Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 62
20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR42
Með tilkomu langþráðrar sólar og hlýinda þessa vikuna er tilvalið að
sýna landsmönnum að sundfatnaður er kominn á annað stig en bara
gamla góða Speedo-sundskýlan eða sundbolurinn. Í vikunni var sund-
fatasýning í höfuðborg sumars og sólar, Miami í Bandaríkjunum, og
vakti hönnuðurinn Norma Kamali þar mesta athygli. Er hún talin
hafa tekið sundbolina á annað stig með þessari nýju línu sinni og
má eiginlega segja að hún hafi tekið hið upprunalega sundbola-
sniði og fleygt því út um gluggann.
Hún notaði mest svartan, gulllitaðan, rauðan og hvítan í sýn-
ingunni og voru sundbolirnir hver öðrum frumlegri í sniðinu.
Sumir voru eins og fallegir sumartoppar sem myndu meira að
segja sóma sér vel við gallabuxur eða pils. Eitt er þó víst, að ef
maður mundi mæta í einum svona sundbol í Laugardals-
laugina mundu þó nokkrir reka upp stór augu. - áp
Sundfatnaður nútímans
NORMA KAMALI Mikið var um dýrðir
þegar hún sýndi sundfatalínu sína í
Miami.
GULL Þessi rosalegi sundbolur mundi vekja
athygli í heita pottinum í Laugardalslaug en
hann minnir þó nokkuð á dressið sem hún
Silvía Nótt var í í Eurovision-keppninni.
KAMALI Flottur svartur sundbolur með
lakkáferð og glæsilegar legghlífar í stíl.
HVÍTUR Hvítt er alltaf flottur litur á sundfatn-
aði enda virðist húðin brúnni í samanburði
við hvíta litinn. Glæsilegt snið.
FALLEGA RAUÐUR Þessi flotti sundbolur mundi
sóma sér vel við gallabuxur enda einstaklega
klæðilegt snið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
ROSALEGUR Flottur sundbolur með einum hlýra og
gegnsæjum stykkjum inni á milli.
KJÓLL Flottur stuttur og léttur kjóll til að
nota á ströndinni.
HÆTTULEGUR Þessi sundbolur
er ekki fyrir hvern sem er en
fyrirsætan ber hann vel.
BIKINÍ Ekki var mikið um bikiní í
sýningunni en hér er eitt flott með
óvenjulega háum buxum.
„FIFTIES“ Flottur gull-
litaður sundbolur með
rykkingum.