Tíminn - 12.02.1978, Síða 12

Tíminn - 12.02.1978, Síða 12
12 Sunnudagur 12. febrúar 1978 Tíminn heimsækir Vopnfirðinga Framleiðsluverðmætið geysimikið: „Ekki erum við ómagar á þjóð- f élaginu’ ’ — segir Kristján Magnússon sveitarstjóri Siðasta ár var mjög gott til út- gerðar frá Vopnafiröi og bárust 3700 lestir af bolfiski á land. bar af færði skuttogarinn Brettingur 28601estiraðlandi. Þá bárust 2860 lestir af loðnu á land á Vopnafirði og er þetta hvort tveggja mun meira hráefni en áður hefur verið landað á Vopnafirði. Meginhluti þessa afla var unninn hjá fisk- vinnslunni Tanga hf. og öll loðnan var unnin i verksmiðju fyrirtæk- isins. Brúttóútflutningsverðmæti sjávarafurða frá Vopnafirði var á siðasta ári 1100 millj. kr. og sölu- verðmæti landbúnaðarafuröa var 300 —350millj. kr. A þessu sést að hinir 862 ibúar Vopnafjarðar hrepps geta ekki talizt neinir ó- magar á þjóðfélaginu þar sem þeir framleiða svo mikil verðmæti, sagöi Kristján Magnússon sveitarstjóri i samtali við Timann. Nú er unnið að byggingu á nýju frystihúsi á Vopnafirði og er vonazt til að það komizt i gagnið næsta sumar. Kristján sagði aö þá væri knýjandi nauðsyn að fá meira hráefni og er þvi verið að athuga með skipakaup til Vopnafjarðar. mó. Unnið úr fiski á VOPNAFIRÐI Timamyndir MÓ. Þórður Pálsson vinnur aö frágangi ibúðanna ásamt Jóni Grimssyni. Timamynd MÓ. Dvalarheimiliö nær á myndinni. Heilsugæzlustööin fjær. Vonazt er til að heilsugæzlustööin veröi tekin I notkun voriö 1979. Flutt í dvalarheimili aldraðra siðar í þessum mánuði Áform um að byggja fleiri ibúðir, enda er eftirspurn mikil MÓ — Vopnafirði — Seinni hluta þessa mánuðar verður flutt inn i sex íbúðir sem byggðar hafa ver- ið fyrir aldraða á Vopnafirði. Það var byrjaö að vinnaö að undir- búningi þessara framkvæmda fyrir tveimur árum,en verklegar framkvæmdir hófust ekki fyrr en i júnimánuði 1976, svo óhætt er að segja að mikill hraði hafi verið á framkvæmdínni. Dvalarheimiliö er byggt af elliheimilissjóði Kvenfélags Vopnafjarðar og Vopnafjarðarhreppi, en umsjón með byggingarframkvæmdum hefur Þórður Pálsson á Refsstað haft. bórður sagði i viðtali við Timann að byggingin væri alls 306 ferm. að grunnfleti. I húsinu væru tvær ibúðir fyrir hjón og fjórar einstaklingsibúðir. Einstaklings- ibúðirnar eru 25 ferm en hjónaibúðirnar eru 40 ferm. Þá er sameiginleg setustofa fyrir allar ibúðirnar og einnig þvottahús. Auk þess eru mjög stórar og góð- ar svalir á húsinu svo að gamla fólkið eigi auðvelt með að njóta útiveru. Kostnaður við bygginguna er nú um 36 millj. kr. en fullgerð kostar byggingin eitthvað meira. Elliheimilissjóðir kvenfélagsins og Vopnafjarðahrepps, og þau föstu lán, sem unnt hefur verið að fá til framkvæmdanna, hafa að mestu staðið undir kostnaðinum þar , að sveitarfélagið þurfti að leggja nokkurt fé fram. til lokaframkvæmdanna. Siðan er áætlað að sveitarsjóður sjái um að greiða vexti og afborganir af lánunum. Þórður sagði að það væri mun meira um að einstaklingar sæktu um dvöl á slikum heimilum, en hjón. bvi taldi hann að áherzlu ætti aö leggja á að byggja ein- staklingsibúðir. Dvalarheimilið er reist á lóð heilsugæzlustöðvarinnar, svo auðvelt verður að hlynna að fólk- inu þar i framtlðinni. Þá er fyrir- hugað að byggja fleiri hús fyrir aldraða þarna i framtiðinni. Undir dvalarheimilinu er 180 ferm. kjallari, sem ekki er búið að ákveöa á hvern hátt verður notaður. Þórður taldi að mjög kæmi til álita að koma þar upp heilsuræktaraðstöðu, eins og t.d. saunabööum o.fl. Kapp er við — rætt við Guðna Þ. Sigurðsson útgerðarmann á Vopnafirði hákarla- veiðar MÓ — Vopnafirði —Ég fer að fara á hákarlaveiðar ef veður leyfir, sagði Guöni Þ. Sigurðs- son á Vopnafirði i samtali við blaðamann Timans á dögunum. Annars hefur verið leiðindaveð- ur hér og ekki gefið til slikra veiöa að undanförnu. Skip Guðna er Guðborg NS 36, en það er 10 tonna bátur, fimm ára gamall. Að undanförnu hefur Guðni verið að gera bátinn upp og endurbæta á ýmsan hátt. — Ég stunda hákarlaveiðar fram á vorið, sagði Guöni, en siðan fer ég á grásleppuna. Sið- an er ég á þorskveiðum á sumr- in. Grásleppuveiðin var léleg i fyrra og sömu sögu er einnig að segja af þorskveiðum. Ég vil helzt ekki vera að segja frá þvi hvað ég fékk mikið. Það er ekkert gaman að gefa slikt upp, ef það er mjög litið. Annars gengu hákarlaveið- arnar nokkuð vel og fékk ég 35 hákarla. bað má vel vera að ég hafi fengið flesta hákarla af Vopnafjarðarbátunum, en það hefur þá trúlega verið vegna þess að hinir hafi hætt fyrr en ég. Aðspurður sagði Guöni, að það væri rétt að það væri ávallt nokkuðkapp i mönnum að veiða sem flesta hákarla, jafnvel meira kapp en á öðrum veiðum. Vopnfirðingar hafa löngum verið frægir fyrir hákarlaveiöar og hafa stundað þær lengi. Oft- ast ná þeir lika góðri verkun á hákarli sinum og þykir þetta hið mesta lostæti og er á borðum viða um land.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.