Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2006, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 20.07.2006, Qupperneq 57
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 37 Mikið stendur til hjá Minjasafni Akureyrar um helgina því þá verð- ur haldinn miðaldamarkaður að Gásum í Eyjafirði þar sem áhuga- sömum gefst kostur á að kynna sér horfna starfshætti og menn- ingu liðinna alda. Kaupmenn og handverksfólk í miðaldaklæðnaði verða við leik og störf á svæðinu. Seldur verður innlendur og erlendur varningur og unnið að ýmiss konar hand- verki, svo sem vattarsaumi, tálg- un og skósaumi, auk þess sem spáð verður í rúnir og boðið upp á kjöt- súpu. Einnig verður brennisteinn úr Námafjalli hreinsaður með göml- um aðferðum og skotið úr mið- aldafallbyssu út í Eyjafjörð með reglulegu millibili. Danskir ridd- arar munu berjast og gestir geta spreytt sig í bogfimi og steinakasti auk þess sem boðið verður upp á reiðtúra. Sönghópurinn Hymnodia syngur miðaldalög og aukinheldur munu fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands bjóða upp á leiðsögn um uppgraftar- svæði sem verið er að rannsaka á Gásum. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíð- unni www.gasir.is. Í kvöld kl. 20.30 verður hins vegar haldin sérstök kvöldvaka í Gamla bænum í Laufási á vegum Minjasafnsins en hún er haldin til heiðurs sr. Jónasi Jónassyni sem skrifaði bókina Íslenskir þjóð- hættir. Vakan ber yfirskriftina „Bjart er yfir baugalín“ en þar flytur Inga Arnar fyrirlestur um sögu skúfhólksins og þróun og merk- ingu hans í tengslum við íslenskar kvenskotthúfur. Inga lauk nýlega prófi í þjóð- og nútímafræði frá Háskóla Íslands. Inga er menntuð sem fata- og textílkennari frá Odense Fagskole & Håndar- bejdsseminarium í Danmörku og hefur síðari ár sérhæft sig í kven- þjóðbúningasaum og þjóðbúninga- saumanámskeiðum sem hún hefur aðallega starfrækt á vinnustofu sinni á Akureyri. - khh Miðaldamarkaður og merkilegar skotthúfur FORN MENNING Í EYJAFIRÐI Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir kvöld- vöku og miðaldamarkaði. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚLÍ 17 18 19 20 21 22 23 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Gavin Portland leikur á vegum tónleikaraðar Grapevine og Smekkleysu í Galleríi Humri eða frægð.  21.00 Söngvararnir Seth Sharp og Védís Hervör flytja söngdagskrána Silfur á Hótel Borg.  22.00 Gavin Portland leikur á vegum tónleikaraðar Grapevine og Smekkleysu ásamt Retron og Death Metal Supersquad á Cafe Amsterdam.  Tónlistarmaðurinn Lára Rúnarsdóttir heldur tónleika á skemmtistaðnum Yello í Reykjanesbæ. ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Græna-trefilsganga um útivistarskóga Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í Gráhelluhrauni og Höfðaskógi undir leiðsögn starfs- manna félagsins. Gangan er liður í fræðslustarfi skógræktarfélaganna og KB-banka. Mæting er á stæði við fánaborg við Kaldárselsveg við Gráhelluhraun. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Gítarleikarinn Svanur Vilbergs- son heldur einleikstónleika í Kirkju- og menningarmiðstöð- inni Eskifirði í kvöld en hann lauk nýlega einleikaraprófi í klassískum gítarleik og útskrif- aðist með hæstu einkunn frá skólanum sínum í Maastricht. „Þetta var fjögurra ára nám en ég hafði áður stundað tónlist- arnám á menntaskólastigi í Bret- landi og sótt einkakennslu á Spáni. Að útskrift lokinni bauð Menningar- og Kirkjumiðstöð Eskifjarðar mér fjárstyrk til að halda einleikstónleika á staðnum sem ég auðvitað þáði. Þetta er fínt tækifæri fyrir ungan ein- leikara eins og mig sem er rétt skriðinn úr námi.“ Svanur segist fyrr í þessum mánuði hafa hald- ið tónleika í kirkju Stöðvarfjarð- ar sem gengið hafi framar vonum en kirkjan hafi verið yfir- full af fólki. „Einnig lék ég í sömu vikunni í Vallarnesi og tók- ust þeir tónleikar jafnframt vel. Ég mun líka halda tónleika á Sel- fossi í byrjun ágúst svo það er bara nokkuð mikið að gera hjá mér.“ Svanur mun leika verk eftir tónskáldin, Bach, Geuliani og Brouer og hefjast báðir tónleik- arnir kl. 20. - brb Sígildur gítar SVANUR VILBERGSSON GÍTARLEIKARI Held- ur einleikstónleika á Eskifirði og Selfossi. ������������ �������������� �������������� ������� ���������� ����
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.