Fréttablaðið - 30.07.2006, Side 2
2 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR
VIÐSKIPTI Fasteignaverð hækkaði
um 0,6 prósent í júní samkvæmt
upplýsingum frá Fasteignamati
ríkisins. Fasteignaverð hefur
hækkað um rúm þrettán prósent
undanfarna tólf mánuði, 0,6 pró-
senta hækkun á mánuði jafngildir
7,4 prósenta hækkun á ársgrund-
velli.
Verð á sérbýli hækkaði um
1,3 prósent í júní en fjölbýli um
0,4 prósent. Verð á sérbýli hefur
hækkað um tæplega áttatíu pró-
sent undanfarin tvö ár en verð
fjölbýlis um rúm fimmtíu pró-
sent.
Fermetraverð á höfuðborgar-
svæðinu er nú 223 þúsund krónur
og hefur hækkað um ríflega ellefu
prósent frá áramótum. - jsk
Fasteignaverð
lítillega upp
NÝBYGGINGAR Fasteignaverð hækkaði um
0,6 prósent í júní. Hækkunin jafngildir 7,4
prósenta hækkun á ársgrundvelli.
BRETLAND Samkynhneigðar konur
fá að meðaltali ellefu prósentum
hærri laun en gagnkynhneigðar
konur. Þetta kemur fram í niður-
stöðum nýrrar breskrar rannsókn-
ar. Þar segir jafnframt að samkyn-
hneigðar konur búi almennt við
mun minna atvinnuleysi en gagn-
kynhneigðar konur.
Rannsakendur skýra þennan
mun með því að barneignir hindri
síður starfsframa lesbía en gagn-
kynhneigðra kvenna.
Dæmið snýst hins vegar við
þegar kemur að körlunum. Gagn-
kynhneigðir þéna sex prósentum
meira en samkynhneigðir.
Atvinnuleysi er einnig meira
meðal homma. - eþa
Ný bresk rannsókn:
Lesbíur eru á
hærri launum
Mengun í norðurhöfum Kanadískir
vísindamenn spá því að með vaxandi
skipaumferð um norðurskautið þegar
hafís bráðnar eins og spár segja til um
sé líklegt að mengun af mannanna
völdum aukist þrefalt frá því sem nú er.
Svefnleysi rýrir heilastarfsemi
Karlmenn verða vitlausari af því að
deila rúmi með öðrum, samkvæmt
þýskri könnun. Sofa þeir verr fyrir vikið
og eru því daginn eftir þreyttari en ella
og heilastarfsemi minnkar í kjölfarið.
Vandamálið er minna hjá konum.
TÆKNI OG VÍSINDI
SEATTLE, AP Ein kona lést og fimm
konur eru slasaðar, þar af þrjár í
lífshættu, eftir að maður hóf skot-
árás í miðstöð gyðinga í Seattle í
Bandaríkjunum.
Að sögn starfsmanna miðstöðv-
arinnar sagðist maðurinn vera
bandarískur múslimi sem væri
reiður út í Ísrael áður en hann hóf
skothríðina.
Maðurinn gafst mótspyrnu-
laust upp þegar lögreglan mætti á
svæðið. Lögregla hafði eftirlit
með moskum í nágrenninu af ótta
við hefndaraðgerðir. - sdg
Skotárás í miðstöð gyðinga:
Sagðist vera
reiður Ísrael
LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru
fluttir á sjúkrahús og fimm gista
fangageymslur lögreglunnar á
Selfossi eftir hópslagsmál á heim-
ili þeirra slösuðu í fyrrinótt. Beitt
var keðjum og bareflum í átökun-
um og er annar hinna slösuðu höf-
uðkúpubrotinn.
Lögreglan á Selfossi var kölluð
að iðnaðarhúsnæði í Gagnheiði á
Selfossi vegna hópslagsmálanna
klukkan hálf fjögur um nóttina og
þegar lögregluþjóna bar að lá
maður í blóði sínu utan við húsið
og félagi hans lá slasaður inni
fyrir. Árásarmennirnir fimm voru
á bak og burt þegar lögregla kom
á vettvang. Lögreglan kallaði
þegar á sjúkrabíla sem fluttu hina
slösuðu á sjúkrahúsið á Selfossi og
slysadeild Landspítalans í Reykja-
vík. Fimmmenningarnir voru
handteknir þegar þeir leituðu sér
læknisaðstoðar á heilsugæslustöð-
inni á Selfossi.
Aðdragandi að árásinni er í
rannsókn en vitað er að hópurinn
hafði deilt og lent í ryskingum
utan við skemmtistaðinn Pakkhús-
ið á Selfossi. Eftir þau samskipti
eltu fimmmenningarnir þá sem
lágu sárir eftir og réðust á þá
þegar annar þeirra kom til dyra.
Félagi kom honum til hjálpar
vopnaður keðjubút með ofan-
greindum afleiðingum.
Fimmmenningarnir sem hand-
teknir voru eru á aldrinum 18 til
22 ára og voru yfirheyrðir í gær.
Ekki lá fyrir hvort hinir slösuðu
ætluðu að kæra atvikið. - shá
Tveir fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús eftir hópslagsmál á Selfossi í fyrrinótt:
Beittu keðjum og bareflum
FRÁ SELFOSSI Sjö menn slógust með
keðjum og öðrum bareflum í fyrrinótt. Tveir
voru fluttir á sjúkrahús, annar höfðukúpu-
brotinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Ólafs-
firði stöðvaði í gærmorgun rúm-
lega tvítugan ökumann vegna ölv-
unarakstur. Var hann að keyra frá
Akureyri og á leið til Siglufjarðar.
Barst lögreglunni ábending um
ferðir mannsins frá vegfaranda.
Maðurinn var verulega ölvaður og
má búast við að hann verði svipt-
ur ökuleyfi.
Þá stöðvaði lögreglan í Kópa-
vogi tvo bíla vegna gruns um ölv-
unarakstur í fyrrinótt og lögregl-
an á Akranesi stöðvaði einn
ökumann innanbæjar, en hann var
verulega ölvaður og var sendur í
blóðprufu. Var honum sleppt að
lokinni skýrslutöku. - öhö
Töluvert um ölvunarakstur:
Keyrði ölvaður
á milli bæja
SPURNING DAGSINS
Ólafur, er Mjólka að feta í fót-
spor Osta- og smjörsölunnar?
„Nei, Mjólka er feti framar í vöruþróun
á osti sem gæðir salatið nýju lífi.“
Ólafur Magnússon er framkvæmdastjóri
Mjólku, en Osta- og smjörsalan sakar Mjólku
um að herma eftir umbúðum sínum um
fetaost. Vara Mjólku kallast Feti en Osta- og
smjörsalan selur ost undir nafninu Feta.
Nýr formaður Birna Svavarsdóttir
hjúkrunarforstjóri verður formaður
stjórnarnefndar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss eftir næsta fund nefnd-
arinnar. Birna hefur verið varamaður
Pálma R. Pálmasonar sem lætur þá af
formennsku.
LANDSPÍTALI
SAMFÉLAGSMÁL Starfshópur á
vegum dómsmálaráðuneytisins
sem Sólveig Pétursdóttir, þáver-
andi dóms- og kirkjumálaráðherra,
skipaði árið 2002 komst að þeirri
niðurstöðu að ekki skyldi miða ald-
ursmörk á útihátíðum við lögræðis-
aldur sem er átján ár. Lögræðis-
aldur var hækkaður úr sextán
árum árið 1998 og tóku aldurs-
mörk á útihátíðum mið af því. Ekki
var samstaða innan starfshópsins
um hver aldursmörk skyldu vera
en fjölmargir álitsgjafar sem
vinna að velferðarmálum barna og
unglinga hvöttu eindregið til þess
að þau yrðu hækkuð.
Í séráliti við skýrslu starfshóps-
ins segja fulltrúar frá Stígamótum
og Neyðarmóttöku vegna nauðg-
ana, það umhugsunarvert að
forstjóri Barnaverndarstofu,
umboðsmaður barna og félags-
málaráðuneytið mæltu öll gegn
því að aldursmörk fyrir aðgang að
útihátíðum yrði hækkuð. Rökin
voru einkum þau að ekki myndi
takast að koma böndum á samkom-
urnar með aldursmörkum, börnin
sem ekki fengju aðgang myndu
safnast saman annars staðar þar
sem eftirlit væri lítið eða ekkert.
Foreldrahús, sem er hluti af
foreldrasamtökum Vímulausrar
æsku, og foreldrar unglinga sem
þar kynntust komu fram á dögun-
um og hvöttu foreldra til að virða
lög og reglur sem varða börn og
unglinga. Þau spyrja öll hvort ekki
sé ástæða til að hækka aldurs-
mörk inn á útihátíðir til að sporna
við þeirri neyslu ungmenna sem
er staðreynd á öllum þeim stöðum
sem slíkar hátíðir eru haldnar,
sérstaklega um verslunarmanna-
helgina.
Þorlákur Jónsson segir að það
myndi auðvelda samskipti ungl-
inga og foreldra ef miðað væri við
átján ára lögræðisaldur. „Mér
finnst mjög gott að geta útskýrt
mitt mál með því að vísa í lög og
reglur. Við höfum notað mikið lög-
ræðisaldur og sagt við okkar son
að hann megi gera vissa hluti
þegar hann nær þeim aldri. Mér
finnst að ég gæti gert það sama
með þessar útihátíðir. Það er á
ábyrgð foreldranna að leyfa börn-
unum að fara á útihátíðir þar sem
þau hafa aðgang að mörgu sem er
óæskilegt og jafnvel hættulegt.
Fyrst og síðast er ábyrgðin hjá for-
eldrunum.“
Signý Pétursdóttir og Díana
Ósk Óskarsdóttir eru sammála
um að á meðan aldurstakmarkið
er undir lögræðisaldri sé mun
erfiðara að gefa skýr skilaboð til
unglinganna. Þær hvetja for-
eldra til að vera óhrædd við að
neita börnum og unglingum um
að fara á útihátíðir án fylgdar
fullorðinna.
svavar@frettabladid.is
Aldursmörk inn á
útihátíðir eru of lág
Starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu árið
2002 að hækka ekki aldursmörk á útihátíðum úr 16 í 18 ár. Foreldrahús og for-
eldrar unglinga sem þar kynntust telja of lág aldursmörk skapa vandamál.
HVETJA FORELDRA Díana, Signý og Þorlákur
hvetja foreldra til að vera óhrædd við að
segja nei. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
PEKING, AP Kínverskur bóndi, sem
fékk andlit grætt á sig að hluta,
hefur verið útskrifaður af sjúkra-
húsi.
Hinn þrítugi Li Guoxing missti
nánast helming andlitsins árið
2003 þegar björn réðst á hann eftir
að Guoxing hafði reynt að flæma
hann burt frá kúm sínum með
priki.
Guoxing gekkst í apríl undir 15
klukkustunda aðgerð, sem 15
læknar komu að, þar sem nef, efri
vör, kinn og augabrún voru grædd
á hann. Aðgerðin gekk vonum
framar að sögn lækna.
- sdg
Útskrifaður með nýja ásjónu:
Missti andlit
í bjarnarárás
LI GUOXING SKOÐAR ÁRANGURINN Aðeins
einu sinni áður hefur slík aðgerð verið
reynd að sögn sjúkrahúsyfirvalda.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TEHERAN, AP Stjórnvöld í Íran
munu hafna ályktun Sameinuðu
þjóðanna um að
auðgun úrans
verði frestað til
loka ágústs eða
ella sæta við-
skiptaþvingun-
um. Þetta kom
fram á ríkisrek-
inni útvarpsstöð í
Íran í gær.
Fram kom að
Íran myndi ekki
sætta sig við óréttlátar ákvarð-
anir, jafnvel þó þær kæmu í
formi ályktana frá alþjóðlegum
stofnunum.
Engin viðbrögð hafa borist frá
Mahmoud Ahmadinejad, forseta
Írans, vegna ályktunarinnar sem
var mótuð á föstudag og verður
líklega samþykkt í næstu viku.
- sdg
Frestun á auðgun úrans:
Íran myndi
hafna ályktun
SAMGÖNGUMÁL Samgönguráðherra
hyggst láta meta hvort rétt sé að
leggja í meiri rannsóknir vegna
hugsanlegra jarðganga í kjölfar
nýrrar skýrslu sem Ægisdyr,
félag áhugamanna um jarðgöng
milli lands og Eyja, lét vinna.
Skýrslan var kostuð af Vest-
mannaeyjabæ og fyrirtækjum í
Vestmannaeyjum.
Í skýrslunni, sem norska
ráðgjafarfyrirtækið Multiconsult
vann, kemur fram að áætlaður
kostnaður við gerð 18 kílómetra
jarðganga milli Vestmannaeyja og
Landeyjarsands sé 19,4 milljarðar
króna. Kostnaðarmatið er mun
lægra en það sem kom fram í nið-
urstöðum nefndar samgönguráðu-
neytis um framtíðarlausnir í sam-
göngumálum Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, segir stóra
málið snúast um
ákveðna óvissu-
þætti. „Það þarf
að kjarnabora
bæði Klif í Eyjum
og við bæinn
Kross í Land-
eyjum. Reynist
niðurstöður þeirr-
ar rannsóknar
jákvæðar telur
Multiconsult að
kostnaður við jarðgangagerð
verði innan þeirra marka sem
hagfræðistofnun Háskóla
Íslands hefur talið þjóðhagslega
hagkvæmt sem eru 25 til 30
milljarðar.“
Starfshópur á vegum sam-
gönguráðuneytisins vinnur nú að
frekari undirbúningi hafnargerðar
og vali á ferju í samræmi við tillög-
ur fyrrgreindrar nefndar. - sdg
Ný skýrsla um gerð jarðganga milli lands og Eyja:
Meiri rannsóknir á göngum
HERJÓLFUR Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum,
vill láta rannsaka samhliða kosti ganga og
ferjulægis í Bakkafjöru.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ELLIÐI VIGNISSON
MAHMOUD
AHMADINEJAD
ÞJÓÐHÁTÍÐ Meirihluti unglinga sem sækir útihátíðir skemmtir sér hið besta og er til fyrir-
myndar. Engu að síður liggja hætturnar í hverju horni. Myndin er úr safni.