Fréttablaðið - 30.07.2006, Síða 13

Fréttablaðið - 30.07.2006, Síða 13
SUNNUDAGUR 30. júlí 2006 13 hann. Það eru bara peyjar á launa- skrá að búa til gögn fyrir drenginn. Þeir vinna að öllum þessum leikrit- um og hrókeringum sem áttu sér stað. Þeim tókst það meira að segja fyrir rest að pína Sundsmenn til fylgis við sig.“ Magnús minnist á það að fyrir nokkrum vikum hafi verið farið að bera á því að starfs- menn tengdir Björgólfi hafi verið farnir að taka einstaka starfsmenn Straums-Burðaráss í bíltúr eða á eintal til að pumpa þá. „Ég hef frétt af því að einn einstaklingur hafi verið boðaður til útlanda til þess að gefa Björgólfi Thor skýrslu um hvað væri að gerast frá degi til dags,“ segir Magnús og lætur þung orð falla: „Þetta eru vinnubrögð sem eru viðhöfð annars staðar en á Íslandi.“ Afskiptaleysi FME Magnús segist ekki geta skilið við frásögn sína án þess að nefna þátt Fjármálaeftirlitsins. „Ég fór á fund FME til að gera þeim grein fyrir hver vinnubrögð BTB væru. Þeir töldu ekki neina ástæðu til að athuga neitt. Það er greinilegt að hann stjórnar ekki bara Landsbankanum, Samson og Straumi, það mætti jafn- vel ætla að hann væri líka farinn að stjórna opinberum stofnunum.“ Magnús segist hafa hringt í eftirlit- ið þegar hann var á leið á hluthafa- fund í Straumi þann 19. júlí og spurt hvort hann hefði atkvæðisrétt á fundinum en viðskipti hans við FL Group eru ekki enn að fullu frá- gengin. Hann hafi fengið þau svör að tíu síðna bréf væri á leiðinni til hans, þess efnis að hann og tengdir aðilar mættu aðeins fara með 9,95 prósent atkvæða á fundinum. „Ég vil við kveðjustund óska Björgólfi Thor, stjórnendum Straums, og sér í lagi starfsmönnum sem hafa unnið gott starf, alls hins besta í framtíðinni. Nú er kominn tími til að beina kröftunum að Toyota og öðrum fjárfestingum.“ Stoke var tómt djók en Toyota rúllar vel Fjárfesting Íslendinga í enska fótbolta- liðinu Stoke um síðustu aldamót trónir ofarlega á lista yfir verstu viðskipti Íslandssögunnar. Magnús hefur sjálfur lýst því yfir að þetta sé versta fjárfesting hans frá upphafi en bætir jafnframt við að ef menn fara í fýlu af því að tapa peningum þá eigi þeir ekki að fjárfesta í hlutabréfum. Mikill spenn- ingur var hjá kaupendum á sínum tíma en tíðarandinn var þannig að allar viðskiptahugmyndir urðu að gulli. „Ég held að illa hafi verið að þessu staðið þegar við förum af stað. Við kaupum klúbbinn of dýru verði,“ segir Magnús. Fyrsta strandið varð þegar tekjur af sjónvarpssamningum töpuðust og aldrei varð draumurinn um úrvalsdeildar- sæti að veruleika. „Síðan gerist það að Íslendingahópurinn missir jafnt og þétt áhugann og menn eru ekki tilbúnir að leggja inn meiri pening.“ Fyrir nokkrum vikum var hlutur Stoke Holding í Stoke seldur og gerður upp. Magnús býst við að fjárfestar fái væntanlega til baka þriðjung af upphaflegri fjárfestingu í Stoke Holding. Toyota í sókn Útvegsbóndinn er spurður um fjárfest- ingu sína í Toyota á Íslandi, stærstu bílasölu landsins sem er með umboð í fimm bæjarfélögum. Var hann að gera mikla skyssu að fjárfesta í bílasölu í toppi hagsveiflunnar? Hann hristir haus- inn og hlær: „Við vorum að afhenda fjögurþúsundasta bílinn af gerðinni Toyota í þessari viku. Það er ekki hægt að gera betur á Íslandi.“ Á metárinu í fyrra seldi umboðið 4.800 bifreiðar þannig að Magnús er á góðri leið með að bæta metið. Hann tekur fram að markaðshlutdeild Toyota sé komin yfir þrjátíu prósent en hafi verið tæp 24 prósent þegar hann tók við keflinu. En af hverju vill Eyjamaður selja bíla? „Ég var alltaf svo skotinn í þessu félagi. Þetta var eitthvað svo spennandi. Ég spurðist fyrir um hvenær fyrirtækið ætti að fara í söluferli, fékk gögn þegar eigendur vildu selja og fékk það á endanum.“ REKUR STÆRSTA BÍLAUMBOÐ LANDSINS Magnús keypti Toyota-umboðið í desember af Páli Samúelssyni og fjölskyldu. Markaðshlutdeild Toyota stendur í þrjátíu prósentum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.