Fréttablaðið - 20.07.2006, Side 70
20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR50
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2 glaðningur 6 mannþvaga 8 fiskur 9
stormur 11 hætta 12 minnispunktur
14 traðka 16 í röð 17 almætti 18 utan
20 guð 21 faðmlag.
LÓÐRÉTT
1 ófá 3 samþykki 4 fullur 5 hamfletta
7 svangur 10 sönghópur 13 dæling 15
hástétt 16 töf 19 núna.
[ VEISTU SVARIÐ? ]
Svör við spurningum á blaðsíðu 8.
1. Gunnlaug Scheving.
2. Rúmlega þrír milljarðar krónar.
3. Flokkur barnaníðinga.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 gjöf, 6 ös, 8 áll, 9 rok, 11 vá,
12 glósa, 14 troða, 16 hi, 17 guð, 18 inn,
20 ra, 21 knús.
LÓÐRÉTT: 1 mörg, 3 já, 4 ölvaður, 5 flá,
7 soltinn, 10 kór, 13 sog, 15 aðal, 16
hik, 19 nú.
opið alla laugardaga 11-14
Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA,
VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA
Á grillið! Nýr humar, lúða, sólþurrkaður
saltfi skur, skötuselur og keila.
*Gallup Október 2005
Mest
lesna tímaritið *
„Þetta verður hasarmynd í anda
Speed og Twister, mynd eins og
hann er þekktur fyrir að gera,“
segir kvikmyndatökumaðurinn
Óttar Guðnason, sem ráðinn hefur
verið til starfa við næstu kvikmynd
leikstjórans Jan de Bont.
Jan de Bont er kunnur hasar-
myndaleikstjóri og þekktustu
myndir hans eru áðurnefndar
Speed og Twister auk fyrstu Tomb
Raider-myndarinnar. De Bont hóf
feril sinn sem kvikmyndatökumað-
ur og þekktustu myndir hans á
þeim vettvangi eru Die Hard, Basic
Instinct og Lethal Weapon 3.
Óttar hefur unnið mikið með de
Bont síðustu tvö ár við gerð aug-
lýsinga. „Við höfum gert aragrúa
af auglýsingum. Síðast vorum við
að klára Citröen-auglýsingu með
Sean Connery í aðalhlutverkinu,“
segir Óttar.
Kvikmyndin sem Óttar mun
taka upp heitir Stopping Power og
er bandarísk framleiðsla þó að
upptökur fari fram í Berlín.
Aðspurður segir Óttar að til-
kynnt verði um val á leik-
urum á næstu vikum,
fjögur þekkt nöfn
verða í aðalhlut-
verkunum en
aukahlut-
verkin skipa
Þjóðverjar
og aðrir
Evrópubú-
ar.
„Þetta
leggst
auðvitað
mjög vel
í mig
enda er
það frá-
bært
tæki-
færi að fá að taka þátt í mynd af
þessari stærðargráðu. Þarna stíg-
ur maður með aðra löppina inn í
þennan Hollywood-heim, hvað sem
svo gerist,“ segir Óttar. Undirbún-
ingur fyrir tökurnar hefst í byrjun
ágústmánaðar og stendur í fimm
vikur. Sjálfar tökurnar hefjast svo
13. september og klárast í lok nóv-
ember að sögn Óttars. Hann veit
ekki hvað tekur við hjá sér eftir
það.
„Þetta er eins langt og maður
sér fram í tímann í mínum heimi.
Ég býst við því að fara aftur í aug-
lýsingarnar eftir þetta. Hins vegar
er því ekki að neita að þessi mynd
gæti verið vísbending um fleiri
störf úti. Maður er í það minnsta
strax byrjaður að finna fyrir smá
„fídbakki“ frá Hollywood,“ segir
Óttar, sem hefur eytt síðustu tveim
vikum í að helluleggja við hús sem
hann var að byggja sér í Garðabæ.
„Það hefur verið fínt að vinna við
húsið til að hreinsa hugann. Nú
getur maður aftur farið að snúa
sér að bíópælingunum.“
hdm@frettabladid.is
ÓTTAR GUÐNASON: RÁÐINN TÖKUMAÐUR Í NÆSTU MYND JAN DE BONT
Tekur upp Hollywood-
hasarmynd í Berlín
„Fyrir nokkrum árum leigðum
við vespu á Kanarí og keyrðum
þá hringinn um eyjuna og þótti
mjög gaman. Þannig má eigin-
lega segja að þessi hugmynd
sé til komin,“ segir Jón Jóns-
son, sem opnað hefur vespu-
leigu á Stokkseyri ásamt
eiginkonu sinni Elsu Kol-
brúnu Gunnþórsdóttur.
Hjónin hafa í sjö ár
séð um rekstur
Shell-skálans á
Stokkseyri og í tvö
ár rekstur Shell-skál-
ans á Þorlákshöfn.
Margir Íslendingar hafa, eins
og þau hjónin, nýtt sér vespur á
ferðalögum erlendis en Jón segir
að þær henti ekki síður á Íslandi,
ekki síst á Suðurlandi þar sem
mikið er um flatlendi.
„Þetta er mjög skemmtilegur
ferðamáti og
einfalt að
keyra. Vesp-
urnar eru án
gíra og því
er bara gefið
í og þannig
er mjög auð-
velt fyrir
alla að keyra
þær. Þetta eru
ekki mjög öflug
tæki en komast þó
upp í 70 km hraða. Svo er líka
alveg hægt að keyra vespurnar þó
vegirnir séu blautir því menn eru
með fæturna á bak við hlíf á
meðan maður fær gusurnar beint
á lappirnar á mótorhjóli,“ segir
Jón, sem býst við því að hinn
íslenski ferðamaður verði dugleg-
ur að nýta sér þennan nýja ferða-
möguleika.
Til að byrja með munu hjónin
bjóða upp á fimm 50cc vespur af
gerðinni Zip sem er amerískt
merki og eru þær leigðar í lág-
mark tvær klukkustundir í senn.
„Það er afar stutt í ýmsa sögu-
fræga staði sem gaman er að
keyra til og skoða. Það er til dæmis
hægt að fara í Gaulverjabæ og
upp með Þjórsá, niður á Selfoss og
til baka. Við ætlum að búa til gróft
kort af svæðinu þar sem merktir
eru inn á áhugaverðir staðir sem
gaman er að rúnta til.“ - snæ
Opna fyrstu vespuleigu landsins
NÝJUNG Í FERÐAÞJÓNUSTU Vespuleigan
á Stokkseyri er sú eina sinnar tegundar á
landinu og taka hjónin Jón og Elsa sig vel
út á hjólunum. Þau hafa meðal annars
ferðast á slíkum farartækjum um Kanaríeyj-
ar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VESPA Nú er hægt
að bruna um Suður-
landið á allt að 70
kílómetra hraða.
ÓTTAR GUÐNASON Hefur verið ráðinn
sem kvikmyndatökumaður fyrir Holly-
wood-mynd sem Jan de Bont leikstýrir.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Rokksöngvarinn Krummi úr hljóm-sveitinni Mínus lenti í óhappi um
síðustu helgi. Krummi var
að skemmta sér í miðborg
Reykjavíkur og afrakstur
kvöldsins var stórt sár sem
hann ber á enninu. Illar
tungur hafa haldið því
fram að Krummi hafi
lent í útistöðum við
drengina úr hljóm-
sveitinni Dr. Mister &
Mr. Handsome og hafi uppskorið sárið
þar. Í samtali við Fréttablaðið sagði
Krummi þetta vera uppspuna frá rótum.
Honum hafi einfaldlega tekist að fljúga
á hausinn síðla nætur og meiðst á
enninu við fallið.
Nýr menningarpáfi hefur verið ráðinn til starfa á DV. Sá heitir
Óttar Martin Norðfjörð og
hefur fengist við ritstörf
síðustu misserin. Óttar sendi
frá sér bókina Barnagælur
fyrir síðustu jól. Bókin
var umdeild í meira lagi
enda var umfjöllunar-
efnið barnaníðingur
og var athöfnum
hans lýst ansi ítar-
lega. Páll Baldvin
Baldvinsson, þá
umsjónarmaður menningarsíðu, skrifaði
ritdóm um bókina í DV og gaf henni
lægstu mögulega einkunn, hauskúpu.
Páll Baldvin er nú ritstjóri DV og hefur
ráðið Óttar sem sinn arftaka. Máttur
fyrirgefningarinnar, á báða bóga, má
heita mikill.
Blaðakonan Kolbrún Bergþórsdóttir datt í lukkupottinn á dögunum
þegar hún vann sér inn pítumáltíð fyrir
sig og samstarfsfólk sitt í leik á Rás 2.
Kolbrún lýsti yfir mikilli ánægju með
þetta þegar hún fékk fréttirnar. Ekki
hefur minni gleði farið um hjarta hennar
þegar í ljós kom fyrir
skömmu að Kol-
brúnu yrði falið að
skrifa seinna bindi
ævisögu Jóns Bald-
vins Hannibalssonar,
fyrrum ráðherra og
sendiherra. Fyrra
bindið, sem kallaðist
Tilhugalíf, kom út
fyrir nokkrum árum
og var aðdáendur
Jóns Baldvins farið
að lengja eftir
framhaldinu. Nú er hann snúinn heim
til Íslands og er sagður undirbúa langar
spjallstundir með ævisagnaritaranum
Kolbrúnu. Páll Valsson hjá Eddu er þó
þögull sem gröfin um útgáfu bókarinnar,
segir að ef svo færi að byrjað væri á
ritun bókarinnar innan tíðar væri ólíklegt
að hún kæmi út á þessu ári. - hdm
HRÓSIÐ
... fær Davíð Þór Jónsson fyrir að
ætla að lífga upp á Gettu betur
með því að setjast í dómarasætið.
Barbie-dúkkan sem Fréttablaðið
sagði frá fyrir skemmstu er orðin
ansi vinsæl meðal Íslendinga en
eins og sagt var í blaðinu í gær
keypti Sigurjón Sighvatsson dúkk-
una sem klædd er í upphlut en
ekki peysuföt eins og ranglega var
sagt í fréttinni. Sigurjón er sem
kunnugt er annálaður safnari en
vildi sem minnst ræða málið þegar
Fréttablaðið náði tali af honum.
Boð Sigurjóns er talið hafa verið
það hátt að hann hafi haft í hyggju
að sprengja verðið en virðist hafa
misreiknað sig.
Brynjólfur Erlingsson, gröfu-
maður í Kópavogi, hélt sig nefni-
lega heldur betur svikinn þegar
hann las blaðið í gær því Brynjólf-
ur taldi sig hafa keypt umrædda
dúkku. „Ég keypti hana á 66 doll-
ara eða í kringum fimm þúsund
krónur,“ sagði Brynjólfur í samtali
við blaðið þar sem hann var stadd-
ur í sumarfríi heima hjá sér. „Ég
sá hana í Fréttablaðinu og kíkti á
dúkkuna á netinu, bauð í hana enda
alveg ótækt að slík dúkka yrði seld
til einhvers annars lands en
Íslands,“ sagði Brynjólfur.
Þegar Fréttablaðið fór síðan á
stúfana á eBay kom í ljós að þrjár
dúkkur í upphlut eru enn í boði
fyrir áhugasama. Hæsta boðið var
enn sem komið er 25 dollarar og
því ljóst að einhverjir geta fest
kaup á góðum safngrip fyrir lítin
pening. - fgg
Barbie-stríð á eBay
BARBIE-DÚKKAN FRÆGA Ekki einungis um
eina dúkku að ræða heldur virðist sem
fimm dúkkur séu til sölu á uppboðsvefnum
eBay.
Á TÖKUSTAÐ Óttar sést hér við tökur á einu af verkefnum sínum. Nýlega tók hann upp
bílaauglýsingu þar sem Sean Connery var í aðalhlutverki.