferðarstjóra:
Segist ekki deila
við dómarann
STURLA
BÖÐVARSSON
KÍNA, AP Efnahagur Kínverja er í
örum vexti þessi misserin. Hag-
vöxtur á síðasta ársfjórðungi nam
11,3 prósentum og hefur ekki
verið meiri í áratug.
Kínversk stjórnvöld óttast að
miklar byggingarframkvæmdir
og örlæti banka á lánsfé geti ýtt af
stað verðbólgu. Talið er líklegt að
þau bregðist við þeirri hættu með
því að hækka vexti og fella geng-
ið.
Útflutningur hefur einnig vaxið
hröðum skrefum, en verðbólga
mælist þó aðeins 1,3 prósent um
þessar mundir. - gb
Kínversk stjórnvöld óttast verðbólgu:
Hagsældin vex hratt
Á REIÐHJÓLI Í SJANGHAÍ Nýjar byggingar
rísa hratt í Kína um þessar mundir.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NOREGUR Norðmenn óttast nú að
fuglaflensa hafi borist inn í land-
ið með ólöglegri sölu á fuglum
frá Danmörku, kemur fram í
frétt Aftenposten í gær. Þó ekki
sé um mannskæða veiruafbrigð-
ið að ræða líta Norðmenn málið
afar alvarlegum augum.
Nær ómögulegt er að finna
alla fuglana, sem flestir voru
hænsnfuglar keyptir til undan-
eldis, en frá janúar fram í mars
keyptu Norðmenn fugla frá
Viborg í Danmörku fyrir um
750.000 íslenskar krónur.
Norsk yfirvöld fara þess á
leit við þá sem gætu hafa keypt
fugla frá Viborg að þeir hafi
samband við sig og láti aflífa
fugla sína.
Um tuttugu þúsund fuglar
voru aflífaðir í Viborg í síðustu
viku.
- smk
Ólögleg fuglasala vekur ugg:
Norðmenn ótt-
ast fuglaflensu