Fréttablaðið - 30.07.2006, Page 26
ATVINNA
8 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR
Oscar Bjarnason er
grafískur hönnuður hjá
auglýsingastofunni Fíton.
Hann segir starfið mjög
fjölbreytt og að aðeins
lítill hluti af hans tíma
fari í að gera auglýsingar.
„Grafískir hönnuðir búa til
dæmis til merki, hanna útlit
fyrirtækja, setja upp bæk-
linga og auglýsingar. Við
erum í miklum samskiptum
við viðskiptavininn. Hann
þarf að samþykkja allt og
hönnunin fer eftir þörfum
hans og óskum,“ segir
Oscar. „Sjálfur er ég ekki
svo mikið í auglýsingum,
aðallega í almennri hönnun
og að gera merki fyrir fyrir-
tæki og leggja grunn að
útliti sem þau nota.“
Oscar hóf á sínum tíma
nám í tækniteiknun og fékk
þar meðal annars áhuga á
myndvinnsluforritinu Photo-
shop. „Þaðan fór ég í prent-
smíði og lærði hana í smá
tíma og fór svo á auglýs-
ingastofuna GSP almanna-
tengsl snemma árs 2000. Ég
fann að það var skemmti-
legra en það sem ég hafði
verið að fást við áður.“
Oscar er mjög ánægður í
starfi og segir grafíska
hönnun vera skemmtilega
og gefandi. „Maður er alltaf
að gera eitthvað nýtt. Það
er líka mikill hasar inn á
milli og það getur verið
gaman. Það er margt sem
getur hjálpað manni til að
vera góður í þessu starfi, til
dæmis að vera fljótur að
hugsa, góður í að sjá hlutina
myndrænt fyrir sér og
koma hlutum fyrir á skil-
virkan hátt. Aðalatriðið er
svo að hafa áhuga,“ segir
Oscar.
„Það besta við starfið er
hvað verkefnin eru fjöl-
breytt, maður er ekki að
gera það sama alla daga.
Maður fær hins vegar oft
lítinn tíma til að klára verk-
efni og það getur verið
leiðinlegt. Ég held að það sé
mjög algengt á auglýsinga-
stofum að lítill tími sé
skammtaður í hvert verk,“
segir Oscar að lokum og
snýr sér aftur að hönnun-
inni. einareli@frettabladid.is
Ekki alltaf að
gera það sama
Oscar segir grafíska hönnun vera skemmtilega og gefandi.
Laun verslunarfólks eiga að hafa hækkað um hálft sjötta prósent frá því í
júlí í fyrra.
Launin hjá VR hafa
hækkað um 5,5 prósent á
einu ári.
Allir innan Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur
sem starfa samkvæmt
kjarasamningi félagsins við
Samtök atvinnulífsins eiga
að hafa fengið launahækk-
un sem nemur 5,5 prósent-
um milli júlímánaða árin
2005 og 2006. Þó því aðeins
að hafa starfað hjá sama
vinnuveitanda á tímabilinu.
Launahækkunin gildir frá 1.
júlí síðastliðnum en kemur
til útborgunar 1. ágúst.
Þetta kemur fram á vef VR,
www.vr.is.
Launahækkun hjá VR
F.h. Reykjavíkurborgar:
Rammasamningur um kaup á ferskum og frystum
fiski og unnum fiskvörum “EES útboð”.
Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000, í upplýsingaþjónustu
Ráðhúss Reykjavíkur.
Opnun tilboða: 21. ágúst 2006, kl 14:00 í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
10662
Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod
Starfsmenn í Frístundasel
í Mosfellsbæ
Mosfellsbæjar óskar eftir að ráða starfsmenn í
Frístundasel. Lausar eru tvær stöðu í Frístundaseli
við Lágafellsskóla frá 14:00 til 17:00 alla virka daga.
Frístundaselin bjóða upp á ýmsa þjónustu fyrir nemendur í 2. - 4.
bekk grunnskóla eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur.
Starfsmenn í hlutastörfum:
Hæfniskröfur:
Uppeldismenntun og/eða, reynsla af starfi með börnum.
Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í samskiptum.
Umsóknum má skila inn á skrifstofu Mosfellsbæjar, 1.hæð.
Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ.
Einnig er hægt að senda inn umsóknir á heimasíðu Mosfellsbæjar
www.mos.is
Laun greidd samkv. kjarasamningum starfmannafélags
Mosfellsbæjar.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigurdur Guðmundsson Íþróttafulltrúi
í s: 6600750 / 5666754 sgl@mos.is
Fræðslu og menningarsvið Mosfellsbæjar.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Setbergsskóli
Staða bókasafns- og upplýsingafræðings
er laus til umsóknar.
Um er að ræða spennandi starf í skóla þar sem ríkir metn-
aður og eru mörg metnaðarfull verkefni í gangi sem tengj-
ast sérstaklega starfi á bókasafni.
Allar upplýsingar veitir skólastjóri, Guðríður Óskarsdóttir
í síma 664 5880. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst.
Fræðslustjórinn í Hafnarfirði
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, SHS, þarf á slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum
að halda. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu við sjúkraflutninga, slökkvistörf og reykköfun,
björgun og neyðarflutninga með möguleika á starfsmenntun og þjálfun erlendis og innanlands.
Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna.
Umsækjendur með reynslu:
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með reynslu eru sérstaklega hvattir til að sækja um.
Gott væri ef þeir gætu hafið störf sem fyrst en annars eftir nánara samkomulagi.
Umsækjendur þurfa að:
• Vera reglusamir og háttvísir.
• Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, góða sjón og heyrn, rétta
litaskynjun og vera lausir við lofthræðslu og innilokunarkennd.
• Hafa aukin réttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið. Nóg er að umsækjandi hafi öðlast
aukin ökuréttindi þremur mánuðum eftir ákvörðun um ráðningu.
• Hafa iðnmenntun (sveins- eða vélstjórapróf) sem nýtist í starfi eða sambærilega menntun
(stúdentspróf) og reynslu.
Umsóknir
Umsóknareyðublöð eru hjá þjónustuveri SHS og á www.shs.is. Umsóknum og fylgigögnum
skal skila til þjónustuvers SHS, Skógarhlíð 14, eigi síðar en 22. ágúst nk. Fylgigögn: Læknis-
vottorð um almennt heilbrigði, sakavottorð, prófskírteini, ljósrit af ökuskírteini og ökuferilsskrá,
passamynd. Konur eru hvattar til að sækja um.
Ráðningarferlið
Reynsluráðning er áætluð frá 1. nóvember 2006. Að loknum sex mánaða reynslutíma verður tekin
ákvörðun um fastráðningu. Þeir sem uppfylla almenn skilyrði þurfa að vera reiðubúnir að gangast
meðal annars undir:
• Styrkleikapróf, 3.000 m hlaup og sund
• Aksturspróf
• Próf vegna lofthræðslu og innilokunarkenndar
• Göngupróf á bretti í eldgalla með reykköfunartæki á bakinu
• Próf í almennri þekkingu og tungumálum
• Læknisskoðun, hjóla- og áreynslupróf
Nánari upplýsingar:
Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. ágúst kl. 16.00 á slökkvistöðinni
Skútahrauni 6, Hafnarfirði. Frekari upplýsingar veitir Kristín Þorsteinsdóttir starfsmannastjóri
(kristin.thorsteinsdottir@shs.is) í síma 528 3000 á skrifstofutíma.
Einnig á www.shs.is.
SHS er byggðasamlag sem sinnir slökkvistarfi, sjúkraflutningum, viðbrögðum við mengunaróhöppum, forvörnum,
almannavörnum og öðrum verkefnum sem stjórn SHS ákveður hverju sinni og varða velferð íbúa. Að rekstri SHS
standa sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær,
Mosfellsbær, Seltjarnarneskaupstaður og Álftanes. Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna skipa stjórn SHS.
Skógarh l íð 14
105 Reyk jav ík
s ím i 528 3000
shs@shs . i s
www.shs . i s
G
A
R
Ð
A
R
G
U
Ð
JÓ
N
S
S
O
N
/
F
O
R
S
T
O
F
A
N
0
7
/0
6
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn
Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 11,
101 Reykjavík, sími: 510 6600, fax: 510 6610,
netfang: itr@itr.is, vefslóð: www.itr.is
Við leitum að hressu og duglegu fólki til starfa á
frístundaheimili ÍTR. Frístundaheimilin eru opin allan
daginn í jólafríi grunnskólanna nema rauðu dagana.
Möguleiki á hlutastarfi með skóla eftir áramót.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ÍTR, www.itr.is
og hjá starfsmannaþjónustu ÍTR í síma 411 5044.
Ertu að komast í jólafrí
frá skólanum
og viltu fara að syngja jólalög
og baka piparkökur?