Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 24

Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 24
 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR24 hagur heimilanna MATUR OG NÆRING ÁGÚST ÓSKAR SIGURÐSSON MATVÆLAFRÆÐINGUR Þróun á drykkjarvörumarkaðnum Að fara með fjölskylduna í sund getur kostað sitt, en aðgangseyririnn er mismunandi eftir því hvar sundlaugin er. Allar sundlaugar í Reykjavík eru með eitt verð, 280 krón- ur fyrir fullorðna og 120 krónur fyrir börn sex til sextán ára. Í Sundlaug Kópavogs kostar það sama, en þar borga börnin barnagjald til átján ára aldurs. Úti á landi virðist örlítið dýrara að synda, í Sundlaug Akureyrar borgar fullorðinn 310 krónur fyrir aðgangsmiðann en barn 150 krónur, og í Sundlaug Eskifjarðar kostar 300 krónur fyrir fullorðinn en 150 krónur fyrir barn. Einna ódýrast er í Sundlaug Garðabæjar, en þar borga fullorðnir ekki nema 200 krónur og börn 100 krónur. ■ Hvað kostar... í sund? Misjafn aðgangseyrir eftir bæjarfélögum Satt best að segja luma ég á nokkrum húsráðum og það elsta er sennilega það að setja brauð í púðursykurinn til að mýkja hann en þetta er húsráð sem ég hef notað síðan ég hóf búskap. Annað húsráð er að nota tannkrem sem gerir tennurnar hvítari til að gera kaffibollana hvíta aftur, en þeir litast oft með tímanum af te og kaffi. Ef þetta ráð dugar ekki er gott ráð að setja ræstiduft í bollana og setja þá síðan í uppþvottavélina. GÓÐ HÚSRÁÐ TANNKREM Í KAFFIBOLLA ■ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður segir tannkrem gera kaffibollana hvíta að nýju.„Ég held að það hljóti að vera iPodinn minn,“ segir Sævar Þór Gíslason knattspyrnumaður spurður um bestu kaup sem hann hefur gert á ævinni. „Þetta er svona lítill iPod Nano sem ég keypti úti í Bandaríkjunum í desember, ég nota hann mjög mikið þegar ég er úti að hlaupa. Áður en ég keypti hann hlustaði ég ekki á neitt meðan ég var að hlaupa, það liggur við að það sé orðið gaman núna,“ segir hann og hlær. Verstu kaupin segir hann vera bláa silkiskyrtu sem hann fann á Indlandi. „Ég var á ferð með landsliðinu og ákvað að fjárfesta í einni svona skyrtu því þetta þótti voða flott þarna úti. Ég hef ekki klæðst henni einu sinni síðan ég kom heim. Þetta var skyrta úr ekta silki, ekkert rosalega dýr. Keypti hana í silkiverslun sem við rákumst á á röltinu. Hún þótti ekki mjög flott þegar heim var komið, og hefur verið inni í fataskáp síðan.“ Hann nefnir líka sófasettið sitt sem ein bestu kaup sem hann hefur gert. „Ég keypti það fyrir fjórum árum á ekkert sérstaklega mikinn pening. Þetta er hins vegar þægilegasti sófi sem ég hef nokkurn tímann setið í. Maður slakar alveg fullkomlega á í honum og það er erfitt að standa upp. Ég á vini mínum Finni Kolbeins mikið að þakka fyrir hann, en hann benti mér á sófann.” Sævar spilar með meist- araflokki Fylkis í knattspyrnu. Hann segist ekki þurfa að borga fyrir fótboltaskóna, annars hefði hann líklega nefnt þá sem bestu kaup. NEYTANDINN: SÆVAR ÞÓR GÍSLASON Tónlistin gerir skokkið skemmtilegra Verð á Nicotinell nikótíntyggjói hækkaði um 25 prósent hinn 1. júlí síðastliðinn. Að sögn Arnmunds Jónassonar, sölu- og markaðsstjóra hjá Icepharma sem flytur vöruna inn, er um síðbúna hækkun að ræða vegna gengis krónunnar. Reynt hafi verið að halda verðinu óbreyttu sem lengst en með versnandi gengi íslensku krónunnar gagnvart hinni dönsku hafi fyrirtækið ekki séð sér annað fært en að hækka verðið. Arnmundur segir sambærilegar vörur á markaðnum hafa hækkað svipað mikið undanfarið, sú hækkun hafi farið fram jafnt og þétt en ekki í einu stökki. Í Lyfju kostar 24 stykkja pakki af Nicotinell-nikótíntyggjói 715 krónur. 84 stykkja pakkinn er á 2.428 krónur og 204 stykkja pakki kostar 5.056 krónur. ■ Verslun og þjónusta Verð á nikótíntyggjói hækkar Ekki hefur farið framhjá mörgum að sífellt fleiri eru farnir að huga betur að eigin heilsu og mataræði. Á drykkjar- vörumarkaðnum hefur þessi þróun lýst sér á þann veg að neyslan er að færast frá sykruðum drykkjum í átt að orkusnauðari drykkjum, sykurskertum eða sykurlausum. Einnig hefur ásókn í vítamínbætta drykki aukist. Á íslenskum matvörumarkaði má finna mikinn fjölda mismunandi svaladrykkja auk hreinna safa. Þessa drykki má í grófum dráttum flokka í: 1. Sykraða gos- og svaladrykki. 2. Sykurskerta og sykurlausa drykki 3. Vatnsdrykki, stundum bætta vítamín- um eða steinefnum. Í matvöruverslunum er safnað upplýs- ingum um sölu þessara drykkja sem og annarra matvara. Samkvæmt þeim upplýsingum hefur sala þessara drykkja þróast á eftirfarandi hátt á síðustu árum. Þannig hefur sala á sykruðum drykkjum minnkað um rúm tuttugu prósent en sala sykurlausra og sykurskertra drykkja aukist um tæp sjö prósent og sala vatnsdrykkja um fjórtán prósent á þessu þriggja ára tímabili. Árið 2005 má segja að ákveðin vatnaskil hafi orðið á þess- um markaði þegar sykraðir drykkir fóru niður fyrir fimmtíu prósenta markaðs- hlutdeild. Athygli vekur hve mikið sala á kolsýrðu vatni og vatnsdrykkjum með vítamínum hefur aukist síðastliðin þrjú ár. Nemur hlutdeild þessara drykkja nú þriðjungi af drykkjarvörumarkaðnum og fer vaxandi. Drykkjarvöruframleiðendur hafa leitast við að verða við eftirspurn eftir þessum drykkjum, meðal annars með því að þróa vítamínbætta drykki. Þá er sérstak- lega haft að leiðarljósi að bæta í drykk- ina vítamínum sem eru af skornum skammti í fæði Íslendinga, samkvæmt neyslukönnunum. Fram að þessu hafa engar reglur verið til um vítamínbætingu á Íslandi en nýverið setti umhverfisráðherra reglugerð sem bannar alla vítamín- bætingu matvæla nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Samkvæmt henni þarf að sækja um leyfi í hvert sinn sem áformað er að setja á markað vítamín- bætta vöru. Einnig eru í reglugerðinni ákvæði um að sækja þurfi um leyfi fyrir allar vítamínbættar vörur sem þegar eru hér á markaði. Engar samræmdar reglur gilda um þessi mál í Evrópu, sem gerir vöruflæði milli landa flókið, en gert er ráð fyrir að Evrópusambandið setji samræmdar reglur um vítamínbætingu fyrir lok þessa árs. Mjög brýnt er orðið fyrir alla sem að þessum málum koma að settar séu um þau skýrar reglur bæði framleiðendum og neytendum til hagsbóta. www.mni.is Greinin er endurbirt vegna tæknilegra mistaka sem voru gerð við vinnslu hennar í síðustu viku. Ár Hlutfall Hlutfall Hlutfall Alls sykraðra sykurskertra vatnsdrykkja, eða sykurlausra með eða án vítamína 2004 59,3 23,1 17,6 100 2005 48,7 27,2 24,1 100 2006 38,6 29,9 31,5 100 Ekki þarf undirskrift net- notanda til að færa hann á milli fyrirtækja en borið hefur á að viðskiptavinir séu færðir án samþykkis þeirra. Skoðað er hvort skerpa þurfi á reglum, segir forstöðu- maður eftirlitsdeildar Póst- og fjarskiptastofnunar. Nokkuð hefur borið á kvörtunum frá notendum netþjónustu yfir því að vera færðir að þeim forspurðum á milli fyrirtækja á fjarskipta- markaði, sem eru Síminn, Og Voda- fone og Hive. Slíkt hefur gerst með þeim hætti að notandi fær símtal frá fyrirtæki sem býður þjónustu sína og í kjölfarið er notandinn færður yfir til viðkomandi fyrir- tækis jafnvel þótt hann hafi ekki viljað skipta um fyrirtæki. Öll fyrirtækin þrjú staðfesta að not- andi hjá þeim hafi verið færður yfir til annars fyrirtækis. Samkvæmt reglum Póst- og fjarskiptastofnunar þarf ekki undir- skrift notanda til að færa hann á milli fyrirtækja heldur er nóg að fyrirtækið sjálft óski eftir því. Það er á ábyrgð fyrirtækisins að sam- þykki notanda liggi fyrir, að sögn Sigurjóns Ingvarssonar, forstöðu- manns eftirlitsdeildar Póst- og fjar- skiptastofnunar. „Ef neytandi er færður milli fyrirtækja með þess- um hætti getur hann kvartað til fyrirtækisins beint og beðið um að vera færður til baka eða kvartað til okkar.“ Sigurjón segir að ekki hafi verið gerð úttekt á fjölda kvartan- anna sem Póst- og fjarskiptastofn- un hafi borist en þær séu nokkrar. „Hugsanlega tínum við þetta saman núna og tökum stöðuna á þessu.“ Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir að skýrar reglur skorti um hvaða verklag sé viðhaft þegar ADSL-þjónustu sé sagt upp hjá einu fyrirtæki og ný áskrift skráð hjá öðru. „Ljóst er að þörf er á skýrri reglusetningu af hálfu stjórnvalda um það til þess að koma megi í veg fyrir að notendur verði fyrir ónæði.“ Gísli Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Og Vodafone, segir núver- andi kerfi hafi virkað vel hingað til. „En það komu upp nokkur svona til- vik í upphafi árs sem sneru að Hive. Það mál er í skoðun og við trúum ekki öðru en að um misskilning hafi verið að ræða.“ Arnþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Hive, segir þessi til- vik heyra til undantekninga. „Algengasta orsök mistaka í dag er að upplýsingar skolist til en það þarf að koma á betri samskiptum milli fyrirtækjanna til að koma í veg fyrir að mannleg mistök geti valdið svona óþægindum.“ Aðspurður af hverju reglur séu ekki strangari þannig að undirskrift notanda þurfi til að færa hann á milli fyrirtækja segir Sigurjón að hugsunin hafi verið að einfalda nýjum fyrirtækjum að komast inn á markaðinn. „Það er ákveðinn þrösk- uldur að þurfa uppáskrift hjá kúnn- anum. En það verður að meta það í ljósi reynslunnar hvort hægt sé að treysta fyrirtækjum til þess.“ Sig- urjón segir að tekið verði til skoð- unar á næstunni hvort ástæða sé til að skerpa á reglunum. sdg@frettabladid.is Færa viðskiptavini á milli fyrirtækja NETNOTANDI Á HEIMILI SÍNU Séu neytendur óánægðir með þjónustu fyrirtækja á fjar- skiptamarkaði geta þeir snúið sér til Póst- og fjarskiptastofnunar, sem er samkvæmt lögum skylt að gæta hagsmuna neytenda. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY NEYTENDAVENJUR > Kaffidrykkja Íslendinga í tonnum Heimild: Hagstofa Íslands 2004 2. 20 9 1957 1. 24 0 Bændur í Mosfellsdal og nærsveitum opna markað í Mosskógum í Mosfellsdal á laugardaginn og verður hann opinn alla laugardaga fram í september. Þetta er í áttunda skiptið sem markaðurinn er haldinn og hefur verið mikil ánægja með hann, að sögn Gísla Jóhannssonar, rósabónda í Dalsgarði. Á markaðnum er lögð áhersla á lífrænt ræktað grænmeti, svo sem næpusalat, klettasalat, svartkál, gulrætur, papriku og grænkál. Einnig eru rabarbari, rósir og silungur, bæði nýr og reyktur, á boðstólum á þessum fjölbreytta og holla markaði. Hugmynd- in er að fólk komi bæði til að versla og spjalla en boðið er upp á kaffi og kökur og hægt að sitja úti í veðurblíðunni, ef einhver er. ■ Verslun og þjónusta Silungur, rósir og næpusalat í Mosfellsdal Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 62 09 3M glu ggafilm ur fyrir skóla, s júkrahú s, skrifs tofur, verslani r og að ra vinnu staði Fagme nn frá RV sjá um uppset ningu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.