Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 53
Ókeypis hlaupagreining
Hvaða hlaupaskór henta þér?
Mættu á staðinn og láttu sérfræðing
frá adidas skanna fætur þína.
Verslun Útilífs í Kringlunni
Fimmtudaginn 20. júlí kl. 14 - 18.30
Verslun Útilífs í Glæsibæ
Föstudaginn 21. júlí kl. 14 - 18
Verslun Útilífs í Smáralind
Laugardaginn 22. júlí kl. 13 - 18
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 33
ÞESSIR FÆDDUST
1814 Samuel Colt, banda-
rískur uppfinningamaður.
1834 Edgar Degas, franskur
málari.
1962 Anthony Edwards,
bandarískur leikari.
Talið er að uppfinningamaðurinn
Nikola Tesla hafi fæðst á þess-
um degi í Serbíu árið 1856 og eru
því 150 ár í dag frá fæðingu
hans.
Tesla hafði margt til brunns
að bera, hann var uppfinninga-
maður, eðlisfræðingur, vélaverk-
fræðingur og rafmagnsverk-
fræðingur. Tesla er talinn með
mestu uppfinningamönnum sög-
unnar en hann er meðal annars
þekktur fyrir uppgötvanir sínar
á sviði rafmagns.
Tesla skapaði sér mikla virð-
ingu í Bandaríkjunum eftir að
hafa sýnt fram á þráðlaus sam-
skipti en vinna hans átti eftir að
hafa mikil áhrif á rafmagns-
verkfræði og margar uppgötv-
anir hans reyndust mjög mikil-
vægar.
Tesla dó árið 1943 en fjórum
árum síðar úrskurðaði Hæsti-
réttur Bandaríkjanna að hann
væri uppfinningamaður útvarps-
ins. Tesla dó án þess að öðlast þá
frægð sem hann átti skilið fyrir
störf sín.
150 ár frá
fæðingu Tesla
Í kvöld verður farið í siglingu til
Viðeyjar undir stjórn Guðjón
Friðrikssonar sagnfræðings en
ferðin er hluti af Kvöldgöngum í
Kvosinni sem menningarstofnan-
ir Reykjavíkurborgar standa fyrir
á fimmtudagsköldum í sumar.
Siglingin tekur um þrjátíu mínút-
ur og á leiðinni mun Guðjón meðal
annars fræða farþega um stofnun
Innréttinga og upphaf Reykja-
víkur.
Örvar Eiríksson, verkefna-
stjóri hjá Menningar- og Ferða-
málasviði borgarinnar, segir að
dvalið verði í Viðey í um klukku-
stund þar sem Guðjón fræðir
gestina um Skúla Magnússon,
einn af stofnendum Innréttinga,
en hann bjó í Viðey í fjörutíu ár, á
árunum 1754 til 1794. Viðeyjar-
stofa var embættisbústaður Skúla
sem landshöfðingja en húsið er
fyrsta steinhús á Íslandi. Viðeyj-
arkirkja var reist að tilstuðlan
Skúla og er næstelsta kirkja
landsins.
Skúli stjórnaði Innréttingum
og valdi þeim stað í Reykjavík
ekki síst vegna nálægðarinnar
við Viðey en á þessum tíma komu
aðrir staðir einnig til greina.
Þessi ákvörðun olli því meðal
annars að Reykjavík byggðist
upp sem borg en á þessum tíma
var hún aðeins þorp.
Örvar segir að á þeim tíma sem
Skúli hafi búið í Viðey hafi fjöldi
fólks búið þar enda mjög eftirsótt
bújörð. Í Viðey er mikið landrými
og mikil gróðursæld. Einnig fól-
ust verðmæti í dúntekjunni en þar
er að finna æðardún.
Þetta er önnur Kvosarsiglingin
en í lok júní var siglt um sundin
og farið framhjá Viðey, Akurey,
Þerney, Lundey og Engey undir
stjórn Örlygs Hálfdánarsonar.
Ferðin hefst klukkan átta í kvöld í
Grófinni á milli Tryggvagötu 15
og 17 og stendur í um tvo tíma.
750 krónur kostar í ferðina fyrir
fullorðna og 350 krónur fyrir
börn.
Ferð til Viðeyjar í kvöld
VIÐEY Þetta er önnur Kvosarsiglingin til Viðeyjar í sumar.
*Gallup Október 2005
Mest
lesna tímaritið *
TÍSKUSÝNING Í ÍRAN Lögð var áhersla á
að gera hið hefðbundna ögn sláandi á
tískusýningunni í Teheran í vikunni og
tókst það með ágætum. NORDICPHOTOS/AFP