Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 34
[ ] Í versluninni Iljaskinni á Háa- leitisbraut 58-60 er úrval af skóm fyrir viðkvæma fætur. „Við reynum að velja góða skó sem eru líka fyrir augað. Aðalatriðið er þó að þeir séu fótvænir,“ segja eig- endur Iljaskinns, hjónin Júlíus Arinbjarnarson og Helga Stefáns- dóttir. Helga er löggiltur fótaað- gerðafræðingur og rekur stofu ásamt Ósk Óskarsdóttur á hæðinni fyrir ofan búðina en veitir ráðgjöf í Iljaskinni frá 15-18 á fimmtudög- um og einnig á laugardögum þegar búðin er opin. „Það er hægt að gera svo margt til að leiðrétta álag. Getur verið nóg að breyta sóla með því að setja inn í hann tábergspúða eða stuðning fyrir hælinn,“ segir hún. „Það er líka gaman að geta hjálpað fólki að velja hentuga skó.“ Júlíus tekur undir þau orð og segir algengt að fólk festist í númerum og átti sig ekki á að fæturnir breyt- ist með aldrinum. „Við mælum fætur og athugum stærðirnar. Fót- urinn á ekki að ná alveg fram í tá heldur á að vera nokkurra milli- metra loftrúm,“ segir hann og bætir við brosandi. „Það þarf að hjólastilla bílinn og þannig er það með skótauið líka.“ Þau Helga og Júlíus eru búin að eiga Iljaskinn í sex ár. Þar selja þau sjúkrasokka, fótakrem og inn- legg, auk skótaus bæði fyrir óvenju viðkvæma og almenning. „Okkur langaði að vera með eitthvað virki- lega gott á fæturna og bjóða upp á ráðgjöf. Fótavandamál eru svo algeng og öll óþægindi frá þeim vilja leita upp í ökkla, hné, mjaðm- ir og bak,“ segir Helga. „Það er talið að 90 prósent fótmeina séu til- komin vegna þess að skórinn pass- ar ekki á fótinn. Þetta má nefnilega engu muna. Ef skórinn er aðeins of stuttur eða of þröngur þá klemmir hann taugar, æðar og vöðva og heftir liðhreyfingu í táberginu. Það leiðir til þess að tábergið sígur.“ Í framhaldinu sýnir Júlíus skó með mjúku og eftirgef- anlegu efni ofan á rist- inni, fyrir þá sem eru komnir með krepptar tær af gigt eða öðru. Einn- ig skó fyrir breiða fætur, í K-breidd og M-breidd. „Ef M-breiddin dugar ekki þarf að sérsmíða,“ upplýsir hann. Skórnir eru aðallega frá Þýskalandi, Danmörku og Spáni og þau hjón segjast vanda valið. Þau telja orðið „heilsu“ vera ofnotað í auglýsing- um og segja slæmt þegar seldir eru svokallaðir heilsuskór án þess að gæðamat sé þar á bak við. gun@frettabladid.is Skór úr mjúku leðri, með grænu innleggi og uppfylltum hæl. Verð 11.490. Fótvænir skór sem eru einnig fyrir augað Eðal Green Comford skór með svokölluðum veltisóla. Gefur þrýsting á iljarnar og lagar sig að fætinum. Verð 12.490 Helga og Júlíus mæla fætur fólks ef með þarf og athuga hvaða skóstærð hentar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Herraskór úr mjúku leðri og með frönskum renni- lás. Verð 9.990.Þessi gefur gott pláss fyrir tærnar. Parið er á 9.990. Franski rennilásinn á þess- um Green Comford-sandala gefur möguleika á breikkun. Parið kostar 10.890. Það er ekki bara smart og kvikmyndastjörnulegt að vera með sólgleraugu - það er líka gott fyrir augun að fá vörn fyrir sterkri sólinni. Sa m kv . d ag bó ka rk ön nu n G al lu p ap rí l 2 00 6. Auglýsingasími: 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 193. tölublað (20.07.2006)
https://timarit.is/issue/272137

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

193. tölublað (20.07.2006)

Aðgerðir: