Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 22

Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 22
 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.450 -0,34% Fjöldi viðskipta: 116 Velta: 811 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 63,00 +0,48% ... Alfesca 4,23 -1,17% ... Atlantic Petroleum 585,00 +0,17% ... Atorka 6,23 +0,48% ... Avion 33,10 +0,00% ... Bakkavör 48,40 -0,62% ... Dagsbrún 5,58 -0,36% ... FL Group 16,50 -0,60% ... ... Glitnir 16,80 +0,60% ... KB banki 737,00 +0,96% ... Landsbankinn 21,10 -0,47% ... Marel 73,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,10 +0,00% ... Straumur-Burðarás 16,50 -0,60% ... Össur 112,50 -0,44% MESTA HÆKKUN KB banki 0,96% Glitnir 0,60% Atorka 0,48% MESTA LÆKKUN Alfeska 1,17% Bakkavör 0,62% Straum.-Bur.0,60%x,xx% Íbúðalán viðskiptabankanna hafa dregist saman úr tæpum 34,4 millj- örðum króna á mánuði, þegar mest var í október 2004, í 7,5 milljarða í maí síðastliðnum, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Samdrátturinn nemur sjötíu og fimm prósentum. Nýjum íbúðalánum bankanna hefur fækkað úr rúmlega þrjú þúsund í tæplega átta hundruð á sama tímabili. Tólf mánaða lækk- un nemur sextíu prósentum. Mark- aðshlutdeild bankanna á íbúða- lánamarkaði er nú fjörutíu og fimm prósent, Íbúðalánasjóðs litlu minni og lífeyrissjóðanna um tólf prósent. Vala Pálsdóttir, upplýsingafull- trúi Glitnis, segir þrjá meginþætti valda því að íbúðalán bankans hafi dregist saman; í fyrsta lagi hafi hægst á hjólum efnahagslífsins og eðlilegt að fólk haldi að sér hönd- um þegar kemur að stórum fjár- festingum. Þá hafi hægst á fast- eignamarkaði síðan bankarnir fóru fyrst inn. Síðast en ekki síst hafi vaxtahækkanir orðið til þess að dregið hafi úr eftirspurn eftir íbúðalánum. „Við finnum fyrir þessum samdrætti eins og allir aðrir. Það var mikil gróska hérna þegar bankarnir fóru inn á íbúða- lánamarkað og svo virðist sem nú séu að koma fram ákveðin mettun- aráhrif.“ Þrengri lánsskilyrði og erfiðari markaðsaðstæður vegna hærri raunvaxta og lægra lánshlutfalls eru helstu orsakir samdráttar íbúðalána, að mati Magnúsar Árna Skúlasonar, forstöðumanns Rann- sóknarseturs í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Hann segir markaðinn leita í jafnvægi eftir sprenginguna sem varð þegar bankarnir hófu innreið sína á íbúðalánamarkað í ágúst 2004. „Þá verða skilyrðin mun hag- stæðari og eftirspurnin eykst gríð- arlega. Svo þegar allir eru búnir að skipta um húsnæði, liggur við einu sinni, er ekki nema eðlilegt að hægist á og markaðurinn leiti í jafnvægi.“ Árni segir að spennandi verði að fylgjast með leigumarkaðn- um á næstunni. „Það getur vel farið svo að fólk leiti í auknum mæli eftir leiguhúsnæði. Mér finnst ekki ólíklegt að leigu- markaðurinn taki við sér.“ jsk@frettabladid.is 75 prósenta sam- dráttur íbúðalána Íbúðalán viðskiptabankanna hafa dregist gríðarlega mikið saman síðan þeir hófu innreið sína á lánamarkað. Helstu orsakir eru versnandi efnahagsástand, hægari fasteignamarkaður og óhagstæðari lánsskilyrði. Sérfræðingur spáir því að leigumarkaðurinn taki við sér. 101 SKUGGAHVERFI Íbúðalán viðskiptabankanna námu 34,4 milljörðum króna á mánuði þegar mest lét. Síðan hafa þau dregist saman um sjötíu og fimm prósent. Sérfræðingur segir samdráttinn eðlilega afleiðingu þrengri lánsskilyrða og erfiðra markaðsaðstæðna. Tiltölulega litla verðlækkun þyrfti til þess að ekki yrði lengur hagkvæmt að byggja íbúðar- húsnæði í stað þess að kaupa. Greiningardeild Glitnis banka gerði lauslega könnun meðal verktaka sem leiddi í ljós að þeir myndu að meðaltali taka um 200 þúsund krónur á fermetrann til að byggja sérbýli á höfuðborgar- svæðinu. Það er ekki fjarri mark- aðsvirði sérbýlis, sem er á bilinu 200 til 240 þúsund krónur á fer- metrann um þessar mundir, miðað við höfuðborgarsvæðið. Hagstofan birti í gær vísitölu byggingarkostnaðar og hækkaði hún um 4,14 prósent frá því í júní. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Glitnis, segir að auk almennrar þenslu í hag- kerfinu megi að langmestu leyti rekja þessa miklu hækkun til endurskoðaðra kjarasamninga iðnaðarmanna og verkafólks. Hækkuðu laun, sem vega þyngst í byggingarvísitölunni, um 8,1 pró- sent. - hhs Lítill munur á því að kaupa og byggja IÐNAÐARMENN AÐ VERKI Litla verðlækkun á íbúðarhúsnæði þarf til þess að óhagkvæmt verði að byggja. Starfandi fólki fjölgaði um 7.800 á öðrum fjórðungi 2006 frá sama tíma fyrir ári, samkvæmt nýjustu mæl- ingum Hagstofunnar. Voru 171.600 starfandi af 178.700 manns á vinnu- markaði, sem jafngildir 85,1 pró- sents atvinnuþátttöku. Samkvæmt Morgunkorni Glitnis banka hafa aldrei fleiri verið starfandi á vinnu- markaði. Þar segir að af öllum lönd- um OECD sé þetta hlutfall einungis hærra í Sviss. Tölur Hagstofunnar sýna að fjög- ur prósent vinnuaflans, eða um 7.200 manns, voru að meðaltali án vinnu á öðrum ársfjórðungi. Er það nokkur aukning frá fyrsta ársfjórð- ungi þegar 2,4 prósenta atvinnuleysi mældist. Nýlegar tölur Vinnumála- stofnunar gefa hins vegar til kynna 1,3 prósenta atvinnuleysi fyrir sama tímabil. Þessi munur á sér eðlilegar skýringar samkvæmt Morgunkorn- inu þar sem skilgreining atvinnu- leysis í könnun Hagstofunnar er mjög ólík mælingu Vinnumálastofn- unar. Meirihluti þeirra sem mælast atvinnulausir samkvæmt Hagstof- unni eru þannig námsmenn í atvinnuleit, sem skýrir jafnframt að miklu leyti aukninguna milli árs- fjórðunga. - hhs Metfjöldi í vinnu MARKAÐSPUNKTAR... Kaupþing banki mun birta afkomu sína á fyrri helmingi ársins 2006 miðviku- daginn 26. júlí, fyrir opnun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn sama dag í höfuðstöðvum Kaupþings banka. Aðilar að samningum um kaup og sölu á hlutum í Straumi-Burðarási, sem til- kynnt var um 28. júní síðastliðinn, hafa náð samkomulagi um að færa frágang viðskiptanna frá 20. júlí til 4. ágúst næstkomandi. Engin breyting verður á skilmálum viðskiptanna, öðrum en tímasetningu á afhendingu hlutanna. Skráð hefur verið hlutafjárhækkun Dagsbrúnar hf. um 85.000.000 hluti sem tilkynnt var um hinn 14. júlí síðast- liðinn. Skráðir hlutir félagsins á Aðallista Kauphallar Íslands eftir hækkunina eru nú 6.014.871.824. Allir sjö meðlimir peningamál- anefndar Englandsbanka voru fylgjandi óbreyttum stýrivöxtum í landinu á fundi nefndarinnar í gær. Stýrivextir í Bretlandi standa nú í 4,5 prósentum og hafa verið óbreyttir í ellefu mánuði. David Walton, einn meðlimanna, sem lést í lok síð- asta mánaðar, var sá eini sem studdi hækkun vaxtanna. Með- limir nefndarinnar eiga að vera níu en hafa verið sjö í kjölfar bæði andláts Waltons og brott- hvarfs annars meðlims hennar. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, skipaði nýja menn í nefndina í síðustu viku og taka þeir sæti í henni síðar á árinu. - jab Óbreyttir stýri- vextir í Bretlandi VINNANDI MAÐUR Iðjuleysi er rót mik- ils vanda. Atvinnuleysi á Íslandi er með minna mót, en merkir eru um að úr þenslu á vinnumarkaði hafi dregið. Björgólfur Thor Björgólfsson er áfram formaður stjórnar Straums Burðaráss fjárfestingar- banka, en Hannes Smárason var kjörinn varaformaður bankans þegar stjórnin skipti með sér verkum. Stjórnin var sjálfkjörin á hluthafafundi í gær, en auk þeirra tveggja eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Eggert Magnússon og Birgir Már Ragnarsson kjörnir í stjórn- ina. Varaformennska Hannesar þykir benda til þess að vilji sé til þess að stærstu hluthafar bank- ans verði samstíga um að efla hann til frekari sóknar. Straum- ur skilaði uppgjöri yfir vænting- um við erfiðar markaðsaðstæð- ur. Forstjóra félagsins var sagt upp störfum og vildi Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, spyrjast fyrir um ástæður þess að svo fór, sérstaklega í ljósi góðrar afkomu bankans. Pétur Guðmundarson fundar- stjóri heimilaði ekki fyrirspurn Víglundar þar sem skýrt er kveð- ið á um það í samþykktum félags- ins að slíkar fyrirspurnir þurfi að berast viku fyrir hluthafa- fund. Þau skilyrði voru ekki upp- fyllt. Víglundur lét bóka mót- mæli við því sem hann kallaði ofríki fundarstjóra. - hh Hannes kosinn varaformaður stjórnar Straums Burðaráss SJÁLFKJÖRIÐ Í STJÓRN Stærstu fjárfestar landsins voru sjálfkjörnir í stjórn. Verka- skipting stjórnarinnar er þannig að fulltrúar stærstu hluthafa gegna formennsku og varaformennsku. Vilja frekar „specialöl“ Næststærsta bruggverksmiðja Danmerkur, Royal Unibrew, sem er að rúmlega tuttugu prósenta hlut í eigu FL Group, hefur hafið stórsókn gegn Carslberg, sem hefur svo lengi sem elstu menn muna verið ráðandi á dönskum ölmarkaði og hefur nú um fjöru- tíu prósenta markaðshlutdeild. Sókninni er aðallega beint að markaði með innfluttar eðalbjórtegundir en Danir virðast í ríkari mæli vilja erlendan eðal- bjór, „specialöl“, á kostnað hinna rótgrónu dönsku bjórtegunda; Tuborg og Carlsberg. Neysla hefðbundins dansks öls hefur snarminnkað síðustu ár á meðan neysla „fínni“ bjórtegunda hefur aukist um þrjátíu prósent það sem af er ári. Næsta skref Royal Unibrew og FL Group væri væntan- lega að opna sérverslun með öl hér á landi, ef ekki væri fyrir einokun ríkisins á því sviði. Stefnufesta í Straumi Á markaði er pískrað um að Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi ekki farið mikla frægðarför í tengslum við átök í Straumi. Þar er þó að finna samúð með spurningu Víglundar Þorsteinssonar um starfslok forstjóra. Á það er bent að uppgjör Straums hafi verið gott og að ekki sé nein merki að finna um það að stefna fyrirtækisins sé önnur en sú sem fyrrverandi forstjóri framfylgdi. Rótanna sé því að leita annars staðar og þá líklega í því að samband forstjórans við fyrrverandi hluthafa í Straumi hafi einfaldlega verið of gott. Peningaskápurinn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.