Fréttablaðið - 20.07.2006, Síða 58

Fréttablaðið - 20.07.2006, Síða 58
 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR38 bio@frettabladid.is Hetjudáðir í kvikmyndum eru oftast drýgðar af karl- mönnum. Þeir bjarga fögr- um konum úr klóm illmenna og kvænast þeim í sögulok. Indiana Jones, James Bond og Luke Skywalker hafa oftar en ekki bjargað veröld- inni frá brjáluðum nasistum, geðsjúkum glæpamönnum eða sjálfum Svarthöfða. Öðru hverju spretta þó upp kvenhetjur sem eru engu síðri en hinir byssuglöðu karlar. Kannski var Kleópatra ein fyrsta kvenhetja hvíta tjaldsins. Elizabeth Taylor blómstraði í hlut- verki hinnar egypsku prinsessu sem lét sitt ekki eftir liggja í ráðabruggi Róm- verja. Þrátt fyrir að Kleópatra hafi ekki lyft sverði í mynd- inni stjórnaði hún hersveitum sínum og var meira en bara einhver postulínsdúkka sem beið eftir prinsinum á hvíta hestinum. Konur eru yfirleitt í hlut- verki hins vitra í kvikmyndum. Skemmst er að minnast Véfréttarinnar í Matrix sem gat sagt fyrir með ógurlegri nákvæmni hvað ætti eftir að eiga sér stað. Kon- urnar draga ekki upp byssurnar heldur segja körlunum frekar hvern á að skjóta. Hetjur okkar í Íslend- ingasögunum þekkja þetta kannski manna best þar sem konurnar sættu sig ekki við neinn heigulshátt þegar kom að því að hefna fyrir kinnhesta eða sæti í brúðkaupum. Hefndin hefur löngum verið eitt af aðalsmerkjum karla, sem hika ekki við að borga óvini sínum til baka í margfaldri mynd. Fátt er hins vegar jafn hættulegt og kona í hefndarhug, eins og óvinir Beatrix Kiddo komust svo eftirminnilega að raun um í Kill Bill. Hin morðóða brúður hefði þó varla ratað inn í kvikmyndahús Hollywood-borgar ef ekki hefði verið fyrir Ripley í Alien-myndun- um. Sigourney Weaver náði þar að sannfæra heimsbyggðina um að konur gætu líka bjargað körlum þótt í flestum tilvikum væri því öfugt farið. Ripley var mikið hörku- tól sem kallaði ekki allt ömmu sína og lét meðal annars nokkra „one- linera“ fjúka þegar lífið var murkað úr hinum óvinveittu gestum. Þótt konur eigi vissulega undir högg að sækja á hetjumarkaðnum í kvikmyndum hafa kvikmyndafram- leiðendur áttað sig á því að hetjan þarf ekki alltaf að hafa skegg og stutt hár, eða svo vitnað sé til Jean Luc Godard: „Það eina sem þarf í kvikmynd er kona með byssu.“ - fgg V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . Sendu SMS skeytið JA VOF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo. Aðavinningur er: PlayStation 2 tölva, tveir bíómiðar og Over the Hedge leikurinn! Aukavinningar eru: Bíómiðar fyrir tvo Over the Hedge tölvuleikur DVD myndir · Tölvuleikir · Varningur tengdur myndinni og margt fleira! Sjóræningjarnir í Karíbahafinu halda áfram að láta gamminn geisa vestanhafs. Dead Man’s Chest er nú orðin aðsóknarmesta kvikmyndin í sumar samkvæmt imdb.com en hún hefur halað inn 258 milljónir eftir hálfan mánuð í sýningu. Kvikmyndin var aftur í efsta sætinu þessa vikuna og því ljóst að framleiðandinn Jerry Bruckheimer og Disney hafa enn og aftur veðjað á réttan hest. Þau Johnny Depp, Keira Knightley og Orlando Bloom eru sem fyrr í aðalhlutverkum en að þessu sinni berjast þau við sæskrímsli sem telja sig eiga rétt á sálu Jack Sparrow. Reyndar skyggir slæm útkoma Disney-fyrirtækisins á þessar góðu fréttir en fyrirtækið neyddist til að segja upp fjölda starfsmanna vegna slæmrar útkomu. Samkvæmt tals- manni Disney, Lowell Singer, er ekki búist við því að hlutabréfin hækki neitt að ráði á næstu tólf mánuðum. Ástæða þess er sögð að sjónvarpsstöð Disney, ABC, á í miklum fjárhagsörðugleikum auk þess sem lagt var út í mikinn kostn- að vegna samninga við NFL-deild- ina auk NASCAR-kappakstursins. Sjóræningjar mala gull JACK SPARROW Kemst í hann krappan þegar sæskrímsli krefja hann um sálina. Fuck you and your self- righteous code of the goddamn streets. Did it pull you out of a 30 year stint in only 5 years? No, it didn’t, I did. Did it get you acquitted 4 fucking times? No, it didn’t, I did, so fuck you, fuck the streets, your whole goddamn world is this big, and there’s only one rule, you save your own ass. David Kleinfield útskýrir fyrir Carlito í Carlito’s Way hvernig heimurinn hafi breyst á meðan hann sat í grjótinu. Sean Penn eins og hann gerist bestur. Kvenhetjur hvíta tjaldsins NÝ GERÐ AF HETJU Einhver vinsælasta tölvuleikjapersóna heims er kven- skörungurinn Lara Croft en Angel- ina Jolie hefur túlkað þessa nýju hetju. MAY DAY Grace Jones reyndist ekki vera neitt síðri en James Bond í A View to a Kill. Hún bjargaði leyniþjónustu- manninum frá bráðum bana í lokin. BAUÐ GEIMVERUNUM BIRGINN Ripley var alvöru kvenhasarhetja, barðist með kjafti og klóm við geimver- urnar og lét nokkra fimm- aurabrand- ara fjúka í leiðinni. ASNALEG EÐA ALVÖRU HETJA? Jane Fonda var ef til vill fyrsta kven-hasarhetjan í kvikmyndinni Barbarella sem í dag er orðin hálfgerð költmynd. SARAH CONNOR Linda Hamilton lyfti lóðum og æfði sig með skotvopn fyrir kvikmynd- ina Terminator 2 þar sem hún var hálfpartinn í hlutverki hryðjuverka- manns sem hugðist eyða líftækni- fyrirtæki. KLÁR VAMPÍRA Kate Beckinsale reif upp byssurnar og barðist við var- úlfa í kvikmyndinni Under- world. Myndin var kannski ekki góð en Beckinsale var sönn hasarhetja. HEFNDIN ER SÆT Beatrix Kiddo fékk sér sverð og hjó mann og annan í miklu morðæði. KATTARKONAN Því miður tókst Halle Berry ekki að feta í fótspor Michelle Pfeiffer sem Kattarkonan en í myndinni voru hetjan og skúrkurinn konur. ÓVÆNT FORTÍÐ Samantha Caine kunni að kasta hnífum og skjóta af byssu en vissi samt ekki hvernig stóð á því. Í ljós kom að hún var leigumorðingi sem hafði misst minnið. Eftirlætis kvikmynd: Edward Scissorhands. Hrikalega góð saga, vel leikstýrð og flott leikin. Eftirminnilegasta atriðið: „Luke, I am your father,“ er ógleymanlegt atriði úr Stjörnustríðs- bálkinum. Dýralífsatriðið í UHF með ‘Weird Al’ Yankovic var líka mjög skemmtilegt. Uppáhaldsleikstjóri: Tim Burton, aldrei spurn- ing, en Coen-bræðurnir koma fast á hæla hans. Mesta hetja hvíta tjaldsins: Hellboy sem Ron Perlman gerði ódauðleg skil í samnefndri kvikmynd. Svarthöfði drap náttúrlega keisarann og fær prik fyrir það. Mesti skúrkurinn: Bill í Kill Bill-myndunum sem var alveg svívirðilega vondur. Vondi gæinn úr Wolf Creek var náttúrlega viðbjóðslegur og svo litla stelpan í The Ring. Hef aldrei getað litið litlar stelpur með svart hár sömu augum. Hvaða persóna fer mest í taugarnar á þér? Jar Jar Binks úr fyrstu Stjörnustríðsmyndinni. Hann er algjör viðbjóður og hatur mitt á þeirri persónu er nánast ótæmandi. Ef þú fengir að velja kvikmynd til að leika í, leikstjóra og mótleikara, hvernig mynd yrði það? Tim Burton myndi leikstýra og George Lucas framleiða. Bruce Willis léki á móti mér en hún myndi gerast í Vestmannaeyjum og yrði um leitina að gullna lundanum. Surtsey yrði uppspretta hins illa þar sem við þyrftum að berjast við dreka og ljón. KVIKMYNDANJÖRÐUR VIKUNNAR ÞORKELL MÁNI PÉTURSSON ÚTVARPSMAÐUR Berst við ljón og dreka í Surtsey TIM BURTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.