Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 46
ATVINNA
28 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR
MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRAR
ÓSKAST
Viltu koma í skemmtilega og lifandi vinnu hjá stærsta
bílaflutningafyrirtæki landsins? Okkur vantar menn
núna! Hafðu samband við Bjarna í síma: 567-6700
VAKA EHF • Eldshöfða 6 • S: 5676700
Epal hf. þarf á fleiru góðu starfsfólki að halda.
Við óskum eftir að ráða
þjónustustjóra og starfsmann á lager.
Um er að ræða 100% framtíðarstörf.
• Þjónustustjóri
Þjónustustjóri hefur yfirumsjón með þjónustu við
viðskiptavini, sér um að halda versluninni snyrtilegri og
aðlaðandi og sinnir öðrum tilfallandi störfum.
Við leitum að manneskju sem hefur reynslu af afgreiðs-
lustörfum og góða almenna tölvukunnáttu, ríka þjónus-
tulund, lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum, er
skipulögð, sjálfstæð og metnaðarfull í vinnubrögðum.
Menntun og/eða áhugi á hönnun er mikill kostur.
• Starfsmaður á lager
Starfið felst í móttöku, skráningu og frágang vöru,
ásamt umsjón með útsendingu á vörum.
Leitað er að skipulögðum, hraustum, áreiðanlegum
aðila sem er afkastamikill og þjónustulundaður.
Við viljum ráða í þessar stöður sem fyrst. Nánari
upplýsingar um störfin veitir Guðrún Hannele
í síma 568 7733. Nánari uppl. um Epal er að finna á
www.epal.is. Vinsamlega sendið umsóknir með starfs-
ferilsskrá og uppl. um meðmælendur til epal@epal.is
eða til Epal hf., Skeifan 6, 108 Reykjavík fyrir 15. ágúst.
Epal er reyklaus vinnustaður.
Okkur vantar starfsfólk til
starfa við eftirtalin störf:
Fjölbreytt starf á lager og við útkeyrslu.
Við leitum að dugmiklum og samviskusömum starfs-
manni til framtíðarstarfa við vörutiltekt í frystigeymslu
fyrirtækisins og við sendistörf á litlum sendibíl. Æskilegt
en ekki skilyrði, er að viðkomandi sé með lyftarapróf auk
bílprófs.
Pökkun og vörufrágangur í framleiðslu.
Við leitum að dugmiklum og samviskusömum starfs-
manni til framtíðarstarfa við pökkun og frágang við fram-
leiðslu.
Mjög snyrtilegt umhverfi og gott mötuneyti á staðnum.
Ráðið verður í störfin sem fyrst.
Allar nánari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 569
2385 á skrifstofutíma. Umsóknir skulu sendar skrifstofu
Emmessís hf. Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík eða á netfangið;
emmess@emmess.is
Atvinnumálanefnd og stýrihópur um arki-
tektasamkeppni óskar eftir samstarfi um
uppbyggingu á miðsvæði Álftaness.
Sveitarfélagið Álftanes hefur ákveðið að gangast fyrir
arkitektasamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands
um deiliskipulag miðsvæðis á Álftanesi en þar verða
m.a. blönduð byggð íbúða, þjónustu, verslunar og
atvinnulífs.
Auglýst er eftir aðilum sem vilja byggja upp almennan
verslunarrekstur, þjónustu, skrifstofurekstur, veitinga og
ferðaþjónustu eða annan rekstur sem fellur að umhverf-
isstefnu sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið Álftanes hefur ákveðið að efla þjónustu
við eldri borgara á Álftanesi, með bættri heimaþjónustu
og með því að bjóða upp á fjölbreyttari búsetuúrræði.
Þannig er m.a. áformað að byggja allt að 40 þjónustu
íbúðir og/eða öryggisíbúðir sem munu tengjast þjón-
ustumiðstöð fyrir félags og heimaþjónustu.
Af þessu tilefni er auglýst eftir samstarfsaðilum sem vilja
koma að uppbyggingu og/eða rekstri slíkra búsetuúr-
ræða fyrir eldri borgara. Sérstaklega er leitað eftir aðilum
sem hafa reynslu af af þessu tagi.
Áhugasamir sendi upplýsingar á skrifstofu Sveitarfélags-
ins Álftanes, Bjarnarstöðum, 225 Álftanesi fyrir 20. ágúst
n..k. merkt Sveitarfélagið Álftanes, Bjarnarstöðum,
Atvinnumálanefnd
Sigurður Magnússon,
bæjarstjóri
Sveitarfélagið Álftanes
Sviðsstjóri Velferðarsviðs
Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir lausa til
umsóknar stöðu sviðsstjóra Velferðarsviðs
Hlutverk og ábyrgðarsvið
• Dagleg yfirstjórn og samhæfing starfskrafta
Velferðarsviðs
• Stjórnun velferðarmála í umboði velferðarráðs
• Undirbúningur mála fyrir velferðarráð og ábyrgð á
eftirfylgni með ákvörðunum ráðsins
• Frumkvæði að undirbúningi stefnumótunar í
velferðarmálum
• Forysta í þróun og innleiðingu nýrra hugmynda og
úrræða í velferðarþjónustu
• Ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlun og annarri
áætlanagerð fyrir Velferðarsvið
• Samráð við félagasamtök og aðra hagsmunaaðila
um velferðarmál
• Samstarf við aðra opinbera aðila í velferðarmálum
innan lands og utan
• Þátttaka í samstarfi í yfirstjórn borgarinnar
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla í stjórnun og mannaforráðum
• Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum
sveitarfélaga
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni í að koma fram og tjá sig bæði í tali og í
skrifuðu máli
• Hæfni til að tjá sig á ensku og norrænu tungumáli
Borgarráð ræður í starfið að fenginni tillögu borgarstjóra.
Borgarstjóri er yfirmaður sviðsstjóra. Um laun og önnur
starfskjör fer samkvæmt reglum um réttindi og skyldur
stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og ákvörðun kjaranefndar
Reykjavíkurborgar. Umsóknum skal skilað til skrifstofu borg-
arstjóra í síðasta lagi 18. ágúst n.k.
Upplýsingar um starfið veita Helga Jónsdóttir, sviðsstjóri
Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs eða Magnús Þór Gylfason,
skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra.
Velferðarsvið ber ábyrgð á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þ.m.t. barnavernd og félagsþjónustu fyrir alla
aldurshópa. Í því felst undirbúningur stefnumótunar í velferðarmálum, áætlanagerð, samhæfing og samþætting á sviði
velferðarþjónustu, eftirlit og mat á árangri og þróun nýrra úrræða.
Velferðarsvið sér enn fremur um rekstur margs konar miðlægrar þjónustu s.s. barnavernd, hjúkrunarheimili og sérhæfð
heimili fyrir börn og fullorðna. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.