Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 66
 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR30 Andrew Mwesigwa, leikmaður ÍBV, varð fyrir kynþáttafordóm- um í Landsbankadeild karla nú í sumar þegar Eyjamenn heimsóttu Íslandsmeistara FH í Kaplakrika. Stuðningsmenn FH öskruðu á Mwesigwa en knattspyrnudeild FH fékk hámarkssekt fyrir vikið frá KSÍ, 30.000 krónur. Bæði stuðningsmennirnir og knatt- spyrnudeild FH sendu frá sér yfir- lýsingar þar sem þeir báðu opin- berlega afsökunar á málinu. „Ég er kristinn maður og tók það því ekki til mín. Ég fyrirgaf þeim en ég var mjög ánægður með að þeir sáu að sér og báðust afsök- unar. Mér var sagt að þetta væri í fyrsta skipti sem svona mál kemur upp á yfirborðið á Íslandi en þetta kom mér mikið á óvart þar sem ég hef aldrei lent í þessu áður,“ sagði Mwesigwa við Fréttablaðið. „Ég fer í kirkju á hverjum sunnudegi til að biðja og ég rækta andann.“ Mwesigwa greindi svo frá því í viðtali við Eyjafréttir nýverið að einn leikmaður FH hefði einnig verið með kynþáttafordóma í hans garð. „Leikmaður sem ég var tals- vert að kljást við sem sýndi leiðin- lega framkomu í minn garð. Við átt- umst við í eitt skipti og ég vann af honum boltann með því að tækla hann. Dómarinn dæmdi ekkert og kannski var það brot, ég veit það ekki, en eftir að ég hafði komið bolt- anum frá mér sneri ég mér við og bauðst til að hjálpa honum á fætur. Hann brást hins vegar við með því að kalla mig svartan apakött,“ sagði Mwesigwa í viðtali við Eyjafréttir. „Þetta leit alls ekki vel út en ég fyrirgaf honum þetta strax og lét þetta sem vind um eyru þjóta. Mér fannst þetta leiðinlegt en ég ákvað að taka þetta ekki inn á mig. Heilt yfir er fólkið hér á Íslandi alveg frábært og allir hafa verið mjög vingjarnlegir. Ég er svartur og augljóslega eru hvítir hér í mikl- um meirihluta en það er komið fram við mig eins og alla aðra,“ sagði hinn geðþekki Úgandabúi. Andrew Mwesigwa varð fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Íslandsmeisturunum: Kallaður svartur apaköttur MWESIGWA Sést hér í baráttu við Björgólf Takefusa, leikmann KR, í leiknum í VISA-bikar karla í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/HJALTI ÞÓR HREINSSON Izudin Daði Dervic kom hingað til lands árið 1990 frá félagsliði sínu í Bosníu sem heitir Olimpija Ljub- ljana. Hann hóf ferilinn hér á landi með Selfossi í 2. deildinni og vakti fljótlega áhuga liða í efstu deild, svo þannig fór að hann gekk í raðir FH og fór síðan til Vals þar sem hann varð bikarmeistari 1992. Eftir það fór hann til KR og fékk íslenskan ríkisborgararétt og lék þónokkra landsleiki fyrir Íslands hönd en hann hefur einnig leikið fyrir Leiftur og Þrótt. „Persónulega finnst mér sú umræða sem hefur komið upp vera fáránleg að mörgu leyti. Ég spilaði fótbolta í fjöldamörg ár og hef fengið að heyra margt í gegn- um tíðina frá ýmsum mönnum en í lok leikja hef ég bara rétt fram höndina og þakkað fyrir leikinn. Alltaf tók sá hinn sami í höndina á mér og allir skildu sáttir,“ sagði Daði Dervic. „Ef eitthvað eins og hótanir um líflát og limlestingar er hins vegar farið að koma upp í hita leiksins finnst mér að menn ættu að tala saman eftir leik og reyna að leysa þau mál innbyrðis áður en farið er strax út í það að kæra.“ Hann vill ekki kalla þau hróp og köll sem hann hefur lent í for- dóma heldur lítur frekar á þetta sem hluta af leiknum. „Ég hef ótal mörgum sinnum verið í bænum um helgar á þeim fimmtán árum sem ég hef verið hér og aldrei lent í neinu veseni. Ég heyrði menn hrópa á mig „helvítis útlendingur“ og slíkt á vellinum en þegar leik- urinn var búinn var allt gleymt og grafið og allir vinir. Þannig hefur þetta alltaf verið og á alltaf að vera,“ sagði Daði Dervic. „Maður myndi halda að svona hlutir gerðust í meiri mæli þegar menn eru undir áhrifum áfengis en ég hitti oft á tíðum þessa menn þegar maður var úti á lífinu. Þá ræddi ég oft við þá í mesta bróð- erni, þó þeir hafi sagt ýmislegt í hita leiksins eru þeir engir rasist- ar. Það er búið að blása þetta rosa- lega upp með þessari umræðu sem hefur verið í gangi, þetta er langt í frá eins alvarlegt og fólk er að halda fram.“ Daði Dervic segir að það séu ýmsir hlutir sem menn láti flakka en það sé nú orðið frekar alvar- legra þegar farið er að hóta lífláti. „Ég hef fylgst með þessu máli með Hjört Hjartarson og það eru ein- hverjir búnir að stimpla hann sem rasista sem mér finnst alveg fáránlegt. Þetta sem sagt er á vell- inum gerist bara þar, mér finnst hins vegar alvarlegra þegar verið er að hóta mönnum lífláti og þvíumlíkt. Ég sjálfur þekki Hjört vel og veit að hann er mjög góður strákur, þetta er bara blásið upp og er ósanngjarnt gagnvart honum,“ sagði Daði Dervic. Daði Dervic segir þá umræðu sem hefur átt sér stað fara yfir strikið: Öllu alvarlegra þegar lífláti og limlestingum er hótað BIKARINN Í HÖFN Daði fagnar hér með fyrrum liðsfélögum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR FAGNAÐ Í GÓÐRA VINA HÓPI Izudin Daði Dervic fagnar hér bikarmeistaratitlinum 1994 eftir að KR vann Grindavík í úrslita- leik. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR Ekkert nýmæli í íslenska fótboltanum Fordómar í garð erlendra leikmanna í íslenska fótboltanum hafa verið mikið í umræðunni undan- farna daga í kjölfar þess að knattspyrnudeild Kefla- víkur ákvað að leggja fram kvörtun eftir leik gegn Skagamönnum um síðustu helgi. Hjörtur Júlíus Hjartarson var þá sakaður um að vera með fordóma í garð varnarmanns Keflavíkur. Rætt hefur verið um hvernig bregðast eigi við hrópum og köllum á erlenda leikmenn í deildinni en fólk horfir mjög mismunandi á málið. Fréttablaðið setti sig í samband við einn erlendan leikmann sem nú spilar í Lands- bankadeildinni og tvo leikmenn frá gömlu Júgóslav- íu sem spiluðu við góðan orðstír hér á landi og eru nú orðnir íslenskir ríkisborgarar. Ljóst er að þessi köll eru engin nýjung í íslenskum fótbolta. Salih Heimir Porca þjálfar nú meistaraflokk kvenna hjá Haukum en hann er klárlega meðal bestu leikmanna sem hafa komið hingað til lands og leikið í íslenska fótbolt- anum. Hann segir að á sínum ferli hafi hann margsinnis orðið var við allskonar hróp og köll á sig á knatt- spyrnuvellinum. Hann segist þó hafa látið þau orð sem vind um eyru þjóta og tók ekki mikið mark á því sem hrópað var að honum. „Það er ýmislegt sem menn segja í hita leiksins og ég vissi það vel að þeir voru oft ekki að meina það sem þeir sögðu. Þetta er svona allstaðar í heiminum og alls ekk- ert einsdæmi hér á landi. Það eru bara sumir leikmenn sem eru skapheitari en aðrir og eru dug- legir í að láta í sér heyra. Þó mörg ummæli sem þeir láta falla séu ekki við hæfi þá lét ég þetta ekki hafa nein áhrif, ég hugsaði bara þannig að það væru þeir sem ættu eitthvað erfitt,“ sagði Porca. Á sínum tíma lék hann meðal annars með Fylki, Val, KR og Breiðabliki hér á landi og hefur honum líkað lífið vel. „Þegar ég kom hingað til lands fyrir um sex- tán árum var ég atvinnumaður og kom hingað úr mjög góðu liði. Ég kvartaði ekki neitt því mér gekk vel og var hjá flottum félögum hér á landi og fékk góða samninga. Þetta gekk því mjög vel fyrir sig hjá mér, ég var mjög sáttur.“ Porca segir það bara hluta af leiknum að ýmis orð séu látin falla en meðal þess sem hann segist margsinnis hafa fengið að heyra er: „Helvítis júggi, farðu heim til þín,“ og „Þú átt ekki heima hér.“ Hann tók þó ekkert mark á þess- um orðum og lagði bara áherslu á að spila vel. „Áður en ég kom hingað til lands var ég búinn að spila víða erlendis. Svona munnsöfnuður í garð erlendra leikmanna eins og er hér á landi finnst allstaðar í heiminum. Það er bara misjafnt hvernig augum menn horfa á þetta, hvort menn vilji standa í því að gera eitthvað stórt úr einhverju smáræði. Ég kaus þá leið að svara þessu bara með því að gera mitt besta í leikjum og reyna að skila inn mörkum. Þegar allt kemur til alls skiptir mestu máli að ná árangri á vellinum,“ - egm Salih Heimir Porca heyrði margskonar orðbragð í sinn garð á ferlinum: Menn segja ýmis- legt í hita leiksins INNANFÓTAR Porca vakti mikla athygli þegar hann lék hér heima. BIKARNUM FAGNAÐ Salih Heimir Porca lyftir hér Mjólkurbikarnum eftir að KR sigraði Fram í úrslitaleik á Laugardalsvelli 1995. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.