Tíminn - 12.02.1978, Síða 8
8
Sunnudagur 12. febrúar 1978
•4 Holt á Siðu
^fngólfu^Davíðsson:
gamla
og búið í
daga
209
Holt á Siðu (tröö)
Hyggjum að stórbýlinu gamla
Holti á Siðu. Það stendur nú
uppi á brún undir Holtsborg, en
stóð áður niðri á láglendi. 1
Skaptáreldum 1783 rann hraun
yfir miklar og góðar engjar og
eyddi bæinn o.fl. bæi, er siðar
voru fluttir upp á brúnirnar, en
þar uppi er mikið graslendi og
góðir hagar. Byggðist þá bú-
skapurinn mjög á fjárbeitinni.
Hiðmyndarlega timburhús, er á
myndinni sést, byggði Árni
Gislason sýslumaður árið 1873,
skammt frá þeim stað þar sem
torfbæirnir stóðu áður. Seinna
var þakið járnklætt og er enn
búið i húsinu. Til vinstri á
myndinni sést skemma með
timburþili, en hana er búið að
rifa. Næst húsinu t.h. er hlaða,
en fjós lengst t.h.
Þarna i Holti sleit Jón Björns-
son rithöfundur barnsskónum,
en bróðir hans Siggeir hrepp-
stjórihefur lengi búið á mestum
hluta jarðarinnar.
t brekku niður við Skaptá,
skammt frá túninu, vex þyrni-
rós og hefur vaxið þar frá
ómunatið. Þyrnirósin myndar
þétta, lága runna og ber hvit eða
bleik blóm. Myndina af Holti á
Siðu tók Stefán Nikulásson um
1960.
önnur mynd eldri af Holti er
hér einnig birt. Sjást þar langar
traðir heim að bænum. 1 bók
Þórarins Helgasonar, „Lárus á
Klaustri” 1957, segir (á bls.
71—72): Arni Gislason sýslu-
maður sat Klaustrið með miklu
rikidæmi og hafði undir Holt á
Siðu, annað stórbýli sýnu betra.
Ráðsmennsku þar önnuðust
hjónin Bergur og Ólöf. 1 kvium
voru 500 ær og mjólkað Ólöf þær
i bæði mál meö einni stúlku sér
til hjálpar. Eftir Árna kom aö
Holti Runólfur Jónsson, mikil-
úðugur höfðingsbóndi og kona
hans Sigurlaug Vigfúsdóttir er
lengi var ljdsmóðir.
Höldum héðan til Vikur i
Mýrdal og litum á þriggja risa
timburhús á hlöðnum grunni
austan við Vikurána. Þetta eru
tvö hús sambyggð. Hlutur t.h.
þar sem leiðslur liggja inni,
heitir Engigarður. Var upphaf-
lega torfbær, byggður 1919, en
timburhúsið reist 1945. Þarna
bjó fyrst lengi Sigriður Runólfs-
dóttir. Timburhúsið t.v. (tvö
ris) heitir Hjalli, reist 1908, en
endurbyggt 1933. Sennilega reist
af Jóni Brynjólfssyni trésmið.
Seinna bjó þar lengi Ragnhildur
Einarsdóttir. 1 baksýn Hatta og
Hrafnatindur.
Fjórða myndin er af „drekan-
um” þ.e. sambland af bil og
landgöngupramma frá hernum,
held ég. En drekinn dugði vel til
ferðalaga um sandana og
vatnaflaumana þar, t.a.m. yfir
Skeiðará Myndina tók Stefán
Nikulásson árið 1973. Einnig
myndina af tvihýsinu Hjalla og
Engigerði i Vik.
Frá Vík i Mýrdal
y Dreki á Breiðamerkur
sandi 1973
. Fyrrnefndur dreki er furöu-
legt farartæki. Hann hefur kom-
ið við sögu á erlendri innrásar-
strönd, flutninga og leit að gull-
farmskipi á eyðisöndum
Islands.