Fréttablaðið - 20.07.2006, Síða 33
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006
Epal með í
flugið
NÚ GEFST ÞEIM SEM FERÐAST UM
LEIFSSTÖÐ KOSTUR Á AÐ KAUPA
NORRÆNA HÖNNUN Í NÝRRI
VERSLUN EPAL SEM ÞAR HEFUR
VERIÐ OPNUÐ.
Epal Design er ný verslun í brottfar-
arsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Þar eru á
boðstólum
nytjahlutir
frá virtum
framleið-
endum
sem
flestir eru
norrænir,
svo sem Georg Jensen, Rosendahl,
Stelton, Marimekko, Piet Hein,
iittala, Woodnotes, Scanwood, Vipp
og Norman, auk 20-30 íslenskra
listiðnaðarmanna og hönnuða. Allt
eru þetta hlutir sem auðvelt er að
taka með sér í flugið.
Ætlunin er að í Epal Design verði
alltaf eitthvað nýtt að sjá og að
munir eftir æ fleiri listamenn bæt-
ist í hóp þeirra sem
fyrir eru. Innrétting-
arnar í versluninni
eru hvítar hillur frá
danska fyrirtæk-
inu Montana.
Inn í þær er
felld ljósmynd
og áformað
er að skipta
reglulega um
mynd. Sú fyrsta er
af Vestmannaeyja-
gosinu 1973 eftir
ljósmyndarann Emil
Þór Sigurðsson.
Kaffikanna
frá Stelton.
Marimekko diskamottur.
Epal í Leifsstöð
Ekki gleyma
blómunum
ÞAÐ ÞARF AÐ ÞRÍFA POTTA-
PLÖNTURNAR EINS OG ANNAÐ Á
HEIMILINU.
Rykið sem sest í allar glufur á
heimilinu sest einnig á pottaplönt-
urnar. Það er gaman að hafa falleg
blóm inni hjá sér en um leið og
þau fara að safna ryki missa þau
sjarmann og verða gróðrarstía fyrir
alls kyns óhreinindi. Best er að
gefa sér góðan tíma í að þurrka
af blómunum og strjúka af hverju
blaði með rökum og volgum klút.
Til að ná fram gljáa er gott að setja
nokkra dropa af undanrennu út í
volgt vatnið. Ekki gleyma að þvo þá
hlið laufblaðanna sem snýr niður.
Ef blómið er virkilega skítugt
má stinga því inn í sturtuklefann
og úða á það með volgu vatni.
Þegar sumarið er jafn þungbú-
ið og það hefur verið á höfuð-
borgarsvæðinu er ekki úr vegi
að lýsa aðeins upp tilveruna.
Þó svo sumarið sé í hámarki hafa
löngu björtu sumarkvöldin á höf-
uðborgarsvæðinu verið heldur
dimmari en síðustu árin enda leyn-
ast þau fyrir ofan skýin.
Til að lýsa upp tilveruna er því
ekki úr vegi að taka vel á móti
gestum sínum með ljúfri birtu við
útidyrnar. Þótt útiljós séu meira
notuð yfir vetrartímann skiptir
ekki öllu hvort þau eru sett upp að
sumri eða vetri. Vilji fólk spara
rafmagnsútgjöldin má líka nota
útikerti, olíulampa eða skemmti-
lega kyndla sem stungið er niður í
jörðina. Einnig mætti nota hálf-
brunnin kerti sem sett eru í glerk-
rúsir sem lýsa þá upp nánasta
umhverfi sitt á blíðviðriskvöldum.
Líflegt sumarljós
Fallegir útikyndlar sem fást í versluninni
Ljósin í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Á sumrin eiga ungir sem aldnir það
til að eyða meiri tíma úti í garði en
innanhúss. Því er gott ráð að koma
fyrir ruslafötu á veröndinni eða
pallinum. Hana má festa á vegg eða
hreinlega hafa færanlega. Þá þarf
ekki að tipla inn á skítugum skónum
til að koma til dæmis bananahýðinu
á réttan stað eftir að bananinn er
kominn ofan í maga.
sniðug lausn }
útiruslafata