Tíminn - 12.02.1978, Síða 14
14
Sunnudagur 12. febrúar 1978
Nemendur á Hvanneyri teknir tali
Ætlar að verða arkitekt
Við erum stödd i bænda-
skólanum á Hvanneyri. Ætlunin
er aö ræða við nokkur þeirra
ungmenna sem stunda nám hér
og það er ung stúlka sem fyrst
situr fyrir svörum. Við skulum
byrja á því að spyrja hana aö
nafni.
— Þú heitir...?
— Áslaug Traustadóttir.
— Hvenær byrjaöir þú í námi
þinu hér i skólanum?
— I október i haust.
— Og ætlar að nema búvis-
indi?
— Nei, mig langar til þess aö
verða arkitekt og þá garðyrkju-
og utanhússarkitekt. Námið
hérna tekur einn vetur ég verð
búfræðingur i vor en arkitekts-
námiö þarf ég að stunda er-
lendis.
— Hvaða undirbúningsmennt-
unar er krafizt til inngöngu i
bændaskólann hér á Hvann-
eyri?
— Við þurfum að hafa lokið
gagnfræðaprófi.
— En hvers vegna fórst þú
einmitt i skólann hérna var ekki
hægt aö stunda hliöstætt nám i
einhverjum öðrum skóla?
— Það lá nokkurn veginn
beint við að ég notfærði mér
Hvanneyrarskólann þvi að faðir
minn er kennari hér á staðnum.
— Nú þá skal mig ekki furða
þótt þú sért hér. En hvort
myndir þú heldur vilja starfa i
sveit eða kaupstað, eftir að þú
hefur lokið námi þinu og ert
orðin arkitekt?
— Ég vil miklu heldur eiga
heima i sveit og starfa þar.
Utanhússarkitekt getur fengizt
við margt fleira en skipulagn-
ingu skrúðgarða það er lika
verk aö vinna i sambandi við
sumarbústaði og umhverfi
þeirra ennfremur skógrækt og
fleira.
— Svo við vikjum aftur að
skólanum hérna: Hvaö þurfa
væntanlegir nemendur að vera
gamlir til þess aö fá skólavist?
— Lágmarkið er sextán ár en
ég er orðin nitján ára svo ég
uppfylli þetta skilyrði vel.
— Hefur þú ekki unnið öll al-
geng sveitastörf fyrst þú átt
heima hér á Hvanneyri?
— Nei, það er litið. Hins vegar
hef ég unnið viö tilraunir sem
gerðar eru hérna.
— Hvað gerið þið þar?
— Þegar um grasræktartil-
raunir er aö ræða sáum við á
vorin og berum á siðan eru
reitirnir slegnir heyið af hverj-
um bletti vigtað og tekin sýni.
Mér þykir gaman að þessari
vinnu, einkum vegna þess hve
húnbýður upp á mikla útiveru.
— Að lokum, Áslaug: Hlakkar
þú til þess að starfa sem arki-
tekt? Heldur þú að þaö verði
gaman?
— Já, það geri ég. Mér hefur
alltaf þótt gaman að teikna, og
ég hefði ekki lagt út á þessa
braut ef eghefði ekki trúað þvi að
starfið yrði skemmtilegt þegar
að þvi kemur.
—VS
Aslaug Traustadóttir
„Undarlegt að sjá
alltaf auða j örð’ ’
Næst á eftir Aslaugu Trausta-
dóttur var Álfheiöur Marinós-
dóttir tekin tali.
— Byrjaöir þú i skólanum i
haust, eins og hún stalla þín,
sem ég var að tala við áðan?
— Já, ég kom hingað þegar
skólinn hófst i október.
— Þú sagöir ,,ég kom hing-
aö.” Þú ert þá ekki búsett hér á
Hvanneyri eins og Aslaug?
— Nei, ég er norðan úr Skaga-
firði nánar til tekið úr Lýtings-
staðahreppnum.
— Hvers vegna valdir þú þér
búnaöarskóla, öðrum skólum
fremur?
— Ég hef gaman af búskap, og
ég vildi fræðast meira um hann,
sjá eitthvað nýtt og auka þekk-
ingu mina á öllu, sem kemur bú-
skap við.
— Hefur þú gaman af skepn-
um?
— Já, mjög.
— Þá hlýtur þú, sem Skag-
firðingur, að vera hestelsk?
— Þaö er rétt, ég hef ákaflega
mikið yndi af hestum.
— Þú hefur þó ekki komið meö
hest meö þér hingað i skólann?
— Nei, að visu kom ég ekki
með hann með mér, en ég á von
á honum. Hann kemur hingað
núna á þriðjudaginn.
— Mega nemendur hafa hesta
sína hér hjá sér?
— Já, eftir áramót má hver
nemandi hafa einn hest hér,
þangað til skóli er úti á vorin.
— Eru það þá tamdir eða
ótamdir hestar?
— Flestir reyna að koma með
ótamda hesta, því aö hér fer
fram leiðsögn I tamningu, og
svo er keppni um beztu
tamninguna. Þá vilja auðvitað
sem flestir vera meö, þótt eng-
inn viti fyrirfram hver verður
hlutskarpastur.
— Þurfið þiö ekki að greiöa
eitthvað fyrir dvöl hestsins og
leiðbeiningu eða jafnvel aðstoö
við að temja hann?
— Jú, að sjálfsögðu. Það kost-
ar þrjú hundruð og sextiu krón-
ur á dag að hafa hestinn hér.
Búið sér um hriðingu hans, en
eigandinn annast hann þó að
vissu marki. Viö erum skyldug
til þess að koma i húsin tvisvar
til þrisvar i viku, til þess að sjá
um hestinn, og svo skiptumst
viö á að moka hesthúsin. Það
moka alltaf tveir og tveir i einu
hvern dag.
— Er þetta taminn hestur,
sem þú ert að fá hingað suður?
— Nei, alveg ótaminn.
— Ætlar þú að temja hann
sjálf?
— Ég ætla aö reyna það, — ef
ég ræð þá viö hann.
— Hvað er hann gamall?
— Hann verður sex vetra i
vor. Hann er rauöstjörnóttur og
glófextur, og mér hefur dottið i
huga að skirahann Teista. Samt
ætla ég ekki að slá neinu föstu
með nafnið, fyrr en hann kemur
suður, þaðeroröið svolangtsið-
an ég hef séð hann.
— Þú sagðir áðan, „ef ég ræð
við hann.” Grunar þig, að hann
muni verða baldinn i tamningu?
— Ég veit það ekki. Hann er
ákaflega styggur, enhrekklaus.
Hann er alveg alinn upp i stóði,
og hefur ekki verið haföur á
húsi.
— Næst langar mig að spyr ja
um sjálfa þig. Hvað ætlar þú aö
taka þér fyrir hendur, þegar þú
hefur lokiö búfræðiprófi?
— Það er óráðið. kannski læri
ég eitthvað meira, ég veit það
ekki, þó þykir mér það líklegt.
— Hvort myndir þú heldur
vilja eiga heima i sveit eða
kaupstað?
— Miklu heldur i sveit, — ég
liki þvi ekki saman.
— Hvernig likar þér á Hvann-
eyri?
— Agætlega, hér er mjög gott
að vera, og ég uni hag minum
prýðisvel hér.
— Hverjar eru helztu náms-
greinarnar hérna?
— A líffræðisviði eruþaðaöal-
lega lfffræði og efnafræöi. Svo
eru hagfræöi, vinnufræði, verk-
færafræði og vélfræði. Þá má
nefna búfjárfræði, heyverkun
og ræktun, og yfirleitt allt, sem
snertir almenn bústörf. Aftur á
móti eru ekki kennd nein tungu-
mál.
— Þú sagðist una þér vel hér,
en finnst þér samt ekki um-
hverfið hér næsta ólíkt þvf sem
þú ert vön i heimahögum þfn-
um?
— Égkannmjög vel við fjalla-
Álfheiður Marinósdóttir
hringinn hérna, — en ég sakna
snjósins. Mér finnst einhvern
veginn undarlegt að sjá alltaf
auða jörð á hverjum degi um
háveturinn, það er svo ólikt þvi
sem ég á að venjast að heiman.
Hér er lika vindasamara og
minna skjól en heima hjá mér.
Yfirleitt er flestöðru vlsi hér, en
þó kann ég vel við umhverfiö, og
þaðer áreiðanlega fallegthérna
á sumrin.
-VS.
ViH búa í heima-
högum sínum
Þegar rætt hafði veriö drjúga
stund við námsmeyjar i
Hvanneyrarskóla, var rööin
komin aö karlþjóðinni, enda er
mikill meirihluti nemenda enn
karlkyns, þótt reyndar sé ekki
neitt þvi til fyrirstöðu, að stúlk-
ur stundi búnaðarnám. Hér
verður rætt við ungan mann,
sem heitir Björn Birkisson, og
viö skulum byrja á þvi aðfor-
vitnast um uppruna hans.
— Ert þú úr sveit, Björn?
— Já, ég er vestan af Vest-
fjörðum, nánar tiltekið frá
Birkihlið i Súgandafiröi.
— Finnst þér ekki ólikt um að
litast hér og vestur á fjörðum?
— Jú, landslagið er allt ann-
að, og auk þess miklu snjó-
léttara hér en þar.
— Ég þóttist skilja þaö á
nafninu Birkihlið, sem þú
nefndir áðan, aö þar sé um
sveitabæ aö ræða.
— Já, það er rétt, Birkihlíð er
bóndabær, og ég er bóndasonur.
— Og þú ert þá hér, af þvi að
þú ætlar að halda áfram i stétt-
inni?
— Já, ég geri ráð fyrir þvi aö
verða bóndi.
— Ert þú ekki i framhalds-
deildinni hérna?
— Jú, og hún er i raun og veru
beint framhald bændadeildar að
þvi leyti, að það eru að mestu
leyti sömu námsgreinarnar, ,
sem kenndar eru, en fariö miklu
dýpra i hverja grein, ef ég má
komast þannig að orði. Námið i
framhaldsdeild tekur þrjá
vetur, og nú má segja, aö ég sé
staddur á miðri leið, þar sem ég
er búinn að vera hálfan annan
vetur af fyrirhuguðum náms-
tima.
— Þú sagðir, að framhalds-
deildin væri að sumu leyti beint
framhald bændadeildar. Er það
þá svo að skilja, að maður, sem
hefur lokiö búfræöinámi í
bændadeildinni geti gengiö
beint inn i framhaldsdeild á
næsta hausti?
— Nei, ekki nema hann eigi
þá að baki annað nám. Inntöku-
skilyrði I bændadeild er gagn-
fræðapróf, en sá sem vill setjast
i framhaldsdeildina þarf annaö
hvort að hafa lokið stúdents-
prófi eða prófi úr raungreina-
deild tækniskóla. Þessarar
menntunar þarf hann að afla
sér, eftir að hann hefur lokið
búfræðiprófi, áður en hann setzt
I framhaldsdeildina, nema að
hann hafi verið búinn að ljúka
þvi námi einhvern tima áöur.
— Nú langar mig að vera
persónulegur viö þig: Hvaöa
námsgreinar þykir þér
skemmtilegastar?
— Það er nú dálltið blandað.
Mér þykir gaman aö öllum
greinum, sem snerta búfjárrækt
á einhvern hátt, og sömuleiöis
greinum um byggingar og
tækni. Við erum núna aö læra
byggingafræði, en það er stutt á
veg komið, við vorum að byrja á
þessu eftir áramótin.
— Lærið þið þá um stein-
steypu og annað slikt?
— Þaö mun veröa fariö yfir
öll helztu atriði, sem varöa
byggingar i sveitum, við kynn-
um okkur lög og reglugerðir um
þau efni, og svo helztu atriöi
sem varða sjálfa byggingar-
tæknina. Það er hverjum bónda
nauðsyn að kunna einhver skil á
slikum hlutum, svo að menn
standi ekki alveg eins og^ glópar,
ef þeir þurfa að byggja eða
endurbæta hús á jörðum sinum.
— Það kom fram hjá skag
firzku dömunni, sem ég var aö
tala við áðan, að hún væri að fá
hest sinn hingað innan fárra
daga. Ert þú kannski lika með
hest hérna?
— Nei, ég á ekki hest hér,
enda er ekki neinn hestur heima
hjá mér, og hefur ekki verið
siðast liöin tuttugu ár. Annars
er búskapurinn heima blandað-
ur, bæði sauðfé og kýr.
— Er ekki óþægilegt fyrir
fjárbónda að vera hestlaus?
— Nei, ekki eins og hagar til
heima hjá mér. Afréttarlönd
eru engin; og auk þess svo fjöll-
ótt, að maður verður alltaf að
smala gangandi, og þaö væri
aöeins trafali að þvi að vera
með hest með sér.
— Þú sagöist áðan gera ráð
fyrir þvi að verða bóndi. Ætlar
þú þá að snúa þér að þvi strax,
eftir að þú hefur lokiö námi
þinu?
— Já, ég býst við því. Ég
hygg, að bóndastaðan verði að
öllu saman lögðu fjölbreyttasta
og skemmtilegasta starfiö, sem
ég á völ á, og auk þess vil ég
ógjarna yfirgefa æskustöövar
Björn Birkisson
mínar. Mig langar til þess aö
halda áfram að eiga heima i
sveit minni.
— Þú kvfðir þá ekkert fyrir
þvi að verða bóndi, þótt sumir
kollegar minir hafi skrifað i
heldur óvinsamlegum tón um þá
stétt á siöustu árum?
— Nei, siður en svo. Ég
hlakka þvert á móti til.
—VS