Fréttablaðið - 30.07.2006, Qupperneq 17
SUNNUDAGUR 30. júlí 2006 17
Eftirminnilegustu sjónvarpsatvikin
Útsending rofin í fyrsta skipti:
„Árið 1986 var forsætisráð-
herra Svía, Olof Palme, skotinn
til bana á götu í Stokkhólmi.
Ómar Ragnarsson heyrði frétt-
ina í útvarpinu og brunaði upp í
Ríkissjónvarpið og rauf útsend-
ingu á einhverri bíómynd sem
þá var í gangi til að tilkynna
landsmönnum þessar leiðinda
fregnir.“
„Ég man eftir því þegar
sjónvarpið var að byrja og mik-
ill spenningur var hjá mönnum
fyrir fyrsta útsendingardag.
Daginn áður varð svo uppi
fótur og fit þegar prufusend-
ingin fór óvart í loftið og lands-
menn horfðu á hljóð- og mynd-
prufur sem aldrei áttu að fara í
loftið.“
„Einn eftirminnilegasti mað-
urinn sem kom fram í íslensku
sjónvarpi var Halldór Kiljan
Laxness en hann kom fram í
umræðuþætti um mannréttindi
í nóvember 1975 þar sem hann
heimtaði að umræðan færi á
hærra plan.“
„Eflaust var það þegar Þór-
bergur Þórðarson var í drottn-
ingarviðtali í sjónvarpssal fyrir
mörgum áratugum og verður
svo uppnuminn af því sem hann
er að segja frá að hann gleymir
stað og stund í frásagnar-
gleðinni. Hann stóð upp í sviðs-
myndinni, stjórnanda og tækni-
mönnum til mikillar skelfingar
og gekk um sviðið og hélt áfram
að segja frá.“
EKKERT MÁL Árið 1982 setti Jón Páll
Sigmarsson Evrópumet í sjónvarpssal.
Þegar stöngin fór upp lét Jón Páll þessi
fleygu orð falla. „Þetta er ekkert mál
fyrir Jón Pál.“
ÞETTA VAR
LÍKA NEFNT
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrum skólastýra.
Tinna Gunlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri.
Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðlafræði.
Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor í stjórnmálafræði.
Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður.
Sigurjón Kjartansson, tónlistarmaður.
Illugi Jökulsson, rithöfundur.
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fegurðardrottning
Þráinn Bertelsson, rithöfundur.
Jón Gnarr, pistlahöfundur.
Ásgrímur Sverrisson, ritstjóri logs.is og
kvikmyndagerðarmaður.
Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur.
Gerður Kristný, rithöfundur.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður.
Álitsgjafarnir