Tíminn - 12.02.1978, Qupperneq 2
2
Sunnudagur 12. febrúar 1978
Dufgús:
„EINOKUN”
í nánustu framtíð mun Dufgús öðru
hverju skrifa stuttar greinar hér í blaðið.
Viðfangsefni hans mun verða ýmislegt það
sem er ofarlega á baugi í þjóðfélaginu
hverju sinni, ekki sizt á sviði efnahags-
mála. Hann mun freista þess að miða skrif
sin við þann hóp lesenda, sem vill gera sér
glögga grein fyrir hlutunum, en ekki þá,
sem yndi hafa af útúrsnúningum. Þeir geta
nú þegar lagt frá sér blaðið.
Orðið einokun hefur oft borið á góma í
islenzkri þjóðmálaumræðu á undanförnum
árum og áratugum. Það hefur fyrst og
fremst verið notað í blekkingaskyni. Það
hef ur verið notað til þess að rugla fólk, til
þess að telja mönnum trú um að góður hlut-
ur sé vondur hlutur, til þess að læða því inn
hjá fólki að athöfn, sem meint er fólki til
góðs, séu samantekin ráð og þaulhugsuð
brögð einhverra skúmaskotamanna, í því
skyni gerð að sölsa undir sig völd og áhrif.
Þannig hef ur orðið einokun smátt og smátt
misst merkingu sína, það eitt stendur eftir
hjá alltof mörgum, að orðið einokun tákni
eitthvað illt, án þess að þeir geri sér fulla
grein fyrir hvað í orðinu felst.
Hvað merkir einokun?
I orðinu einokun felst það í fyrsta lagi, að
mönnum séaðyfirlögðu ráði gertókleift að
hafa viðskipti við aðra en einn tiltekinn að-
ila, eða í öðru lagi að mönnum sé óheimilt
að hafa viðskipti við aðra en einn tiltekinn
aðila, og er þá refsivert ef útaf er brugðið.
Þetta síðara fyrirbæri er alþekkt hér á
landi í viðskiptum með áfengi og tóbak og
skal enginn dómur á það lagður hér hvort
eðlilegt eða nauðsynlegt sé að hafa þennan
hátt á þeim viðskiptum. Einnig er þessi
tegund einokunar alþekkt frá því að hér
rikti dönsk einokun um nálega þriggja alda
skeið, með hörmulegum afleiðingum fyrir
islenzkt efnahagslíf. Um þennan þátt ein-
okunar læra öll börn í barnaskóla og jafn-
f ramt er þeim innrættur ímugustur á einok-
un, sem eðlilegt er. En sú tilfinning fyrir
einokun, sem innrætt er strax í barnaskóla,
gerir óprúttnum strákum auðvelt um vik að
véla um fyrir mörgum manninum, með því
að kalla ýmislegt, sem á ekkert skylt við
einokun, því nafni.
Fyrri tegundin af einokun, sem að fram-
an var minnzt á að gera fólki ókleift að
skipta við nema einn aðila, er í því fólgin,
að sterkur aðili kaupir upp veikari aðila á
markaðnum, í því skyni að verða einráður á
markaðnum og geta síðan ráðið verði á
vöru sinni, án þess að standa í eðlilegri
verðsamkeppni. Gegn starfsemi af þessu
tagi eru víðast hvar sett lög til hindrunar.
Mér vitanlega hefur aldrei komið fram hér
á landi tilhneiging til einokunar af þessum
toga.
En hvað er það, sem kallað er einokun?
Það sem aftur á móti hef ur verið reynt að
flokka undir einokun hér á landi með hug-
takaruglingi, er af allt öðrum toga spunnið.
Islendingar eru fámenn þjóð og dreifð.
Mjög víða hagar þannig til að ekki er
mögulegt að reka nema eitt fyrirtæki í
hverri grein. Það er iðulega reynt að halda
því fram að þar, sem er aðeins eitt fyrir-
tæki, sé einokun. Það er rangt. Það er þjón-
usta.
Fólk í afmörkuðu byggðarlagi leggst á
eitt við að koma sér upp bráðnauðsynlegri
þjónustu, sem hef ur svo takmarkaða mögu-
leika, að enginn einstaklingur sér sér hag í
að veita hana. Innan tíðar er farið að kalla
þessa sjálfsbjargarviðleitni einokun.
Ég ætla ekki að tína til fleiri dæmi af
þessu tagi. Til þess er ekki rúm í stuttri
grein, Dæmin eru mýmörg og mönnum vel
kunn.
En svo er reynt að brjóta á bak aftur þessa
imynduðu einokun
Þetta einokunartal hefur leitt af
sér marga ógæfu. Margir góðir og gegnir
stjórnmálamenn hafa talið sér skylt að
berjast við þessar vindmyllur. Og í beinu
f ramhaldi af því eru þess mörg dæmi að hið
opinbera og opinberir sjóðir haf i stuðlað að
þvi að brjóta á bak aftur þessa „einokun"
með því að styrkja menn til samkeppni við
hana. Þegar það hefur síðan komið í Ijós að
hvorki „einokunarfyrirtækið" né sam-
keppnisaðilinn hafa nokkra minnstu mögu-
leika til þess að starfa, hef ur þurft að gera
opinberar ráðstafanir til bjargar. Og stund-
um hef ur hið opinbera þurft að leggja fram
fjármagn til þess að sameina fyrirtækin.
Fyrir rúmum tveimur áratugum var vak-
in sterk pólitísk hreyfing um að hnekkja
„einokunaraðstöðu" kaupfélaganna út um
byggðir þessa lands. Menn voru hvattir og
studdir til þess að stof na verzlunarfélög við
hlið kaupfélaganna. Allvíða voru slík félög
stofnuð og skyldu þau hafa alla hina sömu
þjónustu með höndum og kaupfélögin, þar
með t.d. eigin slátrun. Nú er það svo, ef með
skynsemi er skoðað, að kaupfélögin hafa
áttfullt í fangi meðað veita þá alhliða þjón-
ustu, sem hinum dreifðu byggðum er nauð-
synleg, sakir kostnaðar. En nú skyldi allt
verða tvöfalt. Nú skyldu menn eiga þess
kost að fá sömu vörurnar á sama verði á
tveim stöðum hlið við hlið og þar með væri
hrundið einokun. Að sjálfsögðu hlaut þó
vöruverðiðað verða hærra en áður á báðum
stöðunum, þar sem kostnaðurinn stórhækk
aði. En verzlunarfélögin gátu ekki selt vöru
sína dýrari en kaupfélögin, enda duttu þau
smátt og smátt f yrir borð, þar sem auðvitað
kom í Ijós að miðað við aðstæður á íslandi
átti þessi rekstur ekki rétt á sér. Hins vegar
hafa margir átt um sárt að binda vegna
þeirra fjárhagslegu áfalla, sem af þessu
leiddi.
Að læra af reynslunni
Þrátt fyrir þessa reynslu og marga aðra,
magnast það frekar en hitt, að því sé haldið
fram að þjóðfélagslegur veruleiki hér á
landi sé allt annar en hann er í raun og veru.
Það er reynt að halda því f ram að viðleitni
fólksinstil þess að halda uppi nauðsynlegri
þjónustu sjálft fyrir sig sjálft sé einokunar-
hneigð. Því er haldið f ram að sú viðleitni að
bæta og auka þá þjónustu sé útþenslu-
stefna. Aðgerðir til þess að bjarga atvinnu-
lífi á einstöku stöðum er yfirdrottnun. Á
meðan haldið er áfram að reyna að rugla
fólk í riminu á þennan hátt, með hgutaka-
fölsunum, er hætt við að sókn okkar til
bættra lífskjara verði mörgum þyrnum
stráð, eins og verið hefur.
Það er nefnilega fátt nauðsynlegra í allri
baráttu en að þekkja staðreyndir og viður-
kenna þær, heyja baráttuna með réttum
rökum og hugtökum, og að miða við íslenzk-
an veruleika en ekki erlendar kennisetn-
ingar. Dufgús.
Nýkomnar
logskurðar-
vélar
Góð tíð og gott
mannlíf í Grímsey
JB — Það var gott hljððiö i Guð-
mundi Jónssyni fréttaritara Tim-
ans f Grimsey, þegar við slógum
á þráðinn hjá honum á dögunum.
— Það hefur gengið mjög vel hjá
okkur he'rna að undanförnu.
Veðrið hefur veriö gott og gæftir
hafa verið hvern dag. Það eru
gerðir Ut fimm bátar héðan og
hefur afli verið meö ágætum,
þetta tvö til tvö og hálft tonn á
bát, — sagði Guömundur.
Eitthvað sagði Guömundur aö
farið væri að undirbúa grásleppu-
veiðina en hún hefst i næsta
mánuöi. Byrjað var aö reisa nýtt
fiskverkunarhús i Grimsey i
fyrraog hefurvinna við það legið
niöri um hrið en að sögn Guö-
mundar verður byrjað á þvi með
vorinu. —
Meiningin er að það
verði klárað i sumar og er ekki of
mikil bjartsýni að vona þaö þvi
undirbúningsvinna við það hefur
gengið mjög vel. Tilkoma þessa
húss verður alveg gjörbylting
fyrir okkur eyjarskeggja.
Við reynum að hafa hér smá-
félagslif, t.d. var þorrablót haldið
um daginn og oft er spilað um
helgar og komiö saman þegar til-
efni gefst til. Annars snýst hér
mest um fiskinn og ætli viö reyn-
um ekki að fiska eitthvað upp i
hallann á þjóðarbúinu, sem ég
held ekki sé vanþörf á, — sagði
Guðmundur.
Styrkir úr rann-
sóknarsjóði IBM
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla
Áuglýsingadeild Tímans
Nylega var úthlutaö i þriðja
sinn styrkjum lir rannsóknarsjöði
IBM vegna reiknistoinunar Há-
skóla lslands. AIls bárust 7 um-
sóknir og hlutu 5 umsækjendur
styrk úr sjóðnum, samtals
1.567.553 kr.
Styrkina hlutu:
Rannsóknarnefnd félags
læknanema 150 þúsund krónur, til
áframhalds könnunar á ofnæmis-
sjúkdómum á Islandi.
Rannsóknastofnun land-
búnaðarins, 400 þúsund krónur, til
úrvinnslu gagna er varða gróður-
far, gróöurskilyrði og beitarþol
Islenzkra gróöurlenda.
Dr. Þorkell Helgason dósent 400
þúsund krónur, til aö koma upp
forritasafni til kennslu og rann-
sókna á sviði bestunar og fleiri
þáttum tölulegrar greiningar.
Baldur Jónsson, lektor, 300 þús-
undkrónur, til rannsókna á sviði
máltölvunar.
Dr. Stefán Aöalsteinsson
317.553 krónur tilrannsókna á þvi
hvernig skipuleggja megi jöfnun
heyforða milli landssvæða.