Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 53
Ókeypis hlaupagreining Hvaða hlaupaskór henta þér? Mættu á staðinn og láttu sérfræðing frá adidas skanna fætur þína. Verslun Útilífs í Kringlunni Fimmtudaginn 20. júlí kl. 14 - 18.30 Verslun Útilífs í Glæsibæ Föstudaginn 21. júlí kl. 14 - 18 Verslun Útilífs í Smáralind Laugardaginn 22. júlí kl. 13 - 18 FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 33 ÞESSIR FÆDDUST 1814 Samuel Colt, banda- rískur uppfinningamaður. 1834 Edgar Degas, franskur málari. 1962 Anthony Edwards, bandarískur leikari. Talið er að uppfinningamaðurinn Nikola Tesla hafi fæðst á þess- um degi í Serbíu árið 1856 og eru því 150 ár í dag frá fæðingu hans. Tesla hafði margt til brunns að bera, hann var uppfinninga- maður, eðlisfræðingur, vélaverk- fræðingur og rafmagnsverk- fræðingur. Tesla er talinn með mestu uppfinningamönnum sög- unnar en hann er meðal annars þekktur fyrir uppgötvanir sínar á sviði rafmagns. Tesla skapaði sér mikla virð- ingu í Bandaríkjunum eftir að hafa sýnt fram á þráðlaus sam- skipti en vinna hans átti eftir að hafa mikil áhrif á rafmagns- verkfræði og margar uppgötv- anir hans reyndust mjög mikil- vægar. Tesla dó árið 1943 en fjórum árum síðar úrskurðaði Hæsti- réttur Bandaríkjanna að hann væri uppfinningamaður útvarps- ins. Tesla dó án þess að öðlast þá frægð sem hann átti skilið fyrir störf sín. 150 ár frá fæðingu Tesla Í kvöld verður farið í siglingu til Viðeyjar undir stjórn Guðjón Friðrikssonar sagnfræðings en ferðin er hluti af Kvöldgöngum í Kvosinni sem menningarstofnan- ir Reykjavíkurborgar standa fyrir á fimmtudagsköldum í sumar. Siglingin tekur um þrjátíu mínút- ur og á leiðinni mun Guðjón meðal annars fræða farþega um stofnun Innréttinga og upphaf Reykja- víkur. Örvar Eiríksson, verkefna- stjóri hjá Menningar- og Ferða- málasviði borgarinnar, segir að dvalið verði í Viðey í um klukku- stund þar sem Guðjón fræðir gestina um Skúla Magnússon, einn af stofnendum Innréttinga, en hann bjó í Viðey í fjörutíu ár, á árunum 1754 til 1794. Viðeyjar- stofa var embættisbústaður Skúla sem landshöfðingja en húsið er fyrsta steinhús á Íslandi. Viðeyj- arkirkja var reist að tilstuðlan Skúla og er næstelsta kirkja landsins. Skúli stjórnaði Innréttingum og valdi þeim stað í Reykjavík ekki síst vegna nálægðarinnar við Viðey en á þessum tíma komu aðrir staðir einnig til greina. Þessi ákvörðun olli því meðal annars að Reykjavík byggðist upp sem borg en á þessum tíma var hún aðeins þorp. Örvar segir að á þeim tíma sem Skúli hafi búið í Viðey hafi fjöldi fólks búið þar enda mjög eftirsótt bújörð. Í Viðey er mikið landrými og mikil gróðursæld. Einnig fól- ust verðmæti í dúntekjunni en þar er að finna æðardún. Þetta er önnur Kvosarsiglingin en í lok júní var siglt um sundin og farið framhjá Viðey, Akurey, Þerney, Lundey og Engey undir stjórn Örlygs Hálfdánarsonar. Ferðin hefst klukkan átta í kvöld í Grófinni á milli Tryggvagötu 15 og 17 og stendur í um tvo tíma. 750 krónur kostar í ferðina fyrir fullorðna og 350 krónur fyrir börn. Ferð til Viðeyjar í kvöld VIÐEY Þetta er önnur Kvosarsiglingin til Viðeyjar í sumar. *Gallup Október 2005 Mest lesna tímaritið * TÍSKUSÝNING Í ÍRAN Lögð var áhersla á að gera hið hefðbundna ögn sláandi á tískusýningunni í Teheran í vikunni og tókst það með ágætum. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.