Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 16

Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 16
 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Um eitt hundrað göngu- menn leggja af stað á laugardagsmorgun í sólar- hringsgöngu um tinda Glerárdals í Eyjafirði. Gengið verður á 24 tinda á 24 klukkustundum. Fjöldi göngumanna hefur tvöfald- ast síðan í fyrra. „Það er höfuðið sem skiptir mestu máli. Fólk þarf að hafa trú á að það komist þetta,“ segir Ragnar Sverrisson, kaupmaður á Akureyri, sem fer fyrir göngu- mönnum. Líkamlegt atgervi skiptir vitaskuld máli en ekki öllu og það eitt og sér ræður ekki úrslitum. Gangan langa er talsverð þol- raun, enda tindarnir í Glerárdal tignarlegir. Nokkrir þeirra eru yfir 1.400 metrar og sá hæsti − Kerling − er 1.538 metrar. Alls leggja þeir sem fara á alla tind- ana um fimmtíu kílómetra að baki. Sérstakt félag hefur verið stofnað utan um Glerárdalsgöng- una og er Ragnar formaður þess. 46 tóku þátt í göngunni í fyrra og gengu 17 á alla 24 tindana. Aðrir fóru ekki alla leið eða slógust í hópinn á göngunni miðri. Sama verður uppi á teningunum að þessu sinni, fólki er í sjálfsvald sett hve langt það gengur og getur notið aðstoðar björgunar- sveitarmanna í Súlum við að komast á milli staða. Þá verður gengið í þremur hópum sem fara mishratt yfir. Ragnar segir tímann líða hratt á göngu sem þessari. „Maður gleymir alveg tímanum, þetta er svo mikil áskorun og maður hugsar bara um að komast á næsta tind.“ Veðrið var göngumönnum hagstætt í fyrra og segir Ragnar spána fyrir laugardaginn góða. Fyrir utan mat þarf fólk helst að hafa með sér plástra enda kunna fætur að særast þegar skrefin eru mörg. Þá er von á góðgæti af himnum ofan, því flugkapparnir Arngrímur Jóhannsson, kenndur við Atlanta, og Magnús Þor- steinsson, kenndur við Avion, ætla að fljúga yfir gönguleiðina og kasta niður vatni, orkudrykkj- um og sviðasultu. Ragnar er fullur tilhlökkunar enda hefur undirbúningur göng- unnar staðið lengi. Honum er líka enn í fersku minni hve stór- fenglegt ferðalagið var í fyrra og vill því óður og uppvægur endurtaka leikinn. „Fallegast var að standa á Kerlingu klukkan eitt um nóttina og sjá roðann í norðri,“ svarar Ragnar spurður um fallegustu sýnina á leiðinni í fyrra. Viðbúið er að sú sýn verði ekki síðri í ár. bjorn@frettabladid.is ÁFRAM GAKK Gengið eftir Vindheimajökli frá Bungu að Strýtu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLAFUR SVERRISSON HORFT TIL NORÐURS Ekki er aðeins gengið í Glerárdalshringnum heldur líka horft enda útsýnið með eindæmum og fegurðin mikil. FRÉTTABLAÐIÐ/HELGI BORG LAGT Á BRATTANN Gengið eftir fjallshryggnum sem liggur að Súlum. Bóndi, Þríklakkar og Kerling sjást í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLAFUR SVERRISSON 24 tindar á 24 klukkustundum ÞÁTTTAKENDUR Í GLERÁRDALSHRINGNUM 2005 Gangan hófst við Skíðahótelið í Hlíðarfjalli og þaðan verður einnig lagt upp í ár. 46 lögðu af stað í fyrra og 17 gengu allan hringinn. FRÉTTABLAÐIÐ/HELGI BORG GLAÐBEITTIR GÖNGUMENN Á STEINSFELLI Hér má sjá Ragnar Sverrisson, Kristján Þórisson og Valtý Hreiðarsson. Í bakgrunni eru Tröllatind- ur, Tröllahyrna og Tröllafjall. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLAFUR SVERRISSON „Það er bara allt gott að frétta, eins og á að vera á svona sólardögum. Þá reynir maður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Guðmund- ur Gíslason, forstöðumaður fangelsa á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur er mjög ánægður með að sólin sé loksins farin að láta sjá sig. „Ég vona að hún verði hjá okkur sem lengst, og veitir ekki af enda búið að vera helst til hráslagalegt hjá okkur það sem af er sumri.“ Hann býr þó ekki svo vel að geta legið sæta sumardaga heima- við því hann á ekki marga frídaga eftir. „Ég fór í frí þegar var kuldi og fer að vinna þegar sólin kemur,“ bætir hann við. Aðsetur forstöðumanns fangelsa á höfuðborgarsvæðinu er í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og segir Guðmund- ur að sólin skíni líka niður í garðinn við Hegningarhúsið. „Bæði þeir sem eru í fangelsi og þeir sem starfa við þetta reyna að nýta sér sólina sem mest. Við leyfum föngunum auðvitað að njóta sólar eins og við getum.“ Í starfi hefur Guðmundur í nógu að snúast. Hann segir að sá tími sé löngu liðinn þegar færri fangar voru í húsi á sumrin. „Það er alltaf nóg að gera hérna hjá okkur og nokk- uð stöðugt. Oft hefur verið þannig í þessum fangelsisbransa að það hefur verið rólegra á sumrin. Mér finnst þó eins og það gildi ekki núna og meiri traffík hérna en oft hefur verið,“ segir Guðmundur og bætir við að hann telji að öll fangelsin séu full um þessar mundir. Að óskoðuðu máli er Guðmund- ur ekki tilbúinn að gefa upp líklegar ástæður fyrir því að fleiri fangar eru nú í fangelsun- um. Hann segir sína tilfinningu þó vera að slíkt hljóti að skýrast af fleiri brotum og þyngri dómum. „En þetta er bara svona óábyrgt tal,“ bætir Guðmundur við. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐMUNDUR GÍSLASON, FORSTÖÐUMAÐUR FANGELSA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Fangarnir fá að njóta sólarinnar 1. Hlíðarfjall 2. Blátindur 3. Bunga 4. Strýta 5. Kista 6. Kambshnjúkur 7. Nafnlaust fjall 8. Tröllafjall 9. Tröllahyrna 10. Tröllatindur 11. Steinsfell 12. Snorragnúpur 13. Jökulborg 14. Kistufjall 15. Nafnlaust fjall 16. Stóristallur 17. Glerárdals- hnjúkur 18. Kerling 19. Þríklakkar 20. Bóndi 21. Litli Krummi 22. Stóri Krummi 23. Syðri Súlur 24. Ytri Súlur FJÖLLIN Í RÉTTRI RÖÐ Vegatollur er ekkert grín „Við látum engan sleppa án þess að borga.“ MARINÓ TRYGGVASON, ÖRYGG- ISFULLTRÚI SPALAR SEM REKUR HVALFJARÐARGÖNGIN. FRÉTTA- BLAÐIÐ 19. JÚLÍ. Góð vísa? „Sólin fer að leika stærra hlutverk í okkar lífi á næst- unni.“ SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON VEÐURFRÆÐINGUR UM GÓÐA VEÐRIÐ SEM ALLTAF ER ALVEG AÐ KOMA. FRÉTTABLAÐIÐ 19. JÚLÍ. Sorglegt Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, segir hræðilegt að heyra um stjórnmálaflokk barnaníð- inga í Hollandi sem berst fyrir því að kynlífsaldur verði lækkaður niður í tólf ár úr sextán árum. Hollenskur dóm- stóll neitaði á mánudaginn að banna flokkinn á þeim grundvelli að það væri réttur kjósenda að dæma um lögmæti stjórnmálaflokks. „Ofbeldi á aldrei rétt á sér og það er sorglegt, ef satt er, að menn láti sér detta í hug að stofna stjórnmálaflokk sem hefur það á stefnuskrá sinni að berjast fyrir lækkun kynlífsaldurs úr sextán árum í tólf.“ Anna Elísabet segir að börn séu langt frá því að hafa tekið út andlegan eða líkamlegan þroska sinn tólf ára og efnið því stórfurðulegt baráttumál hjá stjórnmálaflokki. „Enda virðast vera á ferð menn sem eiga yfir höfði sér ásakanir og jafnvel dóma um kynferðis- ofbeldi. Niðurstaða dómstólsins sem neitaði að banna stjórnmálaflokkinn er einkennileg og ekki til þess fallin að vernda börn.“ SJÓNARHÓLL FLOKKUR NÍÐINGA Í HOLLANDI ANNA ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR FORSTJÓRI LÝÐHEILSUSTÖÐVAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.