Fréttablaðið - 20.07.2006, Side 66
46 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Heimasíða Barcelona
fylgdi Eiði Smára Guðjohnsen,
nýjustu stjörnu liðsins, hvert fót-
mál á fyrsta degi hans hjá liðinu.
Eiður Smári æfði með liðinu í
fyrsta skipti í fyrradag en hann
var vakinn klukkan 7.45 og sóttur
hálftíma síðar á hótelið þar sem
hann dvelur. Honum var þá ekið á
Nou Camp, þar sem hann gekkst
undir læknisrannsóknir.
„Ég hitti alla nýju liðsfélagana
mína þegar ég kom í rannsóknirn-
ar. Fyrsti dagur á undirbúnings-
tímabilinu er mjög svipaður hjá
öllum liðum, fyrir utan nokkur
smáatriði. Eftir að við skiptum um
föt og gerðum okkur tilbúna fyrir
æfinguna fengum við okkur aðeins
að borða til að ná okkur eftir rann-
sóknirnar. Ég hef kynnst mismun-
andi matarmenningu, þar á meðal
þeirri spænsku, en í hádeginu
fórum við konan mín aftur upp á
hótel og fengum okkur pasta í
hádegismat,“ sagði Eiður.
Eftir nokkurra vikna frí kom
Eiður til Barcelona í síðustu viku
og viðurkenndi að viðbrigðin væru
mikil. „Fyrir mann eins og mig
sem er frá Íslandi er hitinn mjög
mikill en ég er að venjast honum,“
sagði Eiður, sem æfði svo með lið-
inu sínu. „Hjá Chelsea æfðum við
aldrei fyrir framan almenning en
stundum komu stuðningsmenn að
horfa á æfingar hjá okkur hjá
PSV,“ sagði landsliðsfyrirliðinn en
almenningur getur fylgst með
æfingum hjá liðinu.
„Þó að ég þekki leikmennina
ekki persónulega hef ég nokkrum
sinnum mætt þeim undanfarin ár.
Ég man vel eftir Sylvinho frá því
hann lék með Arsenal og hann
talar góða ensku, rétt eins og
Oleguer. Sylvinho hefur hjálpað
mér mikið, rétt eins og allir hinir
strákarnir,“ sagði Eiður Smári,
sem þegar er farinn að læra
spænsku og katalónsku.
Það var mjög góð tilfinning að
æfa í fyrsta skipti. Það er mjög
gaman að fá að æfa hjá leikvang-
inum, þannig var það ekki hjá
Chelsea og ég er þegar mjög hrif-
inn af því hve fólk lifir fyrir fót-
boltann hérna,“ sagði Eiður Smári
Guðjohnsen, leikmaður Barce-
lona. - hþh
Eiður Smári nýtur lífsins fyrstu 24 klukkutímana sína hjá Evrópumeisturunum:
Ég er að venjast hitanum í Barcelona
FJÖR Á ÆFINGU Eiður Smári glottir á æfingu við hliðina á Frank Rijkaard, stjóra liðsins. Líklega
skemmtir hann sér yfir brandara Santiago Ezquerro, sem hann lýsir sem „skemmtilegum og
fyndnum.“ Greinilegt er að Eiður nýtur sín vel hjá nýja liðinu sínu. NORDICPHOTOS/AFP
LEIKMAÐUR
UMFERÐARINN
AR
LIÐ UMFERÐARINNAR
Pálmi Haraldsson
Ari Freyr Skúlason Eyjólfur Héðinsson
Arnar Gunnlaugsson
Ólafur Stígsson
Kjartan Sturluson
Atli Sveinn Þórarinsson Kofi Dakinah
Steinþór Gíslason
Marel Baldvinsson
Þórður Guðjónsson
4-4-2
FÓTBOLTI Ari Freyr Skúlason er
nýorðinn nítján ára gamall og
hefur komið við sögu í tíu leikjum
Vals í sumar. Ari skoraði sitt fyrsta
mark þegar Valur vann Íslands-
meistara FH í fyrsta leik
11. umferðarinnar en
markið var einkar
glæsilegt og tryggði
Valsmönnum 2-1 sigur.
Ari Freyr vinnur við að
helluleggja og sleikti sól-
ina úti í vinnu sinni í gær þegar
Fréttablaðið hafði samband við
hann.
„Það var ekki leiðinlegt að
leggja sjálfa Íslandsmeistarana og
það á þeirra eigin heimavelli. Auð-
vitað var það svo sérstakt að ná að
skora og það fyrir framan alla
þessa áhorfendur. Þetta gat varla
orðið sætara,“ sagði Ari, en 2.638
manns sáu Ara skora stórglæsilegt
mark sem kom Val í 2-0 áður en FH
náði að minnka muninn.
„Þetta var einn af bestu leikj-
unum mínum í sumar og það er
alltaf gaman að skora fyrsta mark-
ið sitt. Guðmundur Benediktsson
sendi boltann á mig, ég lagði bolt-
ann fyrir mig, lét vaða á markið og
vonaði svo bara það besta,“ sagði
Ari. sem fagnaði markinu vel og
innilega.
„Ég fékk tækifæri í byrjunar-
liðinu og varð að nýta það, ég held
að það hafi tekist. Þetta kemur
með gríðarlegt sjálfstraust inn í
liðið okkar og sýnir öðrum að FH
er ekkert ósigrandi. FH-
ingarnir voru kokhraust-
ir fyrir leikinn eins og
þeir hafa verið allt tíma-
bilið en það var gaman
að lækka aðeins í þeim
rostann. Þetta skaut þeim
kannski aðeins niður á jörðina,“
sagði Ari léttur í bragði.
Fimmtán ára gamall fór Ari út
til Hollands á vit ævintýranna og
gekk í raðir Heerenveen. Hann
kom svo aftur heim fyrir sumarið
eftir að samningur hans rann út en
Ari ber Hollandi vel söguna.
„Það var alveg frábært úti, ég
æfði fyrst með U-17 ára liðinu og
var svo með U-19 ára liðinu og
varaliðinu. Þeir eru með þriðju
bestu akademíuna í Hollandi, á
eftir Ajax og Feyenoord, og ég
bætti mig mikið sem leikmaður,
sérstaklega tæknina og slíkt. Ég
fékk að ráða hvort ég yrði í her-
bergi eða hjá einstæðri móður og
vera þar með öðrum leikmanni.
Ég valdi síðari kostinn enda var ég
ungur og hún reyndist mér frá-
bærlega. Ég er enn í sambandi við
hana og hún er
nánast eins og
mamma
númer tvö,“
sagði Ari
þegar hann
rifjaði upp
góðar
minningar
frá Hol-
landi en
hann
sneri
heim í
fyrra
og er að spila sitt fyrsta tímabil á
Íslandi.
„Ég gæti svo sannarlega hugsað
mér að fara aftur út og ég stefni á
það. Ég veit ekki hversu lengi ég
verð hérna heima en ef það gefst
tækifæri reyni ég að nýta mér það.
Ég get líka vel hugsað mér að vera
áfram hérna heima og næla mér í
dýrmæta reynslu hér og venjast
íslenska boltanum betur. Það er
dýrmætt að fá alla þessa reynslu,
sér í lagi þegar maður er með læri-
meistara eins og Gumma Ben, það
gerist ekki betra,“ sagði Ari Freyr,
sem veit vel hvert hugurinn liggur.
„Draumurinn er að fara til Eng-
lands. Liverpool er mitt uppáhalds-
lið en það færi auðvitað eftir því
hvaða lið kæmu til sögunnar. Helst
vildi ég fara þar sem er góð aka-
demía og besti kosturinn er fyrir
mig,“ sagði þessi efnilegi leikmað-
ur sem á að baki fjölda leikja fyrir
yngri landslið Íslands, en hann
stefnir á að komast aftur út.
„Það er það sem allir ungir
knattspyrnumenn ætla sér,
atvinnumennskudraumurinn
blundar í okkur öllum og ég er
ekkert öðruvísi. Það er gaman að
sjá stráka eins og Rúrik Gíslason
og Bjarna Þór Viðarsson. Ef hug-
urinn er til staðar getur maður
gert það sem maður vill,“ sagði
Ari Freyr Skúlason, einn efnileg-
asti leikmaður Landsbankadeildar
karla. hjalti@frettabladid.is
Ánægður að lækka rostann í FH
Valsarinn Ari Freyr Skúlason hefur verið valinn leikmaður 11. umferðar af Fréttablaðinu. Ari átti stórleik
gegn Íslandsmeisturum FH og skoraði annað marka Valsara, sem urðu fyrstir til að leggja FH að velli í sumar.
EFNILEGUR Ari Freyr er hér í leik með Valsmönnum í sumar en hann hefur komið við sögu
í tíu leikjum Vals í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
FÓTBOLTI Valsarinn ungi Ari Freyr
Skúlason, leikmaður 11. umferðar
hjá Fréttablaðinu, er á leiðinni á
reynslu hjá sænska liðinu IFK
Gautaborg. Ólafur Garðarsson,
umboðsmaður Ara, sagði við
Fréttablaðið í gær að Valsarar
væru að reyna að finna tíma fyrir
Ara í samráði við IFK.
Ólafur sagði jafnframt að fleiri
lið í Svíþjóð og Danmörku hefðu
talað við sig og sýnt Ara Frey
áhuga. Leikmaðurinn sjálfur segir
í viðtalinu hér til hliðar við Frétta-
blaðið að hann dreymi um atvinnu-
mennskuna og vonist til að eitt-
hvað spennandi komi upp.
Hlutirnir voru ekki lengi að gerast
og líklegt er að Ari fari til reynslu
hjá fleiri félögum á næstunni.
„Það var eitthvað verið að fylgj-
ast með mér á Bröndby-leiknum
en ég veit ekki hvað kemur út úr
því, vonandi verður það eitthvað
spennandi,“ sagði Ari. - hþh
Ari Freyr Skúlason:
Á leiðinni til
Gautaborgar
ARI FREYR Í leik með Val gegn Blikum í
sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Jóhannes Valgeirsson knattspyrnu-
dómari lenti í kröppum dansi er hann
dæmdi leik Grindavíkur og Fylkis í fyrra-
kvöld en þegar 25 mínútur voru liðnar
af leiknum kenndi hann sér meins aftan
á læri og ljóst að hann hefði tognað.
„Ég var stífur fyrir leikinn og hélt fyrst
að þetta væri bara þreyta en það kom
í ljós að þetta var eitthvað meira. En ég
tognaði aðeins lítillega og verð vonandi
klár eftir nokkra daga. Það er eins gott
því ég á að dæma Evrópuleik á næsta
fimmtudag,“ sagði Jóhannes.
Enginn varadómari var á leiknum og
þurfti að kalla til Magnús Þórisson sem
var staddur í Reykjavík. Jóhannes kláraði
því fyrri hálfleikinn draghaltur og sár-
kvalinn. „Ég hef aldrei lent í öðru eins.
Einbeitingin var ekki mikil enda þurfti
ég að passa mig að gera ekki meiðslin
verri.“
Jóhannes segir dómara hafa í nokkur
ár beðið KSÍ að vera með varadómara á
öllum leikjum, ekki einungis sjónvarps-
leikjum og í nokkrum leikjum í síðustu
umferð-
um
mótsins.
„Það
myndi
auðvelda starf okkar allra
verulega,“ sagði Jóhannes. „Ef við
hefðum verið í Vestmannaeyjum hefði
sennilega þurft að blása leikinn af.“
Halldór B. Jónsson, formaður
dómaranefndar KSÍ, segir að málið hafi
oft verið rætt og það sé á dagskrá KSÍ
í vetur að ræða það enn frekar. „Það
er ekki ólíklegt að fjórði dómarinn
verði á öllum leikjum í efstu deild í
framtíðinni en það hafa ekki enn
verið teknar neinar ákvarðanir
um það. Það er margt sem
þarf að athuga eins og hvort
að kostnaður við fjórða
dómarann sé réttlæt-
anlegur.“
En Halldór
segir að aðstæður
líkar þeim sem
komu upp í
Grindavík séu
afar viðkvæmar.
„Þetta er vissu-
lega skipulags-
atriði og mikið
álitamál.“
JÓHANNES VALGEIRSSON: DÆMDI LEIK SÁRKVALINN OG DRAGHALTUR
Viljum hafa varadómara á öllum leikjum
> Garðar til Svíþjóðar?
Sóknarmaðurinn Garðar Gunnlaugs-
son hefur hafið viðræður við félagið
Norrköping sem leikur í næstefstu deild
í Svíþjóð. Börkur Edvardsson, formaður
knattspyrnudeildar Vals, staðfesti þetta
við Fréttablaðið í gær og sagði að félagið
stæði ekki í vegi fyrir leikmönnum sem
vildu komast til útlanda að spila. Ekki
er ljóst hvenær eða hvort Garðar hættir
hjá Valsmönnum og
heldur utan en ljóst
er að það verður
mikill missir fyrir Val
ef Garðar fer enda
er hann markahæsti
leikmaður liðsins í
Landsbankadeild-
inni. Þá hefur
hann raðað
inn mörkum
fyrir félagið í
bikarkeppninni í
gegnum tíðina.
FÓTBOLTI Spænska stórveldið Real
Madrid tilkynnti í gærkvöldi að það
hefði fest kaup á brasilíska lands-
liðsmanninum Emerson og ítalska
landsliðsfyrirliðanum Fabio Canna-
varo. Báðir koma þeir því aftur til
Fabio Capello, sem þjálfaði Juventus
áður en hann tók við Real Madrid,
en kaupverðið á þeim kumpánum er
samtals 13,7 milljónir punda.
„Real Madrid getur staðfest að
félagið hefur komist að samkomu-
lagi við Juventus vegna kaupanna á
Fabio Cannavaro og Emerson. Báðir
leikmennirnir eru í fríi en verða
kynntir á Bernabeu-leikvanginum
þegar þeir skrifa undir samninga
sína,“ sagði í yfirlýsingu frá Real
Madrid í gær en báðir gerðu þeir
tveggja ára samning með mögu-
leika á framlengingu um eitt ár.
Þeir eru fyrstu leikmennirnir
til að yfirgefa Juventus eftir að
félagið var dæmt niður í ítölsku
B-deildina en mjög líklegt verður
að teljast að fleiri fylgi í kjölfarið
á næstunni. - hþh
Real Madrid:
Kaupa Emerson
og Cannavaro
KA og Þór að sameinast
Rúnar Sigtryggsson og Sævar Árnason
munu að öllum líkindum þjálfa sam-
einað liðs Þórs og KA í DHL-deild karla
í handbolta næsta vetur undir nafninu
Akureyri - Handboltafélag. Aðeins á
eftir að ganga frá örfáum smáatriðum
en verið er að hanna nýjan búning fyrir
liðið sem verður í efri deildinni og leikur
heimaleiki sína í KA-heimilinu.
CANNAVARO Kyssir hér sjálfan heimsmeist-
aratitilinn í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP