Fréttablaðið - 20.07.2006, Side 57

Fréttablaðið - 20.07.2006, Side 57
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 37 Mikið stendur til hjá Minjasafni Akureyrar um helgina því þá verð- ur haldinn miðaldamarkaður að Gásum í Eyjafirði þar sem áhuga- sömum gefst kostur á að kynna sér horfna starfshætti og menn- ingu liðinna alda. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verða við leik og störf á svæðinu. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið að ýmiss konar hand- verki, svo sem vattarsaumi, tálg- un og skósaumi, auk þess sem spáð verður í rúnir og boðið upp á kjöt- súpu. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með göml- um aðferðum og skotið úr mið- aldafallbyssu út í Eyjafjörð með reglulegu millibili. Danskir ridd- arar munu berjast og gestir geta spreytt sig í bogfimi og steinakasti auk þess sem boðið verður upp á reiðtúra. Sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög og aukinheldur munu fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands bjóða upp á leiðsögn um uppgraftar- svæði sem verið er að rannsaka á Gásum. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíð- unni www.gasir.is. Í kvöld kl. 20.30 verður hins vegar haldin sérstök kvöldvaka í Gamla bænum í Laufási á vegum Minjasafnsins en hún er haldin til heiðurs sr. Jónasi Jónassyni sem skrifaði bókina Íslenskir þjóð- hættir. Vakan ber yfirskriftina „Bjart er yfir baugalín“ en þar flytur Inga Arnar fyrirlestur um sögu skúfhólksins og þróun og merk- ingu hans í tengslum við íslenskar kvenskotthúfur. Inga lauk nýlega prófi í þjóð- og nútímafræði frá Háskóla Íslands. Inga er menntuð sem fata- og textílkennari frá Odense Fagskole & Håndar- bejdsseminarium í Danmörku og hefur síðari ár sérhæft sig í kven- þjóðbúningasaum og þjóðbúninga- saumanámskeiðum sem hún hefur aðallega starfrækt á vinnustofu sinni á Akureyri. - khh Miðaldamarkaður og merkilegar skotthúfur FORN MENNING Í EYJAFIRÐI Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir kvöld- vöku og miðaldamarkaði. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚLÍ 17 18 19 20 21 22 23 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Gavin Portland leikur á vegum tónleikaraðar Grapevine og Smekkleysu í Galleríi Humri eða frægð.  21.00 Söngvararnir Seth Sharp og Védís Hervör flytja söngdagskrána Silfur á Hótel Borg.  22.00 Gavin Portland leikur á vegum tónleikaraðar Grapevine og Smekkleysu ásamt Retron og Death Metal Supersquad á Cafe Amsterdam.  Tónlistarmaðurinn Lára Rúnarsdóttir heldur tónleika á skemmtistaðnum Yello í Reykjanesbæ. ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Græna-trefilsganga um útivistarskóga Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í Gráhelluhrauni og Höfðaskógi undir leiðsögn starfs- manna félagsins. Gangan er liður í fræðslustarfi skógræktarfélaganna og KB-banka. Mæting er á stæði við fánaborg við Kaldárselsveg við Gráhelluhraun. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Gítarleikarinn Svanur Vilbergs- son heldur einleikstónleika í Kirkju- og menningarmiðstöð- inni Eskifirði í kvöld en hann lauk nýlega einleikaraprófi í klassískum gítarleik og útskrif- aðist með hæstu einkunn frá skólanum sínum í Maastricht. „Þetta var fjögurra ára nám en ég hafði áður stundað tónlist- arnám á menntaskólastigi í Bret- landi og sótt einkakennslu á Spáni. Að útskrift lokinni bauð Menningar- og Kirkjumiðstöð Eskifjarðar mér fjárstyrk til að halda einleikstónleika á staðnum sem ég auðvitað þáði. Þetta er fínt tækifæri fyrir ungan ein- leikara eins og mig sem er rétt skriðinn úr námi.“ Svanur segist fyrr í þessum mánuði hafa hald- ið tónleika í kirkju Stöðvarfjarð- ar sem gengið hafi framar vonum en kirkjan hafi verið yfir- full af fólki. „Einnig lék ég í sömu vikunni í Vallarnesi og tók- ust þeir tónleikar jafnframt vel. Ég mun líka halda tónleika á Sel- fossi í byrjun ágúst svo það er bara nokkuð mikið að gera hjá mér.“ Svanur mun leika verk eftir tónskáldin, Bach, Geuliani og Brouer og hefjast báðir tónleik- arnir kl. 20. - brb Sígildur gítar SVANUR VILBERGSSON GÍTARLEIKARI Held- ur einleikstónleika á Eskifirði og Selfossi. ������������ �������������� �������������� ������� ���������� ����

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.