Fréttablaðið - 30.07.2006, Síða 15
SUNNUDAGUR 30. júlí 2006 15
umgangast dýr þótt þetta sé mjög
frábrugðið því sem ég átti að
venjast í sveitinni.“
Mikil aðsókn
Þegar átökin milli Ísraela og Hiz-
bollah mögnuðust og fólk í norður-
hluta Ísraels þurfti að flýja að
heiman í stórum stíl og flytja sig
sunnar í landið, þá var ákveðið að
hafa ókeypis inn í dýragarðinn
fyrir alla. „Síðan er búið að vera
brjálað að gera, allt troðfullt af
fólki upp á hvern einasta dag,“
segir Óttar.
Árásarhættan eykst
Það að fólk í norðurhluta Ísraels
þurfi að flýja heimili sín vegna
árása er ekki nýtt en Óttar segir
fjöldann sem nú hefur þurft að
flýja að heiman miklu meiri en
áður. „Það er til dæmis alveg nýtt
að fólk þurfi að flýja frá Haifa,
það hefur aldrei gerst áður, en
þetta er stór hafnarborg og mjög
mikilvæg fyrir Ísrael. Og það er
vissulega áhyggjuefni að skæru-
liðar geti skotið eldflaugum á
Haifa, smærri bæir nálægt landa-
mærunum við Líbanon hafa hins
vegar alltaf af og til orðið fyrir
svona árásum. En nú óttast menn
að Hizbollah geti komið sér upp
enn öflugri vopnum og geti þannig
ráðist á skotmörk enn sunnar í
landinu.“
Verður að afvopna Hizbollah
Þess vegna telur Óttar einu leið-
ina fyrir Ísraela til að tryggja
öryggi sitt, að reyna að ganga milli
bols og höfuðs á Hizbollah í eitt
skipti fyrir öll. „Það verður að
gera það ef þetta á einhvern tíman
að enda,“ segir hann. En er ekki
óraunhæft að halda að það sé
hægt? „Það getur vel verið en
Ísraelar hafa alltaf verið bjart-
sýnir,“ segir hann og bendir á að
ísraelski herinn sé mjög öflugur,
einn sá öflugasti í heimi. „Þetta
verður erfitt en það er ekkert
annað hægt að gera og ég hef trú
á að það sé hægt.“
Mistök að fara frá Líbanon
Óttar hefur ákveðnar skoðanir á
þessum málum og segir það hafa
verið mistök hjá Ísraelum að fara
frá Líbanon árið 2000. „Ef ísraelski
herinn hefði haldið þessum svæð-
um áfram hefði það sem er að ger-
ast í dag ekki gerst. Það sama er að
gerast í Gaza, herinn er búinn að
yfirgefa það svæði og um leið eru
allar borgir í suðurhluta Ísraels í
hættu vegna eldflaugaárása. Tengda-
móðir mín býr í Askelon og það er
alveg nýtt að sú borg hefur orðið
fyrir árásum, það hefur aldrei gerst
áður, þannig að þetta ástand er bara
afleiðing þess að herinn yfirgaf
þessi svæði. Umheimurinn þrýstir
stöðugt á Ísraela um að gefa eftir
og reyna að leysa þetta og þetta er
það sem kemur út úr því.“
Mikil samstaða
Óttar segist ekki verða var við
annað en að mikil samstaða sé
meðal ísraelsku þjóðarinnar um
viðbrögð við árásum Hizbollah og
sátt um þær aðgerðir sem gripið
hefur verið til. „Ég sá í sjónvarp-
inu um daginn frá einhverri mót-
mælagöngu í Jerúsalem þar sem
fólk var að mótmæla árásunum á
Líbanon. Mér sýndist vera afskap-
lega lítil þátttaka í þessum mót-
mælum og ég held að þessi mál-
staður eigi lítinn stuðning í
Ísrael.“
Fólk er á varðbergi
En óttast fólk ekki að hörð við-
brögð Ísraela í Líbanon geti orðið
til þess að hryðjuverk og sjálfs-
morðsárásir verði á ný daglegt
brauð í Ísrael? „Jújú, það getur
alltaf komið upp aftur og vissulega
er erfitt að búa við slíkt óöryggi.
Ég fer oft með strætó í vinnuna og
það er óneitanlega alltaf svolítill
beygur í mönnum að fara með
strætisvagni enda hafa flestar
sjálfsmorðsárásirnar verið gerðar
í strætisvögnum. Fólk er alltaf á
varðbergi.“
Útilokar ekki heimflutning
Óttar býst við að hann og fjöl-
skylda hans verði áfram í Ísrael
enn um sinn. „Ég á frekar von á því
en þó hefur sú umræða komið upp
að fara heim til Íslands og ef maður
fengi góða vinnu hér í uppsveifl-
unni er það ekki útilokað. Ég sakna
Íslands alltaf og fjölskyldunnar og
þetta ástand í Ísrael núna er auð-
vitað erfitt fyrir fjölskyldur sem
eiga ættingja þarna suður frá, fólk
er skiljanlega áhyggjufullt. Þannig
að maður veit aldrei hvað gerist,“
segir Óttar Egilsson.
Við lifum
í voninni
ÍRIS HANNA GRÉTARSDÓTTIR BIGI-LEVI Hefur aldrei hvarflað að henni að fara frá
Ísrael þrátt fyrir ótryggt ástand og vill bara fá að lifa þar í friði.
„ ...það er óneitanlega
alltaf svolítill beygur í
mönnum að fara með
strætisvagni enda hafa
flestar sjálfsmorðs-
árásirnar verið gerðar
í strætisvögnum.“
ELDFLAUGAÁRÁS Í ÍSRAEL Ísraelskir lögreglumenn að störfum þar sem bíll hefur orðið fyrir eldflaug í norðurhluta Ísraels en eldflaugar
Hizbollah-skæruliða hafa náð mun lengra inn í Ísrael í þeim átökum sem nú standa yfir en áður hefur gerst.
STRÍÐSÁTÖKIN BITNA MEST Á SAKLAUSU FÓLKI Hundruð þúsunda óbreyttra borgara eiga um sárt að binda vegna stríðátakanna milli
Ísraela og Hizbollah. Fjöldinn allur beggja vegna landamæra landanna hefur þurft að flýja heimili sín og hafast við á víðavangi.
Íris Hanna Grétarsdóttir Bigi–Levi er 36 ára gömul íslensk kona sem býr í
Jerúsalem og hefur búið í Ísra-
el undanfarin 13 ár. Hún er gift
Sholomo Bigi-Levi og eiga þau
þrjú börn 11, 8 og 5 ára gömul.
Íris segist ekki beinlínis
verða vör við átökin á landa-
mærum Ísraels og Líbanon þar
sem hún býr í Jerúsalem. „Það
fer mikið eftir því hvar í land-
inu maður býr og við erum sem
betur fer ekki þar sem ástandið
er verst í norðurhluta landsins
þar sem fjöldi fólks hefur
neyðst til að flýja burt; margir
hafa dáið og aðrir þurfa að
hafast við í neðanjarðarbyrgj-
um langtímum saman,“ segir
hún.
Mikil samstaða
Hún kveðst þó hafa upplifað
ýmislegt þessi ár sem hún
hefur búið í Ísrael. „Þó það hafi
ekki alltaf verið stríðsástand
hafa einhvers konar átök oft
legið í loftinu og það veldur
spennu,“ segir hún.
Og spennan er mjög áberandi
þessa dagana að sögn Írisar, líka
í Jerúsalem, en að sama skapi
segir hún mikla samstöðu ríkja
meðal fólks í landinu vegna
átakanna. „Hér eru allir tilbúnir
að rétta fram hjálparhönd og
mjög margir hafa tekið á móti
ættingjum og vinum sem hafa
þurft að flýja átakasvæðið.“
Fólk viðbúið öllu
Fyrir utan þá spennu sem
stríðsátökin skapa meðal
almennings í Jerúsalem segir
Íris þau enn sem komið er ekki
hafa bein áhrif á daglegt líf í
borginni. „Fólk er samt ótta-
slegið yfir því að þessi átök
breiðist út og þó svo að beinar
eldflaugaárásir á Jerúsalem
séu ekki líklegar þá eykst hætt-
an á hermdarverkum eftir því
sem átökin dragast á langinn og
þau geta dunið yfir hvar og
hvenær sem er. Fólk er því við-
búið öllu og hefur áhyggjur af
framtíðinni,“ segir hún.
Ætlaði norður í frí
Norðurhluti Ísraels, þar sem
átökin eru hvað hörðust og
sprengjum rignir á báða bóga,
er að öllu jöfnu mikið ferða-
mannasvæði, sérstaklega á
þessum árstíma, en þangað fer
skiljanlega enginn núna að sögn
Írisar. Ýmislegt fer því úr
skorðum í samfélaginu þegar
stríð brýst út. „Við hjónin ætl-
uðum til dæmis í frí með börnin
okkar norður í land, en af því
verður auðvitað ekkert núna.“
Enginn hér vill stríð
Íris kvartar yfir því að umheim-
urinn hafi takmarkaðan skiln-
ing á þeirri stöðu sem Ísraels-
menn þurfa að búa við alla daga
ársins. „Við viljum ekki stríð,
en verðum auðvitað að verja
okkur þegar á okkur er ráðist.
Það er enginn hér sem vill stríð,
enginn vill gera öðrum illt, við
viljum bara fá að lifa venjulegu
lífi í friði eins og fólk annars
staðar í heiminum,“ segir hún.
Hún viðurkennir þó að þetta
sé ekki einfalt mál en segir að
Ísraelsmenn reyni að semja
frið við þá sem vilja frið. „Fólk
í heiminum skilur ekki alltaf að
við erum lítið land sem er
umkringt óvinveittum þjóðum
og það finnst mér leitt.“
Aldrei viljað fara
Íris segir „við“ þegar hún talar
um sig og aðra íbúa Ísraels en
hún er bæði íslenskur og ísra-
elskur ríkisborgari. Hún segir að
það hafi aldrei hvarflað að henni
að yfirgefa landið þrátt fyrir
ótryggt ástand. „Ég er þrjósk að
eðlisfari og tel mig einfaldlega
eiga rétt á að lifa hér í friði. Þetta
er stundum erfitt en ég reyni að
gera það besta úr öllu“.
Og hún segist bjartsýn þótt
það gangi á ýmsu. „Við lifum
alltaf í voninni um að þetta lag-
ist, en fólk verður að gera sér
grein fyrir því að við höfum
rétt á að verja okkur, við viljum
lifa í friði og höfum reynt að
semja frið og vonum að það
takist að lokum,“ segir Íris
Hanna Grétarsdóttir Bigi-Levi.