Fréttablaðið - 30.07.2006, Side 70

Fréttablaðið - 30.07.2006, Side 70
 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR34 FRÉTTIR AF FÓLKI Ekki er greinilega allt sem sýnist í sjónvarpsþættinum Rock Star: Supernova en þar hefur Magni „okkar“ Ásgeirsson verið að gera góða hluti. Á internetinu er að finna færslu frá Melanie McFarland en hún var stödd á upptökum þáttarins á þriðjudaginn fyrir viku síðan. „Þessir hlutir sem ég vildi að framleiðendur þáttarins gætu sýnt ykkur í sjónvarpinu, daðrið, blótið og svona mætti lengi telja.“ Melanie upplýsir að tónleikastaðurinn, sem við hin sjáum í sjónvarpinu og birtist okkur sem risa- stór, sé ekkert sérlega stór. Allt séu þetta tæknibrellur, framkallaðar með linsum myndatökuvélanna. Allar stunur og baul eru tekin upp fyrir þáttinn og síðan spiluð undir neikvæðum dómum dóm- ara þegar svo ber undir. Þá eru nærmyndirnar af keppendunum sem sýndar eru á meðan keppinaut- arnir eru að spreyta sig teknar upp fyrir þáttinn. Melanie upplýsir jafnframt að Dave Navarro hafi ótt og títt stigið niður úr dómarasætinu til að gefa sig á tal við einhverjar af stelpunum í þáttun- um. „Við veltum því fyrir okkur hvort litla eiginkonan hans vissi af þessu en eins og flestallir vita þá er það hjónaband þeirra víst fyrir bí.“ Tommy Lee er víst ákaflega duglegur að gefa kvenkyns keppend- unum hrós þrátt fyrir að mikið vanti upp á söng- hæfileikana en fæst af því sem hann lætur út úr sér ku látið gossa í útsend- ingunni. Melanie er þó hrifinn af þessum þætti sem tók níutíu mínútur í tökum þótt við höfum aðeins séð tæplega helminginn af öllu því efni. „Eftir að þættinum lauk var haldið í mikið teiti í Rock Star- villunni þar sem þeir Tommy Lee, Jason Newsted og Gilby Clarke létu kaldan vodka leka ofan í buxurnar hver hjá öðrum.“ - fgg „Maður er náttúrlega orðinn fer- tugur og það tekur sinn tíma að komast í form. En ég hef mjög gaman af þessu,“ segir kvik- myndaleikstjórinn og leikarinn Baltasar Kormákur sem er byrjað- ur að leika með Neista frá Hofsósi í 3. deildinni í fótbolta. Baltasar hefur leikið tvo leiki með Neista í sumar. Um síðustu helgi tók hann þátt í sigurleik gegn Snæfelli en á fimmtudagskvöldið gekk Neista ekki eins vel, þá tapaði liðið 7-0 á útivelli gegn Tindastóli. Baltasar var á varamannabekknum og lék síðasta hálftímann. „Við skíttöpuðum þessu. Það var ansi þungt að koma inn á í stöðunni 4-0,“ segir Baltasar hundsvekktur. „Þeir voru líka með þrjá danska atvinnumenn sem gerði þetta erfitt. Hofsós er 170 manna bæjarfélag á meðan það búa þrjú þúsund á Sauðárkróki svo þú getur ímynd- að þér hvernig það er að manna liðið. Þetta er samt alveg nógu gott lið fyrir mig.“ Baltasar hefur áður spilað fyrir Neista á Hofsósi, síðast fyrir tveim- ur árum. Hann hefur auk þess sýnt knatt- spyrnu- hæfi- leika sína í auglýs- ingu fyrir Lands- banka- deildina. Baltasar segist ætla að spila með Neista í heimaleikjum liðsins og lítur á sig sem „super- sub“. „Svona eins og Eiður Smári verður hjá Barcelona,“ segir Balt- asar, sem yfirleitt spilar hægri kant í boltanum. Hann var þó sett- ur í stöðu framherja þegar hann kom inn á í síðasta leik. „Það var út af manneklu sem ég var settur í senterinn. Það var alls ekki auð- velt, maður missir alveg hraðann þegar maður kemst yfir fertugt.“ Á ekki að reyna að setja eitt mark í sumar? „Ég var nú að reyna það gegn Tindastóli. En jú, ég verð að skora allavega eitt mark í sumar,“ segir Baltasar Kormákur, knattspyrnu- maður með meiru. hdm@frettabladid.is BALTASAR KORMÁKUR: LEIKUR Í ÞRIÐJU DEILDINNI Í FÓTBOLTA Ætlar að skora allavega eitt mark í sumar FRAMHERJI NEISTA Á HOFS- ÓSI Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur neitar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þó hann sé orðinn fertugur. Baltasar spilar með Neista á Hofsósi í 3. deildinni í sumar. TEKIÐ Á ÞVÍ Baltasar gat ekki bjargað Neista í leiknum gegn Tindastóli. Leikurinn tapaðist 7-0. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGEIR KÁRASON HRÓSIÐ ... fá stelpurnar hjá Foodtaxi.is sem hafa lífgað upp á bæjarlífið í Reykjavík undanfarið. Aðdáendur Köntrísveitarinnar Baggalúts geta glaðst yfir því að nú er komin út önnur plata Bagga- lútsmanna, Aparnir í Eden. Platan inniheldur 21 lag í anda „sjávarút- vegs- og strandköntrí“ í bland við „innsveita- og hálendisköntrí“ og er hún tileinkuð þeim fjölmörgu öpum sem ólu aldur sinn í Eden í Hveragerði. „Einhvern tímann kom það upp að við vorum allir með svona sterkar minningar um apana í Eden. Það var farið í Eden og sleiktur rjómaís og aparnir heimsóttir,“ segir Guðmundur Pálsson, söngvari Baggalúts. „Það urðu mikil vonbrigði þegar við komumst að því að þeir voru aldrei í Eden, heldur í verslun þarna við hliðina á. Þetta mikla svekkelsi yfir því að aparnir væru farnir úr Eden var því ekki byggt á traust- um grunni, og það er örugglega heil kynslóð af fólki sem man eftir öpunum eins og þeir hafi verið í Eden,“ segir Guðmundur. Björgvin Halldórsson, Borgar- dætur, Kristján Kristjánsson og Valgeir Guðjónsson eru gesta- söngvarar á plötunni en hún er gefin út af Geimsteini í Keflavík með Rúnar Júlíusson í fararbroddi. Köntrísveit Baggalúts er skipuð fimm kjarnameðlimum en þegar hljómsveitin stígur á stokk eru meðlimir tíu. Þeir munu koma fram á Innipúkanum um verslunar- mannahelgina og í Reykjavík á Menningarnótt. „Annars væri gaman að spila í Eden, mér skilst bara að hljómburðurinn sé ekki nógu góður. Svo vantar auðvitað apana. Það er ekki einn einasti api á Íslandi í dag og það er bara skand- all,“ segir Guðmundur að lokum. Enginn api á Íslandi KÖNTRÍSVEITIN BAGGALÚTUR Baggalútsmeðlimir hafa lengi vel heillast af hegðun apa og lífsmynstri þeirra. FRÉTTIR AF FÓLKI Heiðar Jónsson snyrtir vendir kvæði sínu í kross í haust. Þá tekur hann við starfi veðurfréttamanns í Íslandi í bítið á sjónvarpsstöðinni NFS. Búast má við því að innkoma Heiðars lífgi upp á dagskrána enda er hann þaulvanur því að koma fram fyrir alþjóð. Sigurður Þ. Ragnarsson hefur um árabil verið helsta andlit veðurfréttanna á Stöð 2 og NFS. Siggi stormur, eins og hann er jafnan kallaður, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann óttaðist ekki samkeppni frá Heiðari. Nýi maðurinn væri ekki menntaður veðurfræðingur og lyti því algerlega stjórn hans. Siggi stormur lagði á það ríka áherslu að veður væri dauðans alvara en vissu- lega væri gott að hafa mann eins og Heiðar í veðurliðinu, enda gæti hann sagt veðurfréttir á léttum nótum í mesta skammdeginu. Hvað er að frétta? Allt stórfínt. Er nýbúinn að stjórna tónleikum og taka upp geisladisk með Kammerkórnum Carminu, og er núna að æfa mig fyrir tónleika í Sigurjónssafni á þriðjudagskvöld. Augnlitur? Grængrár, að ég held. Starf? Dósent í tónlistarfræði við Listaháskóla Íslands. Fjölskylduhagir? Einhleypur. Hvaðan ertu? Úr Hlíðunum. Reykvíkingur í húð og hár. Ertu hjátrúarfullur? Nei. Uppáhaldssjónvarpssþáttur? Ég horfi mjög sjaldan á sjónvarp. Simpsons og South Park eru samt góðir. Uppáhaldsmatur? Ef það er ítalskt getur það varla klikkað. Fallegasti staður? Á íslenskum fjallstindi í sumarblíðu. Útsýnið af Skjaldbreiði er t.d. alveg ógleymanlegt. Ipod eða geislaspilari? Geislaspilari. Annars er hausinn á mér troð- fullur af tónlist og ég læt það oftast nægja. Hvað er skemmtilegast? Að spila og syngja, að hlusta á tónlist, hugsa um tónlist, tala um tónlist. Hvað er leiðinlegast? Að taka til á skrifborðinu mínu. Helsti veikleiki? Á erfitt með að segja nei. Helsti kostur? Held að ég eigi yfirleitt auðvelt með að koma hlutum í framkvæmd. Helsta afrek? Ég er ekki rétti aðilinn til að dæma um það. Ég er samt nokkuð ánægður með að hafa stofnað Carminu. Mestu vonbrigði? 16. sætið í Eurovision 1986. Ég var mjög lengi að ná mér. Hver er draumurinn? Að fara til Afríku og klífa Kilimanjaro. Hver er fyndastur? Eric Cartman í South Park. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ég reyni að láta sem fæst fara í taugarn- ar á mér. Líklega helst þegar fólk lætur öfund og afbrýðisemi ná tökum á sér. Uppáhaldsbók? Íslandsklukkan. Hvað er mikilvægast? Að vera sáttur við sjálfan sig. HIN HLIÐIN ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON TÓNLISTARFRÆÐINGUR Mestu vonbrigðin á Eurovision ‘86 16.09.73 �������������� ������� ���������� ���� ����� ���� ����������� ������������ ������ ���������� �������������� ��������������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.