Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 30.07.2006, Qupperneq 16
 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR16 Í Fréttablaðinu í gær voru tíndir til nokkrir eftirminnilegustu sjónvarpsmenn- irnir en í dag rifja nokkrir valinkunnir einstaklingar upp hvaða atvik hafa verið eftirminnilegust á þeim fjörutíu árum sem íslenskt sjónvarp hefur verið gangi. Á morgun hefst síðan kosning á Vísir.is en þar gefst þjóðinni kostur á að kjósa eftirminnilegasta sjónvarpsmann Íslands og eftirminnilegasta sjónvarpsatvikið. Ótrúlegir einstaklingar hafa komið við sögu í íslensku sjónvarpi og skapað hreint út sagt kostuleg atvik sem líða fæstum úr minni. Gísli á Uppsölum, Jón Páll og Bubbi Morthens eru einungis örfáir þeirra sem litað hafa sjón- varpssöguna með eftirminnilegum hætti. Eftirminnilegustu sjónvarpsatvikin Árið 1980 hætti Sjónvarpið við áramótaskaupið viðfræga og var Andrés Indriðason fenginn til að sjá um sérstakan áramótaþátt. „Þar voru Utangarðsmenn fengn- ir til að spila og Bubbi Morthens gaf þjóðinni fokkmerki. Það fannst mér gríðarlega sjokker- andi enda bara tólf ára gamall,“ sagði einn viðmælandi blaðsins. Bubbi gefur þjóðinni fingurinn Hermann Gunnarsson stjórnaði um árabil einhverjum vinsæl- asta spjallþætti íslenskrar sjón- varpssögu, Á tali. Hemmi átti það til að brydda upp á nýjung- um í dagskrárgerð sinni og muna margir eftir Hemma og krökk- unum. Sjónvarpskóngurinn varð þó frægur að endemum þegar Unnur Steinsson birtist sjón- varpsáhorfendum og sagði þátta- stjórnandann vera týndan. Mörg- um brá heldur betur í brún þegar Unnur sagðist ætla stjórna þætt- inum í fjarveru Hemma en skyndilega var skipt yfir í beina útsendingu þar sem Hemmi sást um borð í flugvél með fallhlíf á bakinu. Íslendingar sáu síðan á eftir Hemma þar sem hann sveif um loftin blá, lenti heilu og höldnu í Laugardalnum og mætti síðan á Laugaveginn til að stjórna herlegheitunum. Í lok september árið 1996 hófst gos milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Sjónarspilið var gríðarlegt og báðar sjónvarpsstöðvarnar voru með beinar útsendingar frá staðnum. Margir muna eflaust eftir því þegar Eggert Skúlason stóð við Skeiðará og sagðist vera í mikilli lífshættu. Flestir muna hins vegar eftir því þegar risastórir ísklumpar eyði- lögðu hina víðfrægu Skeiðarárbrú. Mynd sem líður flestum seint úr minni. Stjórnmál hafa verið fyrirferðar- mikil í íslensku sjónvarpi og mörg eftirminnileg atvik tengjast stjórn- málasögunni beint. Margir muna eftir því þegar Þorsteinn Pálsson og Albert Guðmundsson komu fram, hvor á sinni sjónvarpsstöð, vorið 1987 þegar Albert hafði sagt af sér ráðherradómi. Ferskara er mönnum eflaust í minni þegar Davíð Oddsson birtist í bæði Kast- ljósinu og Íslandi í dag og sagði söguna af því að reynt hefði verið að bera á hann fé. Sögulegast er þó eflaust þegar Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin Hanni- balsson komu í beina útsendingu og slitu ríkisstjórnarsamstarfi. Stjórninni slitið í beinni Sjónvarpsþættirnir Stiklur eru meðal þeirra þekktustu í íslensku sjónvarpi en þá ferðaðist sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson landshorna á milli og ræddi við fólkið í landinu. Fjöldi eftirminnilegra einstaklinga birtist þarna á skjám lands- manna í fyrsta skipti en nokkrir viðmæl- endur blaðsins sögðust aldrei gleyma því þegar einbúinn Gísli á Uppsölum kom í þáttinn. „Gísli er séríslenskt tákn, síðasti bóndinn á Íslandi,“ sagði einn og annar sagðist hafa traustar heimildir fyrir því að Ómari hefði gengið illa að fá eitthvað upp úr honum. „Hann þurfti að draga þetta upp úr honum því Gísli vildi helst ekkert segja,“ sagði hann. Í vali á eftirminnilegasta sjónvarspmanninum og eftirminnilegasta sjónvarpsatvikinu fékk Fréttablaðið fimmtán álitsgjafa til liðs við sig, úr hinum og þessum geirum, níu karla og sex konur. Spurt var: „Hver er eft- irminnilegasti sjónvarpsmaður landsins?“ og „Hvert er eftirminnilegasta sjónvarpsatvikið?“ Í þessu tilfelli spannar orðið atvik vítt svið, getur í raun merkt eitt lítið atvik, eitt lítið atriði eða jafnvel heilan þátt. Álitsgjaf- arnir gáfu jafnan fleiri en eitt svar við báðum spurningunum, enda úr mörgu að velja. MAGNÚS BJARNFREÐSSON ÓMAR OG GÍSLI Á UPPSÖLUM Frægasti einbúi allra tíma SPRENGJU VARPAÐ Í SJÓNVARPSSAL GOSIÐ Í VATNAJÖKLI Skeiðarárbrú er horfin HEMMI GUNN TÝNIST Í BEINNI Kom fljúgandi í fallhlíf ÁRAMÓTAÞÁTTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.