Tíminn - 12.02.1978, Síða 9
Sunnudagur 12. febrúar 1978
9
Harriet Andersson og Herbert Fleischmann f kvikmyndinni „Barböru".
Ný norræn ópera
eftir færeysku skáldsögunni ,,Barböru”
SJ — Danska tónskáldið Henn-
ing Wellejus hefur lokið við að
semja tvö mikil tónverk,
óperuna „Barböru” eftir sam-
nefndri skáldsögu Færeyingsins
Jörgens Franz Jacobsen og
sellókonsert sem hann tileinkar
Erlingi Blöndal Bengtsson, að
þvi skýrt er frá i frétt i dag-
blaðinu Politiken nú i vikunni.
Islenzkir lesendur kannast ef-
laust margir viö skáldverk
Jacobsens, sem flutt var sem
framhaldssaga i útvarpinu og
sænsk kvikmynd eftir sögunni
hefur einnig verið sýnd hér i
sjónvarpi. Barbara er blóðheit
prestsekkja. Eftir lát manns
sins veröur hún fyrst ástfangin
af nýja prestinum en siðan i
ungum stúdent. Þetta hneykslar
hið fámenna færeyska sam-
félag, þótt fleiri stúlkur þar en
hún búi yfir heitum ástriðum:
Niu mánuðum eftir heimsókn
fransks herskips má sjá mörg
merki hennar viöa.
Tónskáldið Wellejus segir: —
Ég er hrifinn af þessari heitu,
lifandi kvengerð.
Til aö gæða verkið lífi notar
hann viöa færeyska dansa og
þjóðvísur I verki sinu.
Öperan er tveggja stunda löng
i flutningi eöa 326 partitursiöur.
Hún er samin fyrir sex einleik-
ara, kór, fullskipaða sinfóniu-
hljómsveit. Tónskáldiö hefur
hug á að óperan verði sett á svið
i Kaupmannahöfn og hann mun
senda menntamálaráöherra
Færeyinga eintak af henni
Wellejus hefur gefið Færeying-
um óperu sina.
Loks skýrir Politiken frá þvi
að Henning Wellejus hafi nú
snúiö sér að enn einu stórvirki,
sem hann semur fyrir málm-
blásturshljóðfæri og Knud
Hovaldt Carsten Swanberg ætla
að leika aö leika á tónleikaferð
um Norðurlönd.
*
Flóamarkaöur
til styrktar
Margrétar -
sunnudaginn 12.
febrúar klukkan 14, verður flóa-
markaöur á Hallveigarstöðum.
Félagar Zontaklúbbs Reykjavik-
ur hafa opnað hirzlur á heimilum
sinum og fundið þar marga nýti-
lega hlutiscm þeir gátu án verið
og ætla nú að selja við hagstæðu
verði.
Arið 1944 stofnaði klúbburinn
sjóð til minningar um starf Mar-
grétar Bjarnadóttur Rasmus,
sem þá hafði lokið starfsferli sin-
um við stjórn Heyrnleysingja-
skólans. Hún barðistfyrir aðbæta
hag nemenda sinna og þekkti
flestum betur hve höllum fæti
þeir stóðu i lifsbaráttunni.
Sjóðurinn, sem nefndur er Mar-
grétarsjóður notar fé sitt jafnóð-
um og þess er aflað. Hann hefur
styrkt kennara, fóstrur og aðra
sem stunda framhaldsnám með
það takmark i huga að efla heil-
brigði og þroska mál-og heyrnar-
skertra. Einnig hefur fé verið
varið til tækjakaupa.
Zontaklúbbur Reykjavikur hef-
ur nú á prjónunum áætlun um að
vekja hreyfingu i þá átt að koma
upp aðstöðu, þar sem börn innan
skólaaldurs gætu fengið hjálp
sérmenntaðra kennara til þess að
lagfæra málhelti. Sérfræðingar
telja mikilvægt aö slik hjálp sé
veitt i tíma.
C&SBGj
Auglýsingadeild Tímans
BÆNDUR
SÚG-
þurrkun
Eins og undanfarin ár
smíðar Landssmiðjan hina
frábæru H-12 og H-22
súgþurrkunarblásara
Bldsararnir hafa hlotið einróma
lof bænda fyrir afköst og endingu
Sendið oss pantanir yðar sem fyrst
LANDSSMIÐJAN Reykjm ík