Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 31
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 5
Simpson í bleiku
ASHLEE SIMPSON ER NÝTT ANDLIT
VICTORIA‘S SECRET.
Ashlee Simpson
er nýtt andlit
nærfatarisans
Victoria’s Secret.
Þessi 21 árs söng-
kona verður andlit
nýrrar línu hjá fyr-
irtækinu sem ber
hið einfalda nafn
Pink, eða bleikt.
Margir sóttust
eftir þessu starfi
og sló Simpson
meðal annars
Idol-stjörnuna Kelly Clarkson út en fyr-
irtækið leitaði einmitt að ungri stjörnu
til að kynna línuna. - lkg
nærfatatíska }
Simpson hefur verið
að gera það gott í
tónlistarbransanum
vestanhafs.
Aftur til fortíðar
SUMARLÍNAN Í ÁR FRÁ TOM FORD
- ESTÉE LAUDER HEITIR AZURÉE,
EN MEÐ HENNI LEITAR TOM FORD Í
FORTÍÐ ESTÉE LAUDER.
Azurée var upprunalega ilmur sem
kom á markað hjá Estée Lauder árið
1969. Nýja azurée-línan inniheldur
hins vegar þrjár mismunandi förð-
unarlínur; azurée, cap bronzée og st.
tropée, ásamt líkamsvörum.
Blái liturinn ræður ríkjum í umbúð-
um en í línunum er lögð áhersla á
hlutlausar varir, léttan kinnalit og
„smoky“ augnmálningu.
Nýtt frá MAC
BLEIKAR VARIR OG STERKIR AUGN-
LITIR
Nýju litirnir frá MAC eru
svo sannarlega sumar-
legir. Varirnar eiga að
vera létt bleikar á móti
augnskuggum í sterkum
litum eins og grænum, fjólubláum
og svörtum. Brons er áferð sem
er áberandi í línunni og ætti hver
kona að finna eitthvað við sitt hæfi í
fjölbreyttu litaúrvalinu. - lkg
snyrtivörur }
Pedro Lourenco hefur haldið
sjö tískusýningar þrátt fyrir
ungan aldur. Foreldrar hans
eru báðir brasilískir hönnuðir.
Hinn 16 ára gamli Pedro Lourenco
sýndi nýjustu vor- og sumarlínu
sína á tískuvikunni í Sao Paulo og
var það í sjöunda skiptið sem
hann hélt tískusýningu. Pedro var
aðeins 12 ára þegar hann sýndi
föt sín í fyrsta skiptið en hann
hefur hannað föt frá fjögurra ára
aldri.
Þessi ungi hönnuður á ekki langt
að sækja hæfileika sína. Foreldr-
ar hans eru brasilísku hönnuðirn-
ir Renaldo Lourenco og Gloria
Coelho sem einnig sýndu hvort
sína línuna á tískuvikunni í Sao
Paulo.
Pedro þykir hæfileikaríkur þó
föt hans minni um margt á hönn-
un annarra og sumum finnist
frumleikann vanta. Áhugasvið
Pedros liggur í hátísku og hann
hefur sagt að hann hafi í hyggju
að flytja til Parísar þar sem hann
vonast til að geta unnið sem
aðstoðarmaður í einhverju tísku-
húsanna. Foreldrar hans hafa náð
langt í Sao Paulo en hafa ekki leit-
að mikið út fyrir landsteinana.
„Ég vil fara frá Brasilíu. Tískan
hér snýst helst um stuttermaboli
og gallabuxur en ég hef áhuga á
hátískunni,“ sagði hann.
16 ára hönnuður
Sumartíska Pedros Lourenco árið 2006.
ÚTSALA
ÚTSALA